Author Topic: Ótrúleg framkoma LÍA  (Read 24855 times)

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #20 on: April 28, 2006, 18:38:29 »
Það sem virðist gleymast svolítið í þessari umræðu er að "bílar", í víðtækasta skilningi þess orðs eru færir um hraðakstur, hvort sem það er á kvartmílubrautinni eða ártúnsbrekkunni.

Það er okkar markmið í klúbbnum að beina eigendum bíla og hjóla sem vilja keyra hratt  inn á lokuð svæði. LÍA,umferðarráð og FÍB virðast ekki kannast við að lokuð svæði til hraðaksturs séu til á íslandi.  

Þetta snýst um
 
 að venjulegt fólk á venjulegum bílum og hjólum geti komið óáreitt og án einhverra sérskilmála inná lokað svæði og keyrt hratt.

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #21 on: April 28, 2006, 19:35:22 »
Quote from: "maggifinn"
Það sem virðist gleymast svolítið í þessari umræðu er að "bílar", í víðtækasta skilningi þess orðs eru færir um hraðakstur, hvort sem það er á kvartmílubrautinni eða ártúnsbrekkunni.

Það er okkar markmið í klúbbnum að beina eigendum bíla og hjóla sem vilja keyra hratt  inn á lokuð svæði. LÍA,umferðarráð og FÍB virðast ekki kannast við að lokuð svæði til hraðaksturs séu til á íslandi.  

Þetta snýst um
 
 að venjulegt fólk á venjulegum bílum og hjólum geti komið óáreitt og án einhverra sérskilmála inná lokað svæði og keyrt hratt.
Það er bara gott mál en það bara verður að hafa leyfi sýslumanns og borga tryggingar og þá er þetta eins gott mál og það getur orðið!

HK RACING
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
persónulegt stríð HK RACING/HK RACING 2 við LÍA!
« Reply #22 on: April 28, 2006, 21:20:18 »
Sælir félagar. :x

Það var nú ekki ætlunin hjá mér að fara að geysast fram á ritvöllin núna.
En svona er það nú og get ég ekki orða bundist yfir þessum yfirgangi gömlu "lénsherrana", sem núna eru að láta að sér kveða meira en oft áður.
Þetta er nú sennilega að þeir séu orðnir peningaþurfi, enda nennir enginn að keppa hjá þeim lengur.
En hvað um það, þeir hafa kjaftatíkur í hverju horni og nota þá óspart í hlaupin og hér inn á netinu.
Mér fannst alltaf skrítið hvað einstaklingur sem skrifar undir "HK Racing" og "HK RACING 2" hefur verið duglegur að taka upp hanskann fyrir LÍA.
Samt segir hann alltaf að hann eigi óuppgerðar sakir við það batterí.
Já og aldrei skrifar hann undir nafni.
Samt sá ég þetta frá honum inn á nýum vef LÍA www.lia.is:


Tilvitnun:
"HK RACING



Skráður þann: 14 Jan 2006
Innlegg: 24

 Innlegg: Fös Apr 28, 2006 7:30 pm    Efni innleggs: Re: cvfd  

--------------------------------------------------------------------------------
 
Tilvitnun í póst sem HK RACING svaraði inn á LÍA vefnum.

"cr vtec skrifaði:
lia er bara rusl sem hefur tekist að skemma allt motorsport og að sjálfsögðu verða þeir að skemma þetta lika"
Tilvitnun lýkur.

Svar HK racing, tilvitnun:
 
"Heyrðu kúturinn minn viltu ekki vera maður og skrifa undir nafni,spurning um að þú takir að þér að sjá um þetta fyrir okkur,þú virðist geta gert þetta allt mikið betur!"

HK RACING "

Tilvitnun lýkur .

Já og aldrei skrifar þessi mæti maður sjálfur undir nafni.
Þetta virðast vera einkenni þeirra sem koma nálægt LÍA, þar verður allt að vera falið. :!:  
Eða er það ekki. :?:

HK RACING  :!:  það hlítur að vera dýrt fyrir þig að lifa og þurfa alltaf að borga fyrir báðar persónurnar sem þú virðist vera.
Þetta kallast víst að vera með tvískinnungshátt já eða bara undirferli.
Þú mátt ráða.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #23 on: April 28, 2006, 21:59:59 »
Þetta var ekki keppni heldur var aðeins verið að taka upp sjónvarpsefni fyrir kynningu á starfsemi kvartmíluklúbbsins í Kastljósi RÚV, og þá aðalega varðandi þá starsemi Kvartmíluklúbbsins að koma hraðakstri af götum bæjarins inn á lokuð svæði. Ástæða þessarar kynningar er að einhverra hluta vegna eða annarlega hvata Ólafs Guðmundssonar í sjónvarpsþættinum Kastljós á dögunum að gleyma að minnast á hinar vikulegu æfingar sem Kvartmíluklúbburinn hefur staðið fyrir yfir sumartímann í þrjú ár, fyrir almenning á einu löglegu sérsmíðuðu akstursíþróttabrautinni í eigu félagasamtaka með akstursíþróttir og akstursmenningu á sinni könnu á Íslandi til að stuðla að því að koma hraðakstri af götum bæjarins inn á lokuð og öruggari svæði.

Það er greinilega ekki markmið LÍA eða FÍB, allavega eftir þessa uppákomu að dæma.
Og þar af leiðandi ef einhver meining var í orðum Ólafs Guðmundssonar í þá veru í Kastljósinu um daginn þá er greinilegt að það er bara í orði en ekki á borði og sjálfsagt eina markmiðið að reyna að krækja í einhverja peninga frá hinu opinbera í LÍA hítina.

En þess má geta að heimild var fyrir þessari uppákomu frá aðstoðar lögreglustjóra Lögreglunar í Hafnarfirði Ólafi Emilsyni og er verið að athuga hvað fór úrskeiðis því samkvæmt reglugerð um akstursíþróttir segir svo : 15. gr.
Heimilt er lögreglustjóra að samþykkja ákveðin svæði til æfinga eða æfingarkeppni. Svæðið, svo og æfingar og æfingarkeppnir, skulu lúta yfirstjórn fulltrúa sem lögreglustjóri samþykkir. Leyfi til notkunar á slíku svæði skal háð samþykki sveitarstjórnar. Auk þess skal það bundið ákveðnum skilyrðum, t.d. að því er varðar merkingar á svæðinu og vátryggingu, svo og eftirlit og skipulag á æfingum og æfingarkeppnum.

Þar að leiðandi var allt löglegt hjá Kvartmíluklúbbnum.

Og fyrir hönd stjórnar Kvartmíluklúbbsins staðfesti ég hér vegna þessarar uppákomu mun Kvartmíluklúbburinn leggja inn harðorðaða kvörtun til ÍSÍ þess efnis að ingöngu LÍA í ÍSÍ verði vísað frá og að Kvartmíluklúbburinn muni aldrei koma að sérsambandi um akstursíþróttir innan ÍSÍ meðan LÍA komi á einkvern hátt að því.

LEGGJUM NIÐUR LÍA, STOFNUM SÉRSAMBAND UM AKSTURSÍÞRÓTTIR Í ÍSÍ.

Agnar H Arnarson
varaformaður Kvartmíluklúbbsins
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
framlag
« Reply #24 on: April 28, 2006, 22:06:53 »
Ef málið er að við þurfum hreinlega að fá okkur lögfræðinga til að kljást við þessa gaura, þá skal ég lofa 100.000 í lögfræðingasjóð.

kv Harry
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #25 on: April 28, 2006, 22:08:02 »
Sagði það áðan og segi það aftur... ég lofa peningum í þetta líka rétt eins og Harry.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #26 on: April 28, 2006, 22:11:55 »
Quote from: "Dr.aggi"
LEGGJUM NIÐUR LÍA, STOFNUM SÉRSAMBAND UM AKSTURSÍÞRÓTTIR Í ÍSÍ.

Agnar H Arnarson
varaformaður Kvartmíluklúbbsins


Sammála varaformanninum.
Halldór Jóhannsson

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: persónulegt stríð HK RACING/HK RACING 2 við LÍA!
« Reply #27 on: April 28, 2006, 23:02:45 »
Quote from: "429Cobra"
Sælir félagar. :x

Það var nú ekki ætlunin hjá mér að fara að geysast fram á ritvöllin núna.
En svona er það nú og get ég ekki orða bundist yfir þessum yfirgangi gömlu "lénsherrana", sem núna eru að láta að sér kveða meira en oft áður.
Þetta er nú sennilega að þeir séu orðnir peningaþurfi, enda nennir enginn að keppa hjá þeim lengur.
En hvað um það, þeir hafa kjaftatíkur í hverju horni og nota þá óspart í hlaupin og hér inn á netinu.
Mér fannst alltaf skrítið hvað einstaklingur sem skrifar undir "HK Racing" og "HK RACING 2" hefur verið duglegur að taka upp hanskann fyrir LÍA.
Samt segir hann alltaf að hann eigi óuppgerðar sakir við það batterí.
Já og aldrei skrifar hann undir nafni.
Samt sá ég þetta frá honum inn á nýum vef LÍA www.lia.is:


Tilvitnun:
"HK RACING



Skráður þann: 14 Jan 2006
Innlegg: 24

 Innlegg: Fös Apr 28, 2006 7:30 pm    Efni innleggs: Re: cvfd  

--------------------------------------------------------------------------------
 
Tilvitnun í póst sem HK RACING svaraði inn á LÍA vefnum.

"cr vtec skrifaði:
lia er bara rusl sem hefur tekist að skemma allt motorsport og að sjálfsögðu verða þeir að skemma þetta lika"
Tilvitnun lýkur.

Svar HK racing, tilvitnun:
 
"Heyrðu kúturinn minn viltu ekki vera maður og skrifa undir nafni,spurning um að þú takir að þér að sjá um þetta fyrir okkur,þú virðist geta gert þetta allt mikið betur!"

HK RACING "

Tilvitnun lýkur .

Já og aldrei skrifar þessi mæti maður sjálfur undir nafni.
Þetta virðast vera einkenni þeirra sem koma nálægt LÍA, þar verður allt að vera falið. :!:  
Eða er það ekki. :?:

HK RACING  :!:  það hlítur að vera dýrt fyrir þig að lifa og þurfa alltaf að borga fyrir báðar persónurnar sem þú virðist vera.
Þetta kallast víst að vera með tvískinnungshátt já eða bara undirferli.
Þú mátt ráða.
Æi greyið kallinn minn hefurðu ekki eitthvað þarfara að gera nú en að vera með svona bull,held að maður sem er Öryggisfulltrúi/skoðunarmaður KK hefði eitthvað betra við tíma sinn að gera eftir klúður undanfarin ár,HK RACING er nafn á keppnisliði mínu og hefur verið notað af mér í mörg ár og þekkja fleiri mig sem það heldur en Hilmar og er það ástæða þess að ég nota það frekar,og það að ég gangi erinda LÍA er nú ekki alveg satt en í þessu máli finnst mér að þeim vegið,en ég persónulega er bara frekar öryggissinnaður og er það eitthvað sem mér hefur fundist vanta uppá hjá KK,en það er bara mitt álit þó hef ég tekið eftir jákvæðum breytingum hjá ykkur sem er mjög góðs viti,en málið er að þegar er verið að hleypa 17 ára guttum uppá braut til að keyra á 200 þá þarf öryggi og tryggingar að vera til staðar ekki satt?
Hvað varðar HK RACING2 þá ættir þú að vita það að ég var skráður hér sem HK RACING en var bannaður fyrir að segja mitt álit og ættir þú að vita það manna best þar sem þú hringdir í mig og froðufelldir í símann en endaðir svo samtalið á að lofa að hringja í mig og láta mig vita um framgang  slyssins hjá Finnbirni en aldrei heyrði ég í þér aftur,Gott ef það varst ekki þú sem afhentir mér bikar þegar ég keppti í kvartmílu og þegar við sóttum bikarana var tekið gamla bikara og kroppað af "bracket 82"og rétt okkur ómerkt,það ber nú vott um metnað af ykkur!

Hilmar Bragi Þráinsson
Reykjavíkurvegur 30
S 822-8171
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #28 on: April 28, 2006, 23:07:13 »
spurning að endurgjalda þeim greiðann og kíkja á mótorsport hjá lía og kvarta og kveina :)
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #29 on: April 29, 2006, 00:48:41 »
HK racing kvaða klúður ? Við höfum engin alvarleg slys á okkar samvisku í þjrátíu ár . En hvað með ykkur LÍA menn ? Svaraðu nú ætlið þið að þegja af ykkur alvarleg slys?

Dauðinn er Dauðans alvara.

Agnar H
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #30 on: April 29, 2006, 03:03:09 »
Sælir Félagar.  :)

Já og þú líka Hilmar Þráinsson.
Þú gerir nú lítið annað en að finna að og ganga fram fyrir skjöldu hjá þínum uppáhalds félögum (hverjir sem þeir nú eru).
Ég ætla nú samt að reyna að svara þér efnislega, sem ég vona að þú vitir hvað er, ekki satt. :roll:
Það er satt ég hef ekki haft samband við þig vegna "Kryppuslyssins" og er það einfaldlega vegna þess að ég hef ekki fengið að vita úrskurðinn sem Ólafur Guðmundsson pantaði frá rannsóknarnefnd umferðaslysa, en sú nefnd vinnur alla jafna ekki í slysum nema dauðaslysum.
En þar sem Ólafur fór fram á þessa rannsókn var það gert sérstaklega fyrir hann.
Og þá værir þú kannski betur í stakk búinn sem fullgildur meðlimur og snattari fyrir LÍA að fræða mig á því að hverju þeir hafa komist , því ekki hef ég neitt fengið að vita.
Og hafðu staðreyndirnar á hreinu, ég er til að mynda hvorki öryggisfulltrúi né skoðunarmaður KK, né hef nokkuð að gera með keppnishald í sumar.
En þar sem ég þýddi öryggisreglur KK þá er mér ljúft að skýra þér frá því að þær eru þær sömu og hjá FIA sem fær sínar reglur hjá NHRA í Bandaríkjunum (sjá www.fia.com).
KK er meira að segja strangari en FIA krefst.
FIA krefst hjálms í 13,99sek!!, veltigrindar í 11,49sek og veltibúrs í 9,99sek.
Þegar ökutæki er hinns vegar komið niður fyrir 8,499sek taka við sérstakar smíðareglur frá SFI Foundation.
Þær reglur hefur Kvartmíluklúbburinn með höndum og er farð eftir þeim.
Ég held að þú ættir að spyrja þína menn um banaslysið á Sauðárkróki og líka um slysið í torfærunni þegar skipting sprakk.
Af hverju var ekki sprengihlífin yfir skiptingunni, var nóg að hún lægi laus í bílnum.
Það væri líka gaman að vita af hverju rall ökumenn stöðvuðu ekki bíla sína við slys sem varð á Reykjanesi?
Gætu hugsast að keppnishaldari í ralli og LÍA hafi "gleymt" að gera leiðabók eins og reglur kveða á um eða jafnvel ekki frætt ökumenn um hvernig þeir ættu að nota hana!?.
Ég held að við ættum ekki að vera að tala um slys í akstursíþróttum hérna.
Þau eru viðkvæm mál fyrir hlutaðeigandi einstaklinga og heyra fortíðinni til.
Ég vona samt að allir hafi lært sitt af slysum gegnum tíðina og vona innilega að þau eigi ekki eftir að verða fleiri hvað svo sem sportið heitir.
Hvað varðar unga ökumenn þá er sennilega ekkert öruggara fyrir þá en að aka eftir beinni og breiðri braut 402metra og hafa síðan 550metra til að stöðva sig.
Það eru ekki margir sem að ná 200km hraða en þó nokkrir.
En ef þú vilt meiri öryggiskröfur þá verður þú að hafa samband við FIA og heimta svoleiðis.
Það er örugglega hægt að finna póstfangið hjá Max Mosley forseta FIA fyrir þig.
Annars er ég nokkuð viss um að Ólafur Guðmundsson man það og getur látið þér það í té.

Meðan KK var en í LÍA þá aflétti LÍA þeirri kvöð af okkur að við þyrftum að vera með sjúkrabíl, á þeirri forsendu að viðbragðstími bílsins væri það góður að hans þyrfti ekki með, aðeins þyrfti að tilkynna það til slökkviliðs Hafnarfjarðar fyrir keppni hvenær hún byrjaði og hvenær hún myndi verða búinn.
Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður við slökkviliðið og lögðu þeir einnig til hvaða búnaður yrði keyptur sem gert var í samvinnu við Guðmund Guðlaugsson (þáverandi) slysavarnarlækni sem það sumar starfaði á brautinni í keppnum.
Þegar Rallycross  brautin var síðan smíðuð og tekin í notkunn þurftu þeir að vera með sjúkrabíl, vegna þess fjölda sem var af bílum í braut hverju sinni.
Heimtuðu þá keppnishaldarar að KK þyrfti að gera það sama þó svo að aðstæður væru allt öðruvísi í spyrnukeppni.
Í nokkur ár hefur klúbburinn verið með eigin öryggisbíl sem lærðir og reyndir starfandi sjúkrafluttningamenn hafa haft yfirumsjón með, og er hann búinn öllum þeim tækjum sem talin eru af þessum mönnum nauðsinleg.
Ég ætla ekki að fara að rengja þá því þeir hafa hlotið bestu þjálfun sem völ er á, hver vill síðan vera að rengja menn sem eru þjálfaðir hjá NASA við að taka á móti Geimskutlu.
Nú þó svo að það gleðji mig mikið að sjá að þú hefur komið út úr skápnum og skrifir nú undir fullu nafni, þó að þú sért enn þá eitthvað argur sem ekki er nema von þá ertu þó orðinn maður með mönnum.
Og er það bara hið besta mál og vonandi allir sammála um það.
Líka ert þú búinn að sýna það að þú ásamt þínum félögum í framvarðasveit LÍA viljið hafa götuspyrnur á götunni og aðrar á brautinni.
Þar kemur okkur til með að greina á, sem ekkert er skrítið.
Þar sem ég vil fá þessa 17 ára plús, ökumenn á brautina, en þú villt að mér sýnist hafa þá á þjóðvegum og götum.
Ég horfi þar til framtíðar og hef reynslu fortíðar með mér til að læra af, ekki til að velta mér upp úr bara til að auka á eymd þolenda sem yfirleitt er nóg fyrir.
Hvað varðar að þú varst bannaður á þessu spjalli þá var það ekki mín ákvörðun eða fyrir minn tilverknað svo að um það verður þú að leyta annað.
Ég er meðmæltur mál, rit og almennu tjáningafrelsi, en með því kemur ábyrgð og hana verða allir að axla sem skrifa í einhvern fjölmiðil hvort sem að hann er á netinu eða annarstaðar.
Eins er stjórnendum svona spjallrása lögð sama ábyrgð á hendur og ritstjórum prent og/eða ljósvakamiðla um það að vera ekki að banna mönnum að hafa sínar skoðanir.
Ég vona því að Hilmar verði ekki bannaður á þessu spjalli fyrir sínar skoðanir þó svo að ég og fleiri séum ekki sammála honum.
Hvar væri pólitík ef allir væru sammála???
Hinns vegar að vera að velta sér upp úr ógæfu annara hvort sem það er slys eða eitthvað annað þá má vikomandi í fyrsta lagi skammast sín og byðjast afsökunar og síðan má taka ákvörðun um bann, að vel athuguðu máli.
Ég vona þó að flestir séu mér sammála í þessu.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline XieXie

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 24
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #31 on: April 29, 2006, 09:20:00 »
Eg er alveg sammala!
Gott bref, vona ad flestir hafi lesid thad.

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #32 on: April 29, 2006, 11:33:24 »
Quote from: "429Cobra"
Sælir Félagar.  :)

Já og þú líka Hilmar Þráinsson.
Þú gerir nú lítið annað en að finna að og ganga fram fyrir skjöldu hjá þínum uppáhalds félögum (hverjir sem þeir nú eru).
Ég ætla nú samt að reyna að svara þér efnislega, sem ég vona að þú vitir hvað er, ekki satt. :roll:
Það er satt ég hef ekki haft samband við þig vegna "Kryppuslyssins" og er það einfaldlega vegna þess að ég hef ekki fengið að vita úrskurðinn sem Ólafur Guðmundsson pantaði frá rannsóknarnefnd umferðaslysa, en sú nefnd vinnur alla jafna ekki í slysum nema dauðaslysum.
En þar sem Ólafur fór fram á þessa rannsókn var það gert sérstaklega fyrir hann.
Og þá værir þú kannski betur í stakk búinn sem fullgildur meðlimur og snattari fyrir LÍA að fræða mig á því að hverju þeir hafa komist , því ekki hef ég neitt fengið að vita.
Og hafðu staðreyndirnar á hreinu, ég er til að mynda hvorki öryggisfulltrúi né skoðunarmaður KK, né hef nokkuð að gera með keppnishald í sumar.
En þar sem ég þýddi öryggisreglur KK þá er mér ljúft að skýra þér frá því að þær eru þær sömu og hjá FIA sem fær sínar reglur hjá NHRA í Bandaríkjunum (sjá www.fia.com).
KK er meira að segja strangari en FIA krefst.
FIA krefst hjálms í 13,99sek!!, veltigrindar í 11,49sek og veltibúrs í 9,99sek.
Þegar ökutæki er hinns vegar komið niður fyrir 8,499sek taka við sérstakar smíðareglur frá SFI Foundation.
Þær reglur hefur Kvartmíluklúbburinn með höndum og er farð eftir þeim.
Ég held að þú ættir að spyrja þína menn um banaslysið á Sauðárkróki og líka um slysið í torfærunni þegar skipting sprakk.
Af hverju var ekki sprengihlífin yfir skiptingunni, var nóg að hún lægi laus í bílnum.
Það væri líka gaman að vita af hverju rall ökumenn stöðvuðu ekki bíla sína við slys sem varð á Reykjanesi?
Gætu hugsast að keppnishaldari í ralli og LÍA hafi "gleymt" að gera leiðabók eins og reglur kveða á um eða jafnvel ekki frætt ökumenn um hvernig þeir ættu að nota hana!?.
Ég held að við ættum ekki að vera að tala um slys í akstursíþróttum hérna.
Þau eru viðkvæm mál fyrir hlutaðeigandi einstaklinga og heyra fortíðinni til.
Ég vona samt að allir hafi lært sitt af slysum gegnum tíðina og vona innilega að þau eigi ekki eftir að verða fleiri hvað svo sem sportið heitir.
Hvað varðar unga ökumenn þá er sennilega ekkert öruggara fyrir þá en að aka eftir beinni og breiðri braut 402metra og hafa síðan 550metra til að stöðva sig.
Það eru ekki margir sem að ná 200km hraða en þó nokkrir.
En ef þú vilt meiri öryggiskröfur þá verður þú að hafa samband við FIA og heimta svoleiðis.
Það er örugglega hægt að finna póstfangið hjá Max Mosley forseta FIA fyrir þig.
Annars er ég nokkuð viss um að Ólafur Guðmundsson man það og getur látið þér það í té.

Meðan KK var en í LÍA þá aflétti LÍA þeirri kvöð af okkur að við þyrftum að vera með sjúkrabíl, á þeirri forsendu að viðbragðstími bílsins væri það góður að hans þyrfti ekki með, aðeins þyrfti að tilkynna það til slökkviliðs Hafnarfjarðar fyrir keppni hvenær hún byrjaði og hvenær hún myndi verða búinn.
Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður við slökkviliðið og lögðu þeir einnig til hvaða búnaður yrði keyptur sem gert var í samvinnu við Guðmund Guðlaugsson (þáverandi) slysavarnarlækni sem það sumar starfaði á brautinni í keppnum.
Þegar Rallycross  brautin var síðan smíðuð og tekin í notkunn þurftu þeir að vera með sjúkrabíl, vegna þess fjölda sem var af bílum í braut hverju sinni.
Heimtuðu þá keppnishaldarar að KK þyrfti að gera það sama þó svo að aðstæður væru allt öðruvísi í spyrnukeppni.
Í nokkur ár hefur klúbburinn verið með eigin öryggisbíl sem lærðir og reyndir starfandi sjúkrafluttningamenn hafa haft yfirumsjón með, og er hann búinn öllum þeim tækjum sem talin eru af þessum mönnum nauðsinleg.
Ég ætla ekki að fara að rengja þá því þeir hafa hlotið bestu þjálfun sem völ er á, hver vill síðan vera að rengja menn sem eru þjálfaðir hjá NASA við að taka á móti Geimskutlu.
Nú þó svo að það gleðji mig mikið að sjá að þú hefur komið út úr skápnum og skrifir nú undir fullu nafni, þó að þú sért enn þá eitthvað argur sem ekki er nema von þá ertu þó orðinn maður með mönnum.
Og er það bara hið besta mál og vonandi allir sammála um það.
Líka ert þú búinn að sýna það að þú ásamt þínum félögum í framvarðasveit LÍA viljið hafa götuspyrnur á götunni og aðrar á brautinni.
Þar kemur okkur til með að greina á, sem ekkert er skrítið.
Þar sem ég vil fá þessa 17 ára plús, ökumenn á brautina, en þú villt að mér sýnist hafa þá á þjóðvegum og götum.
Ég horfi þar til framtíðar og hef reynslu fortíðar með mér til að læra af, ekki til að velta mér upp úr bara til að auka á eymd þolenda sem yfirleitt er nóg fyrir.
Hvað varðar að þú varst bannaður á þessu spjalli þá var það ekki mín ákvörðun eða fyrir minn tilverknað svo að um það verður þú að leyta annað.
Ég er meðmæltur mál, rit og almennu tjáningafrelsi, en með því kemur ábyrgð og hana verða allir að axla sem skrifa í einhvern fjölmiðil hvort sem að hann er á netinu eða annarstaðar.
Eins er stjórnendum svona spjallrása lögð sama ábyrgð á hendur og ritstjórum prent og/eða ljósvakamiðla um það að vera ekki að banna mönnum að hafa sínar skoðanir.
Ég vona því að Hilmar verði ekki bannaður á þessu spjalli fyrir sínar skoðanir þó svo að ég og fleiri séum ekki sammála honum.
Hvar væri pólitík ef allir væru sammála???
Hinns vegar að vera að velta sér upp úr ógæfu annara hvort sem það er slys eða eitthvað annað þá má vikomandi í fyrsta lagi skammast sín og byðjast afsökunar og síðan má taka ákvörðun um bann, að vel athuguðu máli.
Ég vona þó að flestir séu mér sammála í þessu.
Það er greinilegt að við vöðum báðir í villu!Ég veit greinilega ekki nógu mikið um ykkar mál og þið ekki um mál LÍA og aðildarklúbba!Ég skla kryfja niður nokkur af þessum atriðum sem þú talar um;í fyrsta lagi hvað varðar banaslysið á Sauðárkróki var ekkert gert rangt,Gokart bíll einfaldlega valt á braut og rifnaði slagæð í hálsi ökumanns og var ekkert hægt að gera og skilst mér að þó það hefði gerst á planinu fyrir utan sjúkrahúsið hefði ekki verið hægt að bjarga lífi hans,en tek það fram að ég hef ekki allar upplýsingar um það mál!
Í öðru lagi hvað varðar sprengihlífina í torfærubílnum þá skilst mér að skipt hafi verið um skiptingu í miðri keppni og hafi frágangur á sprengihlíf ekki verið fullnægjandi en bílar eru aðeins skoðaðir fyrir keppni en ekki milli hverra ferða!
Hvað varðar slysið á Reykjanesi get ég sagt þér með fullri vissu að það var EIN áhöfn sem keyrði fram hjá einfaldlega vegna þess að þeir sáu ökumenn vera komna útúr bílnum og reiknuðu ekki með að þeir þyrftu aðstoð en þegar næstu bílar komu voru þeir stoppaðir af ökumanni oltna bílsins og þetta veit ég þar sem ég var einn af þeim sem stoppuðu,en þess ber að geta að engin slys voru á mönnum heldur var aðstoðarökumaðurinn í taugaáfalli en réttast þótti að senda hann á sjúkrahús til athugunar,hvað varðar ummæli þín að LÍA hafi gleymt að búa til leiðabækur er það varla svaravert en ætla ég samt að svara því þar sem þú virðist halda að LÍA haldi rallkeppnir,Allir voru með leiðabækur eins og í öllum röllum sem ég hef keppt í og er það ekki verk LÍA að gera þær þar sem þeir halda ekki rall heldur eru það klúbbarnir sem halda keppninrnar og í þessu tilfelli var það AIFS!Ég biðst forláts að hafa titlað þig Öryggisfulltrúa/skoðunarmann KK ef þú ert það ekki,mér skildist það bara á þér þegar þú hringdir í mig eftir kryppuslysið en getur verið að mér hafi misheyrst þar sem æsingur þinn og bræði var svo mikil að það gæti verið að ég hafi misskilið þig!Og hvað varðar ummæli þín að ég sé fullgildur meðlimur LÍA og snattari þá get ég svarað þér því að ég er EKKI meðlmur LÍA og verð það ekki í bráð og hvað þá snattari þar sem ég hef ekki rætt við stjórnarmenn LÍA í eitt og hálft ár!Hvað varðar að velta sér uppúr ógæfu annara þá var ekki svo í kryppuslysinu þá var einungis verið að ræða hvað hefði farið úrskeiðis og hvað hefði betur mátt fara í öryggismálum svona til að tryggja að slíkt myndi ekki endurtaka sig en það virðist vera bannorð hjá þeim sem stjórna spjallinu því bann fékk ég fyrir!Ég veit fullvel að ekki þarf sjúkrabíl á keppnum en það hafur verið regla hjá okkur í AÍK að láta vita þegar við höldum keppni svo sjúkraflutningamenn geti verið viðbúnir og viti hvar brautin okkar er!Það er ekki nóg að tala um hvað það er gott að ungir ökumenn komi og keyri hjá ykkur því það er fínt en það er spurning um starfsmenn og áhorfendur sem verða líka að vera tryggðir ef eitthvað kemur uppá,Og að lokum finnst mér einkennilegt að þú bendir bara á annað í stað þess reyna að rökræða hvort leyfi og tryggingar hafi verið í lagi fyrir fimmtudagskvöldið en það virðist vera eitthvað vandamál að svara því og koma með góð rök fyrir því!

Hilmar  B Þráinsson(sem er ekki meðlimur LÍA)
HK RACING
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #33 on: April 29, 2006, 11:35:55 »
Gleymdi að segja að það er ekki minn vilji að hafa spyrnur á götum borgarinnar en ef KKhefur ekki leyfi né gerir hlutina löglega þá eru þeir litlu skárri en þeir sem fara útá Granda að spyrna!

HK RACING
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline 4x4.is

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 8
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #34 on: April 29, 2006, 12:14:40 »
Sælir allir.
1. Þetta verður langur póstur.
2. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað er gamall texti sem virkar ekki.
3. H.K.Racing þú fórst rangt með. Eftir því sem ég best veit var sá sem slasaðist þegar skiptingin sprakk búinn að skipta um skiptingu fyrir keppni og þar sem sprengihlífin af Powerglide passaði ekki beint á 350 skiptinguna sem fannst notuð var hlífinni sleppt. Það sýnir að það eru líka vitleysingar að keppa hjá LÍA. Slysið var að mínu mati það að skoðunarmaðurinn sá ekki að hlífina vantaði og hafði meiri trú á okkur keppendum en það að við værum að svindla á öryggisatriðum.
4. Hver stoppaði aksturinn á brautinni?
Eruð þið að reyna að fá einhvern til að trúa því að LÍA hafi stoppað hann?
Ég held að til að fá að halda æfingar / Keppni / tímatökur þurfi að hafa leyfi og tryggingar í lagi.
Þennan póst fékk ég frá KK í fyrra:
Kæru keppendur og æfendur með ökutæki á númerum, nú þegar keppnisleyfi hefur verið endurnýjað hjá LÍA hafa þeir sett þá skilmála í leyfið að allir þeir sem keyri á bílum með númer hafi svokallaðan tryggingarviðauka frá sínu tryggingafélagi. Þessi viðauki kostar venjulega ekki neitt svo vítt sem ég veit, aðeins þarf að biðja um að fá þessu bætt við. Svo þarf að koma með staðfestingu á þessu til okkar í keppnisstjórn eða á æfingum um leið og menn melda sig inn. Endilega hringja í tryggingafélagið og biðja um viðauka í ábyrgðartrygginguna vegna keppni og æfinga á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni tímabilið maí til október, eða bara allt árið það skiftir engu.
Kv. Nóni

Mér finnst þetta ekki neitt ægilegur yfirgangur hjá LÍA. Þarna kemur líka fram að leyfi hafi verið fengið hjá LÍA og ég veit ekki til þess að það hafi þurft að borga fyrir það.
Eflaust kostar eitthvað að tryggja svona uppákomur en ef maður hugsar aðeins málið þá er út í hött að taka séns á því að vera ótryggður ef eitthvað kemur fyrir.
Ég mæli með því að fyrir næstu uppákomu verði sótt um leyfi hjá LÍA og fengnar allar upplýsingar um hvað þarf að hafa af pappírum til að allt gangi upp.
Ef LÍA hefur bent lögreglu á að eitthvað hafi vantað til að þið mættuð keyra, þá hefur eitthvað vantað, og sá sem stóð fyrir þessu hlýtur að passa upp á að hafa allt í lagi næst.
5. Kvartmíluklúbburinn er að gera góða hluti með því að reyna að fjarlægja kappakstur af götum en LÍA er að gera fullt af góðum hlutum líka.
6. Það væri snilld ef Kvartmíluklúbburinn væri með tryggingar fyrir skemmdarverkum sem félagar í klúbbnum valda eftir að vera stoppaðir fyrir ólöglegar uppákomur á brautinni. Er einhver sem vill taka ábyrgð á þeim?

Ég er búinn með tímann sem ég hef til að skrifa í bili og gleymi eflaust einhverju en það kemur í ljós.

Kveðja,
 Ragnar Róbertsson
  s: 6624444
   4x4@4x4.is
    www.4x4.is

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #35 on: April 29, 2006, 12:50:11 »
Quote from: "4x4.i"
Sælir allir.
1. Þetta verður langur póstur.
2. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað er gamall texti sem virkar ekki.
3. H.K.Racing þú fórst rangt með. Eftir því sem ég best veit var sá sem slasaðist þegar skiptingin sprakk búinn að skipta um skiptingu fyrir keppni og þar sem sprengihlífin af Powerglide passaði ekki beint á 350 skiptinguna sem fannst notuð var hlífinni sleppt. Það sýnir að það eru líka vitleysingar að keppa hjá LÍA. Slysið var að mínu mati það að skoðunarmaðurinn sá ekki að hlífina vantaði og hafði meiri trú á okkur keppendum en það að við værum að svindla á öryggisatriðum.
4. Hver stoppaði aksturinn á brautinni?
Eruð þið að reyna að fá einhvern til að trúa því að LÍA hafi stoppað hann?
Ég held að til að fá að halda æfingar / Keppni / tímatökur þurfi að hafa leyfi og tryggingar í lagi.
Þennan póst fékk ég frá KK í fyrra:
Kæru keppendur og æfendur með ökutæki á númerum, nú þegar keppnisleyfi hefur verið endurnýjað hjá LÍA hafa þeir sett þá skilmála í leyfið að allir þeir sem keyri á bílum með númer hafi svokallaðan tryggingarviðauka frá sínu tryggingafélagi. Þessi viðauki kostar venjulega ekki neitt svo vítt sem ég veit, aðeins þarf að biðja um að fá þessu bætt við. Svo þarf að koma með staðfestingu á þessu til okkar í keppnisstjórn eða á æfingum um leið og menn melda sig inn. Endilega hringja í tryggingafélagið og biðja um viðauka í ábyrgðartrygginguna vegna keppni og æfinga á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni tímabilið maí til október, eða bara allt árið það skiftir engu.
Kv. Nóni

Mér finnst þetta ekki neitt ægilegur yfirgangur hjá LÍA. Þarna kemur líka fram að leyfi hafi verið fengið hjá LÍA og ég veit ekki til þess að það hafi þurft að borga fyrir það.
Eflaust kostar eitthvað að tryggja svona uppákomur en ef maður hugsar aðeins málið þá er út í hött að taka séns á því að vera ótryggður ef eitthvað kemur fyrir.
Ég mæli með því að fyrir næstu uppákomu verði sótt um leyfi hjá LÍA og fengnar allar upplýsingar um hvað þarf að hafa af pappírum til að allt gangi upp.
Ef LÍA hefur bent lögreglu á að eitthvað hafi vantað til að þið mættuð keyra, þá hefur eitthvað vantað, og sá sem stóð fyrir þessu hlýtur að passa upp á að hafa allt í lagi næst.
5. Kvartmíluklúbburinn er að gera góða hluti með því að reyna að fjarlægja kappakstur af götum en LÍA er að gera fullt af góðum hlutum líka.
6. Það væri snilld ef Kvartmíluklúbburinn væri með tryggingar fyrir skemmdarverkum sem félagar í klúbbnum valda eftir að vera stoppaðir fyrir ólöglegar uppákomur á brautinni. Er einhver sem vill taka ábyrgð á þeim?

Ég er búinn með tímann sem ég hef til að skrifa í bili og gleymi eflaust einhverju en það kemur í ljós.

Kveðja,
 Ragnar Róbertsson
  s: 6624444
   4x4@4x4.is
    www.4x4.is
Jæja ég hef fengið rangar upplýsingar með það,enda hef ég ekki verið mikið viðloðinn torfæruna lengi og er það alveg satt að það eru vitleysingjar allstaðar og erum við sennilega ekki barnanna bestir!

HK RACING
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Var KK með ólöglegt athæfi á Kvartmílubrautinni
« Reply #36 on: April 29, 2006, 12:51:06 »
Sælir,
Öll leyfi voru til staðar sem krafist er:

Það skal tekið fram að þessi myndatöku athöfn var ekki keppni. Aðeins aðrar reglur gilda um keppnir og þar hefur L'IA náð að troða inn klausu um að þeir skuli einnig gefa keppnisleyfi(sem ég er ekki búin að skilja enn) hvað um það.

Öll íþróttafélög innan 'IS'I eru tryggð í gegnum tryggingapakka 'IS'I þar á meðal KK. þannig að KK voru ekki ólöglegir af því.

En þess má geta að heimild var fyrir þessari uppákomu frá aðstoðar lögreglustjóra Lögreglunar í Hafnarfirði Ólafi Emilsyni og er verið að athuga hvað fór úrskeiðis því samkvæmt reglugerð um akstursíþróttir segir svo : 15. gr.
Heimilt er lögreglustjóra að samþykkja ákveðin svæði til æfinga eða æfingarkeppni. Svæðið, svo og æfingar og æfingarkeppnir, skulu lúta yfirstjórn fulltrúa sem lögreglustjóri samþykkir. Leyfi til notkunar á slíku svæði skal háð samþykki sveitarstjórnar. Auk þess skal það bundið ákveðnum skilyrðum, t.d. að því er varðar merkingar á svæðinu og vátryggingu, svo og eftirlit og skipulag á æfingum og æfingarkeppnum.

'Abyrgir aðilar innan KK voru ábyrgir fyrir þessari uppákomu (lögreglan þekkir það og efast ekki um hæfni KK manna til að halda æfingar á brautinni)  Þeir sem koma á Kvartmílubrautina sjá að áhorfendur eru á öruggum stað afgirtu svæði. allt vel útfært með öryggið í fyrirrúmi.

Ekki er skilt að hafa sjúkrabíl á staðnum við æfingar eða keppnir,vegna tímaramma sjúkrabíla, en þeir eru það snöggir að kvartmílubrautinni.

Þar af leiðandi var allt löglegt hjá Kvartmíluklúbbnum.

Vonandi svarar þetta einhverju.

'I framhaldi spyr ég: hvað er L'IA að gera með þessu upphlaupi að siga lögreglunni á okkur?  er þeim svona umhugað um okkur? Það sem virðist standa uppúr í þeirra huga er að KK hafi brotið reglugerð! já brotið reglugerð það skipti öllu í þeirra huga. Hvað um það starf sem KK er að gera,skiptir það ekki megin máli? Reglugerð var ekki brotin.

Gretar Franksson
Gretar Franksson.

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
LÍA
« Reply #37 on: April 29, 2006, 13:21:34 »
Sælir aftur. Getur einhver svarað mér því hvort LÍA sé nauðsynlegt í ferlinu hvort KK geti haldið keppni/æfingu?

Við héldum margar keppnir í mörg ár eftir að við gengum úr LÍA og allt gekk vel og svo allt í einu í fyrra poppaði LÍA upp með einhverskonar tangarhald á okkur.

Hvað gerðist ?

kv Harry
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline 4x4.is

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 8
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #38 on: April 29, 2006, 13:34:04 »
Spyr sá sem ekki veit.
Öll íþróttafélög innan 'IS'I eru tryggð í gegnum tryggingapakka 'IS'I þar á meðal KK. þannig að KK voru ekki ólöglegir af því.
Ég hafði heyrt að bílaklúbbar væru ekki í ÍSÍ, eruð þið með pappíra um að KK sé í ÍSÍ? Ég vil nefnilega heyra frá báðum hliðum og meta söguna svo sjálfur.
En með tryggingar. Gefum okkur að bíll hefði farið útaf á 120 km/h þarna og lent á áhorfenda. Hver er ábyrgur ef sá sem stendur fyrir atburðinum er ekki með tryggingu?
Ég er ekki að skrifa hér af því mig langar að rífast svo ekki taka það þannig.
Kveðja,
 Ragnar Róbertsson
  s: 6624444
   4x4@4x4.is
    www.4x4.is

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
ÍSÍ
« Reply #39 on: April 29, 2006, 13:41:07 »
Sæll Ragnar,svo það sé alveg ljós þá er KK í ÍBH og þar af leiðandi í ÍSÍ.

kv Harry
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph