Jæja, eflaust einhverjir sem hafa gaman af svona veseni hérna
Ég tók vél úr Saab 9000 turbo, skellti henni á gólfið og athugaði hvort ég hefði allar tengingar réttar til að setja í gang... Video af því hérna
http://www.123.is/elliofur/videos/-483697284.mpgSvo tók ég þessa vél úr...
Setti svo þessa fínu saab vél í
Og þetta varð útkoman!
Þurfti pínu að skerða burðarvirki bifreiðarinnar tímabundið ...
Og sönnunin fyrir því að saab vélin sé virkilega þarna ofaní..
Ég þarf líka örlítið að fara í útlitsbreytingar til að koma öllu fyrir, þarf að lengja hann aðeins til að dekkin passi alminnilega inní, svo og vatnskassi og intercooler. Hann þarf að vera svona til að stýrisbúnaðurinn geti funkerað. Þetta er smá asnalegt vegna þess að ég er að nota saab hjólastellið, en það er allt saman á einni grind sem er boltað í boddyið. Stórsniðugur andskoti!