Kvartmílan > Mótorhjól
kawasaki varahlutir..???
Óskar:
sælir/ar, þannig er mál með vexti að ég var að fjárfesta í kawasaki zx6r árgerð 2002, það er á leiðinni frá Bandaríkjunum lítisháttar tjónað (útlitstjón)
Vitið þið um einhverjar netverslanir eða eitthvað svoleiðis annað en ebay sem selur varahluti í svona? þetta er aðalega kúpa og frammljós.
Mynd af tækinu..
http://www.argocycles.com/data/5391/0.jpg
og önnur..
http://www.argocycles.com/data/5391/1.jpg
kv. Óskar
Kawi636:
Sæll http://www.motogrid.com/kawasaki_motorcycle_parts.html þarft reyndar að hringja til að fá hlutina en eitt er á hreinu að Nitro getur ekki reddað þér varahluta á þessu sumri ég er á Kawa 636 2006 model og það er tekur um 2 mánuði að fá nýja kúpu, hægri pedala og smá nýtt í stýrið en það var keyrt á það þegar það var kyrrstætt og datt á hliðina þannig það er rétt hjá þér að nota netið :cry:
Hörður:
ég er með samskonar hjól zx6r 2000model og það tók mig 3vikur að fá bremsuklossa í það að framan,, það er allt komiðí klessu þarna í Nitró eftir að þetta sameinaðist bílanaust, ég ætlaði að fá þá senda til eyja en eftir 3 vikur þá endaði með að ég fór til rvk og sótti hellvítis klossana og gerði smá læti þarna þá kom í ljós að það var búið að tví panta þá til landsinns og tíndust bara inn í húsi hjá þeim,,,
held það sé eina vitið að taka þetta bara af netinu, en það eru nú báðar hliðarhlífarnar sjúsaðar hjá þér og lítur út fyrir að vera dælda í tanknum vinstrameginn...
en flott hjól með skemtilega aksturseginleika
gangiþér vel með þetta :D
Gulag:
það virðist vera að Nítró sé alveg að gera í brækurnar þessa dagana..
félagi minn pantaði hjá þeim varahlut og svörin eru:
komið, en á eftir að reikna út verð
komið, en á eftir að pakka því upp
komið, en vantar rétt verð,
komið, en á eftir að finna það í pakkanum
kom aldrei.. en komið í pöntun,,,
þetta er á 2 vikna tímabili...
PHH:
--- Quote from: "Hörður" ---það er allt komiðí klessu þarna í Nitró eftir að þetta sameinaðist bílanaust
--- End quote ---
Það var allt í klessu hjá Nítró löngu áður en Bílanaust kom nokkuð nálægt, ég forðast Nítró eins og heitan eldinn, þjónustan þar er alger hörmung!!!
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version