Já það er nokkuð víst að Sigríður Anna Þórðardóttir Umhverfisráðherra er einhvað treggáfuð.
Hún segir að ef vélhjólamenn geti ekki farið að settum reglum og notað hjól sín eingöngu á tilteknu æfingarsvæði við Selfoss þá verði þau bönnuð
Setjum þetta í samhengi:
Ef það væri verið að selja bíla á Íslandi og engir vegir til af einhverju viti og akstur utan þeirra vega sem til væru væri bannaður þá hefði maður haldið að það yrði brugðist við og vegakerfið elft ?
En nei greinilega ekki, þeir yrðu bara bannaðir.
Hysjið upp um ykkur brækurnar þarna hjá ráðuneytunum og gerið almennileg svæði handa þessu fólki.
Þessi hjól eru í sölu, fólk hefur gaman af því að leika sér á þeim og þess vegna mun það gera það, hvort sem það yrði bannað eða ekki.