Turbóhjól önnur en þau sem eru orginal með turbínu frá verksmiðju fara í annanhvorn ofurhjólaflokkinn (< 900cc eða > 900 cc ).
Ekkert hámarks boost, en það er ekki vel séð að sprengja mótor á brautinni.
Erlendis eru keppendur í flestum flokkum með einhverskonar svuntu undir mótornum.
Í svuntunni er efni sem tekur við og dregur í sig olíu og aðra vökva, auk þess að varna því að málmhlutir úr mótornum lendi á brautinni þegar hann springur niður.
Það er örugglega ekkert gaman að keyra yfir olíu og sprengja jafnvel afturdekkið á málmhlutum sem þeytast út þegar mótor fer, á 200 +.
Hjól með nitró fara í ofurhjólaflokk.
4 cyl. hjól með mótor stærri en 1300 cc fara í ofurhjólaflokk ( >900 cc ).
Lágmarks hæð er 50 mm undir lægsta punkt með ökumann sitjandi á hjóli, það er til að hægt sé að halla hjóli ef á þarf að halda, t.d. í hliðarvindi.
Engin hámarks lengd er, á meðan hún er innan eðlilegra marka.
Lengd þarf að ákveða með ýmislegt í huga.
Hér eru núverandi reglur.
http://www.kvartmila.is/bif-kvartmila.htmlSteini