ók skoðið bara timana betur ef 555 var að fara á 12.2o á 115 mph 1,50 60ft og var dýnó 4o2 hö og nissan á 11.89 á 112 mph. er það ekkert skrítið. ps á ekki möztu 323. en hef trú á því að ljósin hafi klikkað.
Gulli náði aldrei 115 mílum þarna ofan við 12 sek. Ég átti sjálfur hraðametið sem var 115 mílur og bakkaði það upp í keppni. Hann Gulli keyrði á best hér heima í keppni á 11.732 á 112 eða 113 mílum og náði þar með ekki hraðametinu. Þó að þeir feðgar þarna fyrir norðan séu bestir í öllu eins og þið flestir þarna þá þýðir ekkert að koma með einhverja þvælu um að þeir hafi gert svona og hinsegin og það hafi verið best af öllu. T.d. á Elli örugglega eftir að fara niður fyrir tíman þeirra á gamalli Primeru sem hann tjúnar bara sjálfur.
Það sem ég er að segja er að þú getur ekkert miðað við tíman á Gulla og sagt að enginn geti farið svo hratt, það geta fleiri tjúnað.
Komdu frekar með eitthvað af þessum flottu græjum þínum á brautina Stjáni, það er gaman að hafa þig hér fyrir sunnan af og til.
Mér finnst æðislega gaman á Akureyri, vonandi byggjum við kvartmílubraut og kappakstursbraut þar einn daginn.
Kv. Nóni
?????????????
Er einhver pirringur í einhverjum? Af hverju? Vonandi tekst ykkur öllum að bæta tímana aftur og aftur. Til þess er leikurinn gerður. Það erum við líka að reyna. Ég veit ekki betur en hver og einn geri sitt á sínum forsendum og vonandi í samræmi við gildandi reglur á hverjum tíma. Vonandi þvælumst við (Team ICE) ekki mikið fyrir öðrum; hélt jafnvel að við gætum verið hvetjandi og örvað aðra til þess að bæta sinn árangur. Hvort e-ð "met" er Gulla eða einhvers annars skiptir okkur bara engu máli.
Árangur Gulla og 555 Imprezunnar hefur verið þessi til dagsins í dag:
Árið 2003: 60 fet:sek 1/8 míla: sek mílur 1/4 míla: sek mílur
28. sept. 1,565 7,436 91,65 11,765 111,66
Árið 2004:
10. júlí 1,784 7,485 91,65 11,732 113,92
1. ágúst x x x 10,850 119,00 England
20. ágúst 1,917 7,320 99,56 11,147 128,94
1,757 7,090 102,51 10,909 130,44
Árið 2005:
31. júlí x x x 9,97 143,00 England
x x x 9,93 143,00 England
7. ágúst 1,615 6,455 113,17 9,902 142,90 England
1,586 6,399 113,08 9,841 142,81 England
21. ágúst 2004 var Gulli og 555 Imprezan skráð til keppni í RS flokki á kvartmílubrautinni. Á æfingu kvöldið áður, 20. ágúst, brotnaði 4. gírinn í 3ju spyrnu þannig að spyrnurnar urðu aðeins tvær með tímana 11,147 sek á 128,94 mílum og 10,909 sek á 130,44 mílum. Það eru væntanlega löglegir tímar á kvartmílubrautinni þótt ekki hafi þeir verið i keppni.
Árið 2004 voru Gulli og 555 Imprezan fyrstir í Evrópu að fara 1/4 míluna undir 11 sekúndum (10,85 sek) á Imprezu.
Árið 2005 er komið nitró í bílinn, en bíllinn er götubíll og keppir í flokki götubíla.
Árið 2005 eru Gulli og 555 Imprezan fyrstir í heiminum að fara 1/4 míluna undir 10 sekúndum (9,97 sek) á beinskiptri Imprezu.
Og svona til þess að undirstrika og sannfærast um nákvæmni og öryggi tímatökutækjanna þá á ég tímatökumiða frá kvartmílubrautinni 11. júlí 2003 sem sýnir tímann 6,012 sek fyrir 1/8 mílu og 10,535 sek fyrir 1/4 míluna!!!. Svo fljótir voru ekki Gulli og 555 Imprezan árið 2003.
Með góðri kveðju og von um jákvæða og uppbyggilega umræðu og endalaust streð við að bæta tíma og gera betur.