Sælt veri fólkið, komið er að fyrstu kvartmílukeppninni í sumar og hefst skráning í hana á fimmtudag 18. maí. Hægt er að skrá sig í hana á netfang
icesaab@simnet.is eða í síma 848 8368 á milli 20:00 og 22:00. Reynið eftir fremsta megni að senda mail með nafni, kennitölu, heimilisfangi, tæki, símanúmeri, flokki sem keppa skal í. Mail er mikið þægilegra en sími. Keppnisgjald er 2500-kr.
Keppnistæki sem ekki eru á skrá verða að framvísa öryggisskoðunarvottorði frá Aðalskoðun þar sem Kvartmíluklúbburinn er með samning um að prófað verði bremsur og stýrisgangur. Þeir sem búa í sveitinni geta samið við viðkomandi skoðunarstöðvar um bremsu og stýristest.
Þeir keppendur sem eru með bíla sína á númerum og tryggða skulu koma með tryggingaviðauka sem gildir á kvartmílubrautinni.
Þeir keppendur sem eru yngri en 18 ára þurfa að framvísa leyfi frá foreldrum eða forráðamönnum.
Kv. Nóni