Já ok ég skal segja það
:
Bótasvið
2.1. Vátryggingin greiðir bætur samkvæmt vátryggingaupphæðum í gr. 2.4, verði einhver hinna vátryggðu fyrir líkamlegu slysi. Slys telst
vera skyndilegur, utanaðkomandi atburður sem veldur áverka/tjóni á líkama vátryggðs og gerist án vilja hans. Þrátt fyrir þessa
skilgreiningu teljast eftirtalin atvik vera innifalin í vátryggingunni.
a) Kviðslit sem verður við íþróttaiðkun og er tilkynnt félaginu án tafar.
b) Heilsutjón eða andlát við böð, sund, vegna sólstings eða annarra áhrifa ljóss, hitastigs eða veðurs. Þetta gildir einnig þótt að ekki
sé um að ræða beinar afleiðingar slyss.
c) Allar tognanir, snúningar og slit sem orsakast á skyndilegan og óvæntan hátt.
d) Andlát sem að orsakast beint af líkamlegri örmögnum við virka þátttöku í keppni eða við æfingar. Bætur eru 50% af dánarbótum
vátryggingarinnar
2.2 Vátryggingin bætir ekki slys sem verða vegna eftirtalinna atvika:a) Slys sem verða í flugi, nema að sá sem tryggður er sé farþegi í áætlunar- eða leiguflugi á vegum aðila sem hefur tilskilinn leyfi
hlutaðeigandi flugmálayfirvalda.
b) Slys sem verða í fallhlífarstökki, teygjustökki, drekaflugi og svifflugi.
c) Slys sem verða við ástundun akstursíþróttar, hvort sem er við æfingar eða keppni.d) Slys sem beint eða óbeint eru af völdum kjarnabreytingar, jónandi geislunar, mengunar af geislavirkum efnum, kjarnaeldsneytis og
kjarnaúrgangsefnis eða af völdum styrjaldar, innrásar, hernaðaraðgerða, borgararósta, uppreisnar, eða svipaðra aðgerða
e) Slys er sá sem vátryggður er verður fyrir í handalögmáli, við þátttöku í refsiverðum verknaði, undir áhrifum deyfi- og/eða eiturlyfja
eða í ölæði, nema sannað sé að ekkert orsakasamband hafi verið milli þess ástands vátryggðs og slyssins.
f) Slys sem verða vegna lækningameðferðar, skurðaðgerðar eða lyfjanotkunar, nema það sé að læknisráði vegna bótaskylds slyss.
h) Slys sem orsakast af matareitrun, drykkjareitrun, hvers kyns smiti eða neyslu
i) Slys sem orsakast af ásetningi hins vátryggða.
2.3 Slys sem andlega fatlaðir eða geðveikir einstaklingar verða fyrir, bætast því aðeins að ekkert orsakasamband hafi verið milli þess
ástands vátryggðs og slyssins sem hann varð fyrir.