Kvartmílan > Almennt Spjall
110. Fundur Framkvæmdastjórnar ÍSÍ
Einar K. Möller:
Rakst á þetta á netinu... hvað varð um þetta apparat ?
3. Stjórn LÍA
Framkvæmdastjóri greindi frá viðræðum við fulltrúa LÍA og fulltrúa
samgönguráðuneytisins um tilnefningu ÍSÍ og samgönguráðuneytisins í
stjórn LÍA. Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkir fyrir sitt leyti að fulltrúar
áðurnefndra aðila í stjórn LÍA verði þeir Ágúst Ásgeirsson fyrrverandi
stjórnarmaður ÍSÍ og Ingólfur Arnarson núverandi formaður
Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ leggur áherslu á að tilnefning fulltrúa inn í stjórn
LÍA er fyrst og fremst gerð til að hjálpa til við að koma starfsemi
akstursíþrótta í gott horf með það að markmiði að ÍSÍ stofni sérsamband
um akstursíþróttir á næstu árum.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ leggur áherslu á að með tilnefningu fulltrúa í stjórn
LÍA er ÍSÍ ekki að taka ábyrgð á fjármálum LÍA.
Harry þór:
Þetta þykir mér vera nýjar fréttir,okkar ástkæri fyrrverandi formaður er stjórnarmaður í LÍA, sem sagt Ingólfur Arnarson er í stjórn LÍA.
Er þetta eitthvað sem allir vissu nema ég.
kv Harry
Dr.aggi:
Þetta er alveg nýtt fyrir mér.
Þetta verður Ingólfur að svara fyrir og uppfræða okkur ef það er eitthvað
fleirra sem hann hefur verið að bralla á bak við tjöldin.
Agnar H
Ingó:
Er ekki í stjórn LÍA og hef aldrei verið í stjórn LÍA.
kv Ingó.
p.s. Agnar + stjór ef þið hafið áhuga á því að kynna ykkur málin þá er það ef til vill best að spyrja.
Harry þór:
Sæll Ingó,hvernig skýrir þú þá þessa fundargerð þar sem ÍSÍ samþykkir þig sem fulltrúa í stjórn LÍA.
Fékk stjórn KK eitthvað erindi eða var beðið um umsögn vegna reglugerðarbreytinguna sem varð í feb 2005.
Var þeirri reglugerð mótmælt formlega þar sem LÍA fékk yfirráð yfir 4 hjóla keppnistækjum.
kv Harry
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version