Reyndar er alls ekkert algilt að "óþekkt" merki séu eitthvað lélegri en þekktu merkin, ef t.d. hjálmurinn er DOT merktur þá er hann í lagi, það er oft mjög athyglisvert að skoða samanburð á frægu merkjunum vs óþekktu merkin, Td. eru Arai hjálmar þekktir fyrir gæði, en mjög lélega hljóðeinangrun, Bell fá yfirleitt frekar lélega dóma þrátt fyrir að vera frægt merki, Shoei eru mjög góðir en margir kvarta yfir því að þeir séu of þungir osfrv osfrv.
Það er í mjög mörgum tilvikum að óþekktu merkin eru í raun framleiðsla stóru framleiðendana, oft kannski eldri útfærslur af dýrum hjálmum sem þeir vilja ekki selja undir eigin nafni, t.d. eru Buell hjálmarnir framleiddir af Shoei,