Author Topic: Subaru og Kvartmíluklúbburinn  (Read 2889 times)

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Subaru og Kvartmíluklúbburinn
« on: May 12, 2006, 09:22:15 »
Subaru og Kvartmíluklúbburinn sameinast um bætt umferðaröryggi

Ingvar Helgason ehf. umboðsaðili Subaru á Íslandi og Kvartmíluklúbburinn hafa ákveðið að sameinast um það að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu umferðaröryggi á vegum landsins. Í gegnum tíðina hefur Subaru boðið upp á kraftmikla útfærslu af Impreza svokallaða “Turbo” bíla en þeir skila vel yfir 200 hestöflum og má finna í rallýkeppnum víða um heim.

Kveikjan að samstarfinu kviknaði í kjölfarið af þeirri umræðu sem mikið hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu um hraðakstur á götum borgarinnar.

“Í stað þess að ökumenn freistist til að aka um götur borgarinnar á ólöglegum hraða ákváðum við í samráði við Kvartmíluklúbbinn að gefa eigendum þessara bíla ársaðild í Kvartmíluklúbbinn, en alls eru þetta um 200 bílar. Ég er sannfærður um að þetta eigi eftir að reynast vel og einnig erum við að skipuleggja ákveðinn viðburð með þessum hóp sem kynntur verður síðar. Við viljum leggja okkar af mörkum til að sporna við þessari þróun á hraðakstri sem átt hefur sér stað á undanförnum árum og náum því vonandi fram á jákvæðan hátt” segir Rúnar H. Bridde markaðs- og sölustjóri Subaru.

Kvartmíluklúbburinn er áhugamannafélag um kvartmílu. Tilgangur félagsins er að sameina áhugamenn um mótorsport og bílaáhugamennsku, starfrækja keppnishald á afmörkuðum svæðum í bílaíþróttum, efla vitund og tilgang þess að hraðakstur skuli ekki stunda á umferðagötum, þess í stað bjóðist að stunda hraðakstur og sérstakan æfingarakstur á afmörkuðum svæðum til þess ætluðum. Hér er átt við það markmið að færa hraðakstur af götum borgarinnar inn á lokað brautarsvæði þar sem menn geta spreytt sig á hraðakstri í skipulögðum keppnum undir öruggri handleiðslu reyndra manna.

P.s. fyrir ykkur Subarufólk þá er viðburðurinn sem ég tala um að ofan kvartmíludagur sem fyrirhugaður er 3. júni þar sem Kvartmíluklúbburinn skipuleggur keppni og mælingar  Takið daginn frá. Eigendur Impreza "Turbo" munu fá sent boð um þáttöku ásamt gjafakortinu í klúbbinn.

Kveðja,
Rúnar H. Bridde
Markaðs- og sölustjóri Subaru
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline ingo big

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 173
    • View Profile
Subaru og Kvartmíluklúbburinn
« Reply #1 on: May 12, 2006, 10:02:29 »
GLÆSILEGT :)  :)  :)  :D  :D  :D  :D  :D  :D  :D  :D  :D  :D
Ingó

Ingþór J Eyþórsson

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Subaru og Kvartmíluklúbburinn
« Reply #2 on: May 12, 2006, 10:35:30 »
Mér var sagt að þetta væru um 200 kvikindi :shock:
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Preza túrbó

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 275
    • View Profile
Subaru og Kvartmíluklúbburinn
« Reply #3 on: May 12, 2006, 12:00:20 »
Ég gæti trúað því  :D    
Þótt ég sé reyndar á Forester turbo  :oops:  :D  

Kveðja:
Dóri G.  :twisted:  :twisted:
my racing team has a drinking problem :-(

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Subaru og Kvartmíluklúbburinn
« Reply #4 on: May 12, 2006, 12:06:29 »
jæja amerískir fengu þennan muscle dag og ágætt að japanir eða subaru fá sinn dag.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
Subaru og Kvartmíluklúbburinn
« Reply #5 on: May 12, 2006, 23:09:09 »
Hvenar kemur þetta inn?
Geir Harrysson #805

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Subaru og Kvartmíluklúbburinn
« Reply #6 on: May 13, 2006, 00:07:23 »
Quote from: "Geir-H"
Hvenar kemur þetta inn?



Við erum að vinna í þessu Geir, IH er að útvega listan yfir eigendur. Við leyfðum strákum að keyra í kvöld sem áttu Imprezur og skráðum þá í klúbbinn, þeir fá svo skírteinið í pósti.

Frábært framtak hjá IH að vekja athygli á þessu með okkur og leggja okkur lið í baráttunni við að fá hraðaksturinn af götunum og upp á braut.


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Subaru og Kvartmíluklúbburinn
« Reply #7 on: May 13, 2006, 13:07:48 »
Já heldur betur frábært framtak þetta.

Er sem sagt nýja stjórnin búin að ná fjölmennasta meðlima lista frá upphafi eða..
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Daníel Már

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 431
  • Turbooo
    • View Profile
Subaru og Kvartmíluklúbburinn
« Reply #8 on: May 13, 2006, 16:14:42 »
Ég er allavega mjög sáttur við þetta og finnst þetta mjög rausnarlegt af IH og þeir fá alveg stóran + fyrir þetta  :wink:
Daníel Már Alfredsson

Evo 3
60ft 1.660
1/8 7.52 @ 92mph
1/4 11.72 @ 115mph

Civic Type R
60ft. 1.993
1/8. 8.311 @ 86.37
1/4. 12.861 @ 109mph

Evo 9
60ft. 1.587
1/8. 7.118 @ 95.75mph
1/4. 10.968 @ 133.54mph