Sæ öll . Tek mér það bersaleyfi og set hér inn bréf Ólafs.
"Það er allveg með ólíkindum, hvernig orð sem aldrei voru sögð geta spunnist í uppákomu eins og þá sem varð í síðustu viku. Mig langar til að renna yfir atburðarásina, með von um að það varpi smá ljósi á málið.
Ég var á leið til Íslands frá Imola brautinni með viðkomu í London. Um miðjan dag á mánudaginn var, hringdi Kastljós í mig til að biðja um myndir af bílum í árekstraprófunum. Mér var sagt að þetta væri í tengslum við umfjöllun um ofsaakstur á götum Reykjavíkur og fleiri staða. Ég sagði þeim að ég ætti svona myndefni, en þar sem ég væri ekki á landinu kæmist ég ekki í þær. Ég gaf þeim upp stað þar sem ég hélt að þau gætu nálgast þetta.
Daginn eftir, þ.e. þriðjudag um hádegið hringir Eyrún í Kastljósinu. Þau höfðu ekki komist í áðurnefndar myndir og því bað hún mig um að fara í málið, sem ég og gerði. Efnið var tekið saman og ég fór í Efstaleitið með það um fjögurleitið. Við skoðuðum þetta saman og hún sýndi mér þá hluta af viðtölum sem þau ætluðu að nota um kvöldið. Um hraðakstur og afleiðingar hans var spjallað nokkra stund. Meðan ég var að bíða eftir því að efnið frá mér væri fært inn á tölvur RÚV, kom Eyrún aftur og spurði mig hvort ég væri til í að koma í þáttinn um kvöldið, þar sem hún taldi að ég hefði ýmislegt til málanna að leggja. Ég baðst undan því, þar sem ég var enþá þreyttur eftir Formuluna á Imola og ferðina heim. Meiningin var að eyða kvöldinu heima með fjölskyldunni og fara snemma í háttinn. Ég benti Eyrúnu á nokkra aðila sem hún gæti haft samband við. Hún tók þessa ósk mína til greina.
Um sex leitið hringdi Eyrún aftur í mig og þrábað mig um að koma í þáttinn um kvöldið. Enn færðist ég undan, en lét að lokum tilleiðast þrátt fyrir áköf mótmæli heima fyrir. Viðtalið við mig var síðan í beinni útsendingu en aðrir á spólum. Útsendingin með mér var um 6 mínútur. Þar sem efnið var ofsaakstur á götum þá var ég í umferðaröryggis gírnum frekar en akstursíþrótta gírnum og þeir punktar sem ég var með fyrir framan mig voru því í þeim dúr. Ég átti ekki von á neinum spurningum um akstursíþróttir sérstaklega eða það starf sem fyrir hendi er í þeim efnum. Ég átti von á umfjöllun um kappakstursbrautir og æfingasvæði, sem og ökuréttindi, þrepaskiptingar þeirra og afleiðingar hraðaksturs.
Eyrún kemur með spurningar varðandi akstursíþróttir og ég svara þeim eftir bestu getu. Ég nefndi sem dæmi gokart, rally og torfæru, enda eru það þær greinar sem standa mér næst. Það er fullt af annarri starfsemi sem er stunduð hér sem er til bættrar umferðarmenningar svo sem driftkeppni BIKR, starf Kvartmíluklúbbsins, Bindindisfélags Ökumanna, Ferðaklúbbsins 4X4, Snigla, VIK og fleiri, en í örstuttu óundirbúnu viðtali getur maður ekki sagt allt. Ég var ekkert að undanskilja Kvartmíluklúbbin frekar en annað, enda hefur starf hans ekki verið kynnt nétt sérstaklega fyrir mér á þeim vetvöngum sem ég starfa á, eins og t.d. í Umferðarráði. Þetta bara þróast svona í viðtölum.
Það stóð nátturlega ekki á viðbrögðunum. Það kviknaði í spjallþráðum Kvartmíluklúbbsins og live2cruze.com. Ég var að sjálfsögðu kallaður öllum illum nöfnum af fólki sem þekkir mig ekki neitt og skýlir sér bak við nafnleind. Það snertir mig svo sem ekkert og ég hef aldrei tekið mark á slíku fólki. Ég kýs mikið frekar að eiga skoðanaskipti við fólk sem kemur fram undir nafni og ræðir málefnalega á fundum eða rituðu máli. Ég stunda ekki skítkast og ber meiri virðingu fyrir mönnum, málefnum og félögum en svo að það sé minn stíll.
Á miðvikudeginum ræddum við Eyrún þessi undarlegu viðbrögð og lýsti hún vanþóknun sinni á orðbragðinu gangvart mér. Ég sagði henni að hafa ekki áhyggjur af því. Þetta snerti mig ekki. Hún var aftur á móti ánægð með þáttinn kvöldið áður. Hún sagði mér að Kvarmíluklúbburinn hefði verið í sambandi við sig og vildi kynna starfsemi klúbbsins til betra umferðaröryggis, sem mér þótti hið besta mál.
Það næsta sem ég veit, er að á spjallþráðum og vefsíðum er farið að auglýsa spyrnukeppni á fimmtudagskvöldið. Um miðjan daginn kemur í ljós, að ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir þessari keppni eins og reglugerð um akstursíþróttir kveður á um að gera skuli. Ég hringdi í Eyrúnu og spurði hana hvort þau væru að fara að mynda þennan atburð og sagðu hún það vera ætlunina. Ég sagði henni þá frá reglugerðinni og hvað þyrfti að vera fyrir hendi til að þetta væri löglegt. Það kom henni á óvart og bað hún mig um að senda sér línu um þetta og reglugerðina, sem ég og gerði. Hún ætlaði síðan að ræða þetta við félaga sína í Kastljósinu. Meira heyrði ég ekki frá henni og ekkert fyrr en hún var að leita að Garðari til að koma í viðtal í gær.
Í fyrsta viðtalinu í Kastljósi sagði Guðbrandur Sigurðsson varðstjóri í lögreglunni í Reykjavík, að það þyrftu allir að taka til í sínum ranni varðandi hraðakstur. LÍA ákvað að gera það líka og þar sem við áttum von á að þetta væri ”on the record” eins og sagt er hjá Kastljósi, þá gátum við ekki annað en fara í einu og öllu eftir því sem okkur er falið af yfirvöldum og samkvæmt lögum. Ef við hefðum ekki sinnt því hlutverki okkar og slys átt sér stað hefðum við verið í afar vondum málum. Við brugðumst því við eins og við töldum réttast og báðum lögregluna um að skoða málið og gera skýrslu. Það var síðan mat lögreglunar að það sem fram fór á Kvartmílubrautinni síðastliðið fimmtudagskvöld hafi ekki verið samkvæmt lögum og reglum.
Hafi ég haft rangt fyrir mér í því efni að mati yfirvalda, þá er ég fyrstur til að bera fram afsökunarbeiðni. Rétt er bara rétt og eitt skal yfir alla ganga. Ef það sem Kvarmíluklúbburinn gerði á fimmtudaginn er rétt, þá hlýtur það sama að vera fyrir rally, torfæru og aðrar akstursíþróttir og spara þar með mikið fé í tryggingar og fyrirhöfn við leyfisveitingar.
Ég harma mjög að þessi atburðarás hafi orðið. Það var ekki ætlunin af minni hendi, þegar ég aðstoðaði Kastljós með myndefni og lét síðan teyma mig í Kastljósþáttinn á þriðjudaginn. Ég hefði betur hlustað á konuna mína og sagt ”NEI”. Það er aftur á móti sífellt verið að biðja mig um viðtöl um umferðaröryggismál og þar sem ég hef mikinn áhuga á að bæta þau mál á Íslandi, þá læt ég yfirleitt tilleiðast.
Það eru einhverjir sem telja að ég eigi eitthvað sökótt við Kvartmíluklúbbinn. Það lýsir hugsanagangi þeirra sem það segja frekar en mínum. Ég er ekki þannig að ég láti slíkt bitna á félagasamtökum eða eigum manna, eins og gert var við auglýsingaskilti Bílasölunnar Hrauns á fimmtudagskvöldið. Þegar illa er komið fram við mig á ég um það við viðkomandi persónur.
Ég átti langt, farsælt og skemmtilegt samstarf við Kvartmíluklúbbin í 25 ár, eða þar til einhverjir þar ákváðu að slíta því samstarfi og segja skilið við LÍA, FIA og þá um leið NHRA. Það var þeirra ákvörðun og sagan verður bara að leiða í ljós í framtíðinni hvort það hafir verið Kvartmíluklúbbnum til heilla. Það hefur ekkert að gera með framtíðarstarf mitt með klúbbnum. Ég lét það allavega ekki bitna á starfi mínu með Ingólfi Arnarsyni í fyrra og LÍA gaf leyfi fyrir öllum æfingum og keppnum Kvartmíluklúbbsins þegar öll skilyrði voru í lagi. Ég fyrir mína parta er til í áframhaldandi samstarf á þeim nótum og góðu samstarfi við Davíð Ólafsson núverandi formann Kvartmíluklúbbsins."
Það var hvergi auglýst keppni þetta fræga fimmtudagskvöld,það var sett upp æfing fyrir Kastljós.
Við þurfum ekki leyfi LÍA til æfinga.
Ég held að Ólafur verði að klóra betur yfir sitt klúður og axla ábyrgð.
kv Harry