Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
mercury comet GT
Comet GT:
ef þú ert að tala um beislitaða fjögra dyra bílinn og græna ógeðið þá tók ég þennann beislitaða fyrir ca 4-5 árum þegar ég skipti á honum og gamalli mözdu. ég sá ekkert í þessum græna sem ég hefði ekki hvort sem er fengið með hinum svo að ég var ekkert að hreyfa við honum.
en fyrst við erum farnir að tala um hafralæk þá var þarna suddalegur fjögra dyra Grand Torino sem að sárbænir um að einhver góður maður komi og geri hann upp
Anton Ólafsson:
Torino á Hafralæk
edsel:
smá meira um Torioinn
screepo:
Er með comet 70-72 í skúrnum hjá mér, sem ég þarf að losna við.
Sá fyrsti sem kemur með kerru og tekur hann, á hann.
Eiríkur Óskarsson
Gsm 8695633
1966 Charger:
Ein saga þessum Torino tengd:
Það var á gamlárskvöld 1981 að við héldum alveg ógurlega veislu (hey ef þið viljið rengja það þá á ég enþá innkaupalistann) :) í blokkaríbúð úti í þorpi. Undir miðnættið var gert edrútékk á liðinu og fannst þar fátt um fína drætti. Þó var hægt að finna einn ökumann á staðnum og var hann samstundis settur undir stýrið á fornum Willys sem þá var svona Vara-Willys í eigu hins pollrólega og farsæla torfæruökumanns Guðmundar "Dunda" Gunnarssonar (vélin í torfærujeppa hans var 340 vélin úr Kókosbollunni). Þegar gamli Willysinn var orðinn þéttsetinn var lagt af stað inn í bæ eftir að hann hafði verið snúinn í gang (það var talsvert frost þessa nýjársnótt þannig að geymirinn hafði ekki nóg djús). Á Glerárgötunni var Willinn komninn á dálaglegt skrið þegar hann renndi inn á Glerárbrúna. Þótt götur væri auðar þá var lúmsk hálka á brúnni þar sem maður kemur að umferðarljósunum. Þar á ljósunum beið einn bíll, Torinoinn sem myndin er af hér að ofan. Inni í Fordinum var náttúrulega gleðskapur mikill eins og vera ber í ölvögnum af þessu kaliberi. Lítið vissi hirðin í Torinoinum hvað biði þeirra.... Þegar gamli Willysinn kom inn á Glerárbrúna reyndi allsgáður ökumaðurinn að bremsa en lítið gerðist vegna hálkunnar. Skipti nú engum togum að Villinn rann aftan á Torinoinn. Þetta virtist í fyrstu svona týpisk aftanákeyrsla en svo var ekki. Málið var nefnilega það að þegar búið var að snúa Willysinn í gang við upphaf ferðar var sveifin dregin fram og þá lá hún áfram fram úr jeppanum og út yfir stuðarann. Skipti því engum togum að Willi tók Torinoinn aftan frá og sveifinn stakkst á bólakaf inn í skottið á honum. Ekki var allt búið með það. Einum farþega Willans fannst það algjör óþarfi að eitthvert amerískt teppi væri að þvælast þarna á brúnni; rauk hann út úr jeppanum og skipaði höstugur hirðinni í Fordinum að drulla sér frá því við værum á hraðferð inn í miðbæ. Var orðið við þeirri ósk í snarhasti og urðu engin frekari eftirmál af þessu enda allir nýbúnir að gera sín nýjársheit um að elska náungann.......
Hvort það var sama gamlárskvöld eða síðar að einn Moparforinginn á Akureyri eignaðist forláta gamla yfirbyggða Weapon rútu í flóknum bílaviðskiptum. Rútan var með dieselvél og trobúlið var að hún var alveg helvíti erfið í gang (sem hefði aldrei gerst ef Mopar vélin hefði enþá verið í henni). Reyndar fór allur gamlársdagur í að fá hana í gang og þegar hæst stóð í stönginni þá sást til gripsins þar sem hún var dreginn af jeppa á allgóðri ferð inn Drottingarbrautina. Ökumaður rútunnar hafði afar takmarkað útsýni við þennan drátt vegna þess að húddið á rútunni var opið. Skýringin á opna húddinu var að framan á stuðara rútunnar stóð nefnilega einn Akureyrskur ofurhugi með startspray sem hann úðaði af öllum mætti inn um loftinntak rútunnar í þau fáu skipti þegar vélin sýndi eitthvert líf. Rútuhróið fór reyndar aldrei í gang en menn dóu ekki ráðalausir. Hún var bara dregin niður í miðbæ og lagt við torgið (þið munið eftir torginu sem var þar áður en einhverjir arkitektabjálfar eyðilögðu rúntinn) og þar var svo haldinn þokkalegur gleðskapur fram á nýja árið.
Svona var þetta nú einu sinni.....
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version