Sælir félagar.
Nei ekki kann ég spænskuna, en samt skondið að sjá þetta.
Ég held að ég segi pass við að breyta mínum svona.
Það versta við þetta er samt að þessir gaurar verða að nota "disel" í staðin fyrir "jet fuel" á þessa bíla.
Annars er það viss upplifun að standa stutt frá svona bíl og lenda í hitanum frá honum þegar hann fer ferðina.
Það var einn svona á keppni sem við nokkrir frostpinnarnir fórum á, sem var haldin á "Moroso Motorsport Park", og hann bræddi rúðurnar í stjórnstöðinni og "Jólatréð" í fyrstu ferðinni.
Það var 42°hiti þennan dag, en ég veit ekki hvað má margfalda þá tölu mikið þegar hitinn frá þessu tæki lenti á okkur.
Við fréttum seinna að þessi "Dragster" sem var með tvo þotuhreyfla af B52 sprengjuþotu, hefði verið bannaður á brautum þar sem hann olli svo miklum skemmdum.
Ég ætla að reyna að grafa upp mynd af þessu sem var 1988.