Author Topic: Reglur í 1000cc flokknum  (Read 2045 times)

Offline Travize

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 3
    • View Profile
Reglur í 1000cc flokknum
« on: May 12, 2006, 09:42:01 »
Sælir/ar

Ég er aðeins að létt stilla hjólið mitt fyrir keppnina í sumar og fór allt í einu að pæla með reglurnar.
Er ekki örugglega leift að vera með turbo í hjólinu hjá sér ?
Hvernig er það er nokkuð hámark þá á boostinu?
Hvernig lítur þetta út gagnvart nítró kerfi?
Hvar liggja mörkin uppá það að fara uppí ofurflokk?
Einnig hver er lágmarkshæðin sem maður má fara niður með það í?
Og að lokum hver er mesta lengd sem það má fara í ?

Baráttukveðjur til komandi sumars
Hrafn S.

Offline Steini

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 262
    • View Profile
Reglur í 1000cc flokknum
« Reply #1 on: May 13, 2006, 13:02:30 »
Turbóhjól önnur en þau sem eru orginal með turbínu frá verksmiðju fara í annanhvorn ofurhjólaflokkinn (< 900cc eða > 900 cc ).
Ekkert hámarks boost, en það er ekki vel séð að sprengja mótor á brautinni.
Erlendis eru keppendur í flestum flokkum með einhverskonar svuntu undir mótornum.
Í svuntunni er efni sem tekur við og dregur í sig olíu og aðra vökva, auk þess að varna því að málmhlutir úr mótornum lendi á brautinni þegar hann springur niður.
Það er örugglega ekkert gaman að keyra yfir olíu og sprengja jafnvel afturdekkið á málmhlutum sem þeytast út þegar mótor fer, á 200 +.
Hjól með nitró fara í ofurhjólaflokk.
4 cyl. hjól með mótor stærri en 1300 cc fara í ofurhjólaflokk ( >900 cc ).
Lágmarks hæð er 50 mm undir lægsta punkt með ökumann sitjandi á hjóli, það er til að hægt sé að halla hjóli ef á þarf að halda, t.d. í hliðarvindi.
Engin hámarks lengd er, á meðan hún er innan eðlilegra marka.
Lengd þarf að ákveða með ýmislegt í huga.

Hér eru núverandi reglur.
http://www.kvartmila.is/bif-kvartmila.html

Steini