Author Topic: Umhverfisráðherra greinilega einhvað treggáfuð  (Read 2149 times)

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Umhverfisráðherra greinilega einhvað treggáfuð
« on: June 05, 2006, 20:03:30 »
Já það er nokkuð víst að Sigríður Anna Þórðardóttir Umhverfisráðherra er einhvað treggáfuð.

Hún segir að ef vélhjólamenn geti ekki farið að settum reglum og notað hjól sín eingöngu á tilteknu æfingarsvæði við Selfoss þá verði þau bönnuð  

Setjum þetta í samhengi:

Ef það væri verið að selja bíla á Íslandi og engir vegir til af einhverju viti og akstur utan þeirra vega sem til væru væri bannaður þá hefði maður haldið að það yrði brugðist við og vegakerfið elft ?

En nei greinilega ekki, þeir yrðu bara bannaðir.

Hysjið upp um ykkur brækurnar þarna hjá ráðuneytunum og gerið almennileg svæði handa þessu fólki.
Þessi hjól eru í sölu, fólk hefur gaman af því að leika sér á þeim og þess vegna mun það gera það, hvort sem það yrði bannað eða ekki.
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Ozeki

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
Umhverfisráðherra greinilega einhvað treggáfuð
« Reply #1 on: June 05, 2006, 21:08:42 »
Hjartanlega sammála !

Ég á enduro hjól (hvít númer, tryggt og alles) og hjóla oft í Bolöldu.  Það er fínt að það sé komin smá aðstaða til að hjóla þar .. EN!
Það dugar bara ekki.  Það er hægt að hjóla alla slóða í Bolöldu nokkrum sinnum en það er ekki nema hálfur dráttur.  Það þarf að minnsta kosti 80 km leið !

Hvað ætli hestafólk segði ef það hefði ekki annað en svona Bolöldu slóða til að ríða nokkra hringi í .. og sumir þyrftu að fara þangað með bykkjurnar í kerru, ríða í hringi og svo aftur heim.  Og umhverfisráðherra segði svo spekingslega að ef þeir gætu ekki haldið sig við úthlutað svæði yrðu bykkjur bara bannaðar á Íslandi !?

Það er engin lausn önnur en að rýmka vel á allri aðstöðu og löggjöf í kring um þetta sport.  Fleiri slóðar, merktar mótorhólaleiðir og fleira í þeim dúr myndi leysa mikin vanda.