Author Topic: Öryggi í rally  (Read 2107 times)

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Öryggi í rally
« on: April 29, 2006, 19:34:09 »
Ég vil notfæra mér það leiðinlega atvik sem varð í dag í Ástralíu er rallybíll fór útaf og á áhorfendur til að benda á það að slíkt getur ekki gerst í kvartmílu þar sem áhorfendur fá ekki að stilla sér upp fyrir utan braut líkt og tíðkast að fólk geri í kringum rallsérleiðir.

Ástæðan fyrir því að ég vill minnast á atvik sem leiddi af sér að þrír eru slasaðir eru sú ummæli sem hafa verið höfð í frammi hérna í sambandi við LÍA umræðuna, þar sem sagt er eða gefið til kynna að kvartmíla sé hættulegra sport en t.d. rall. og þá minnst á eða gefið til kynna að öryggismál klúbbsins séu um að kenna.

Svona atvik, þar sem bíll fer á miklum hraða inn í hóp áhorfenda getur átt sér stað þar sem fólk kemur saman fyrir utan veg til að fylgjast með, maður getur séð fyrir sér svona gerast á götum borgarinnar og á rallkepnum, enda er þetta ekki í fyrsta sinn sem áhorfendur hljóta skaða af rallybílum úti í heimi, en rall er rall hvar sem það er stundað

Ég vildi bara vekja athygli á þessu, svona ef þið skilduð nú hafa misst af fréttum stöðvar 2 í kvöld
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Mtt

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 215
    • View Profile
Öryggi í rally
« Reply #1 on: April 29, 2006, 22:50:12 »
Hálf ódýrt skot minn kæri

mtt
Magnús Óskarsson

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Öryggi í rally
« Reply #2 on: April 30, 2006, 11:58:37 »
Það má vera
Agnar Áskelsson
6969468