Author Topic: MUSCLE CAR deildin - Vertu með!!  (Read 6343 times)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
MUSCLE CAR deildin - Vertu með!!
« on: March 13, 2011, 19:33:21 »
Á stofnfundi MUSCLE CAR deildarinnar, þann 22. Janúar sl. var ákveðið að þessi nýja deild Kvartmíluklúbbsins yrði fyrir alla Ameríska V8 bíla gamla og nýja. Nafn deildarinnar verður  "MUSCLE CAR"  til heiðurs grasrótinni sem stofnaði  Kvartmíluklúbbinn.

Tilgangur deildarinnar er að hittast, spjalla og hafa gaman af bílunum og góðum félagsskap, ásamt því að efla starfssemi Kvartmíluklúbbsins. Engin sérstök dagsskrá er uppi fyrir komandi sumar, fólk vill hafa þetta einfalt og sveigjanlegt, nota góðviðrisdaga og góðar hugmyndir sem fram kunna að koma, þó verður Kvartmíluklúbburinn, í nafni MUSCLE CAR deildarinnar með Bílasýningu á 17. Júní á Víðistaðatúni og MUSCLE CAR dagurinn verður sem fyrr á Kvartmílubrautinni eins og sl. 2 ár. Einnig er stefnt að annari Bíósýningu í haust, en sýningin á "Gone in 60 Seconds" í fyrra heppnaðist prýðilega.

Fyrir utan þessi skipti er stefnt að fleiri viðburðum í sumar sem verða auglýstir hér á spjallinu og í gegn um SMS lista þegar nær dregur. SMS-listinn var settur upp fyrir alla þá sem vilja fylgjast með starfi MUSCLE CAR deildarinnar og verða sent út SMS skilaboð þegar vel viðrar og þegar við ákveðum með stuttum fyrirvara einhvern viðburð. Þetta er eitt af helstu merkjum deildarinnar, þ.e. að geta farið á rúntinn með stuttum fyrirvara þegar vel viðrar. Að sjálfsögðu er öllum velkomið að skrá sig á listann og þurfa þeir EKKI að vera greiddir meðlimir.  :wink:

Ýttu HÉR til að skrá þig á SMS-lista MUSCLE CAR deildarinnar til að fá skilaboð um viðburði.

Beinagrind af tilhögun deildarinnar er samt orðin nokkuð mótuð en hún er sú að hittast a.m.k  tvisvar í mánuði á sumrin og þá helst á Laugardegi / Sunnudegi / Kvöldi og að deildin hittist á almennum félagsfundi einu sinni í mánuði yfir vetrartíman. Ýmislegt á þó eflaust eftir að breytast eftir því sem starfsemin þróast.

Öllum er velkomið að vera með, kynnast deildinni, meðlimum hennar, starfsemi Kvartmíluklúbbsins og að taka rúnt. Til þess þarftu ekki að vera greiddur meðlimur. Hægt er að gerast greiddur meðlimur deildarinnar með því að kaupa félagsskírteini í Vefverslun Kvartmíluklúbbsins og stendur þá til boða að borga ýmist 4.000 kr. 7.000 kr. eða 15.000 kr. Frekari upplýsingar um það HÉR.

Ákveðið var að forvígismenn deildarinnar fyrsta árið yrðu Sigurjón Andersen, Magnús Sigurðsson og Gunnar M. Ólafsson.

Hér fyrir neðan eru dæmi um margvíslega kosti þess að gerast greiddur almennur félagsmaður (4.000 kr) MUSCLE CAR deildarinnar:

1. Félagsskírteini sem veitir handhafa þess keppnisleyfi hjá öllum akstursíþróttafélögum innan ÍSÍ.

2. Hækkar félagatal Kvartmíluklúbbsins, en með því fær Kvartmíluklúbburinn aukið vægi innan ÍSÍ og möguleika á frekari fjárstuðningi.

3. Bensínkort frá SHELL / ORKUNNI og gildir sem afsláttarkort hjá hinum ýmsu fyrirtækjum, dæmi:
- 5 kr. afsláttur frá Orkunni
- 10 kr. afsláttur í fyrstu 2 skiptinn sem kortið er notað.
- 7 kr. afsláttur af Sjálfsafgreiðsluverði hjá Shell
- 15% af vissum vörum eins og t.d. olíu ofl.
- Í hvert skipti sem Bensínkortið / Almenna Félagsskírteinið er notað fær Kvartmíluklúbburinn í sjóð 1kr. af hverjum lítra sem þú dælir.

4. Aðgang að brautinni / ljósum, á þar tiltilteknum dögum þar sem "MUSCLE CAR" deildinn hefur til umráða.

5. Ódýrara miðaverð á Bíósýningu Kvartmílúklúbbsins.

6. Auk alls þess ofangreinda fær greiddur meðlimur afslátt hjá eftirtöldum fyrirtækjum:

Nítró - 10% nema af tækjum og tilboðum   http://www.nitro.is/
Bílanaust N1 - 10-35% breytilegt eftir vöru.  http://www.n1.is/
Bílabúð Benna - 10%   http://www.benni.is/
Würth - 15- 25%   http://www.wurth.is/
Stilling Skeifunni - 10%   http://www.stilling.is/
Krókur Bílamiðstöð - 15%  
AB-Varahlutir - 15%   http://www.abvarahlutir.is/
Tudor Rafgeymar - Skorri 5-10%   http://www.skorri.is/
B&L Varahlutir 10%   www.bl.is
Bónstöðin Lyngási 12 - 10% www.atbilar.is
Hotel Express Kort - 50% afslátt af allri Hótel gistingu.  www.hot-ex.is
Vélhjólaverslunin MOTORS Laugavegi 83 - 10%   http://motors.is/
Vélaland Vagnhöfða - 10%   http://www.velaland.is/
Slippfélagið - Dugguvogi - MJÖG GÓÐUR STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR www.slippfelagid.is
Rakang Thai - 10% af Matseðli, gildir ekki með öðrum tilboðum.  http://rakangthai.net/
Mothers vörur Höfðabílum Fosshálsi - 15% www.mothers.is
Slökkvitæki ehf Helluhrauni - 15% af þjónustu. Hleðsla, sala og þjónusta á slökkvitækjum.
Pizzahornið - 10% afsl. af Pizzum, brauðstöngum og tilboðum ekki af gosi   http://pizzahornid.is/


Vonust til að sjá sem flesta á rúntinum í sumar og vonandi fjölgar meðlimum Kvartmíluklúbbsins í senn.  8-)


Bestu Kveðjur

Magnús Sigurðsson
Gunnar M. Ólafsson
Sigurjón Andersen

og Stjórn KK.  :wink:
« Last Edit: March 18, 2011, 16:22:20 by Trans Am »
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline kcomet

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 109
    • View Profile
Re: MUSCLE CAR deildin - Vertu með!!
« Reply #1 on: March 13, 2011, 21:56:28 »
Takk fyrir þetta....verður bara gaman í sumar 8-) 8-)  flott framtak hjá ykkur =D> =D>  um að gera að nýta sumarið...                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                   kv.  k.comet
Kristinn Sigurðsson

Caliente 1965
Concours 1977

Offline torfæra

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 14
    • View Profile
Re: MUSCLE CAR deildin - Vertu með!!
« Reply #2 on: December 13, 2012, 00:26:18 »
Líst veeeeeel á þetta, glæsilegt framtak
Erlendur Ingvason