Varðandi allt þetta Kastljósgate mál þá verð ég að segja nokkur orð,
Eins og ég skil þetta blákalt þá á KK að útvega leyfi og tryggingar þegar um æfingu/keppni er að ræða.. rétt?
Viss öryggisatriði á brautinni þurfa að vera til staðar... rétt?
Samkoman þarna á fimmtudaginn var "myndataka", hvorki æfing né keppni... rétt?
ef ég horfi blákalt á báðar hliðar málsins þá lítur það svona út fyrir mér:
KK og LÍA eru ekki vinir.
KK varð fúlt þegar Olafur lét til leiðast að minnast á KKbrautina í Kastljós.
KK ákvað að "beygja" reglurnar smá og bjóða Kastljósi að mynda nokkra bíla í spyrnu.
LIA hefnir sín á KK og sendir lögguna á brautina.
ég held að ef rétt sé að KK hafi gert þarna mistök, þ.e. átt að útvega tryggingar (þar sem leyfið virðist hafa verið fyrir hendi) þá á KK að biðjast afsökunar á þeim mistökum. Að reyna að fela sig bakvið "myndatöku" plottið er ekki til framdráttar að mínu áliti, þetta er eini punkturinn sem er veikur hjá KK finnst mér.
LIA með Ólaf í forsvari á að koma fram opinberlega og biðjast afsökunar á að minnast ekki á KKbrautina, ef rétt sé að persónulegar hvatir eða óvild Ólafs verða til þess að mál eins og þetta komist í þann farveg sem þau eru núna, þ.e. skítkast og ósætti þá þyrfti maðurinn eða stjórn LIA að íhuga afsögn hans úr LIA. LIA gerði að mínu áliti mistök að siga lögreglunni á brautina, ef Rabbi hefði einfaldlega bent á þessar brotalamir í góðu (án lögreglu) tel ég víst að menn þarna hefðu tekið mark á því.
Að sjá Rafn Arnar mæta á brautina var erfitt að horfa á, því ég er viss um að þetta var eitthvað sem hann vildi pottþétt ekki gera innst inni, þetta mótorsport samfélag okkar hérna á íslandi er svo lítið að pissukeppnir af þessu tagi leiða aldrei neitt gott af sér.
Ég hef verið viðloðandi Kvartmíluna frá því ég man eftir mér, keppt, unnið með og fyrir klúbbinn endrum og eins, þekki marga í klúbbnum og alltaf hefur KK átt spes stað í huga mér og hjarta, það er fyrir þrautseigju örfárra einstaklinga að KK sé enn til í dag og eiga þeir menn og konur heiður skilið, þetta er ekki bara áhugamál fyrir marga, heldur lífsstíll,, ég er viss um að nokkrir hjónaskilnaðir hafi orðið bara út af Big-block græjunni í skúrnum sem fær að fara nokkur run á sumri.
en ég hef einnig mjög gaman að öllu öðru mótorsporti, hvort það sé í LIA eða ekki, og sportið á ekki að líða fyrir persónulegan ágreining manna á milli. Boðleiðirnar milli akstursíþróttana þurfa að opnast, menn þurfa að fara að anda með nefinu en ekki ofanda í leit að höggstað á náunganum.
atli már jóhannsson (nýgreiddur meðlimur í KK)