Sælir Félagar.
Já og þú líka Hilmar Þráinsson.
Þú gerir nú lítið annað en að finna að og ganga fram fyrir skjöldu hjá þínum uppáhalds félögum (hverjir sem þeir nú eru).
Ég ætla nú samt að reyna að svara þér efnislega, sem ég vona að þú vitir hvað er, ekki satt.
Það er satt ég hef ekki haft samband við þig vegna "Kryppuslyssins" og er það einfaldlega vegna þess að ég hef ekki fengið að vita úrskurðinn sem Ólafur Guðmundsson pantaði frá rannsóknarnefnd umferðaslysa, en sú nefnd vinnur alla jafna ekki í slysum nema dauðaslysum.
En þar sem Ólafur fór fram á þessa rannsókn var það gert sérstaklega fyrir hann.
Og þá værir þú kannski betur í stakk búinn sem fullgildur meðlimur og snattari fyrir LÍA að fræða mig á því að hverju þeir hafa komist , því ekki hef ég neitt fengið að vita.
Og hafðu staðreyndirnar á hreinu, ég er til að mynda hvorki öryggisfulltrúi né skoðunarmaður KK, né hef nokkuð að gera með keppnishald í sumar.
En þar sem ég þýddi öryggisreglur KK þá er mér ljúft að skýra þér frá því að þær eru þær sömu og hjá FIA sem fær sínar reglur hjá NHRA í Bandaríkjunum (sjá
www.fia.com).
KK er meira að segja strangari en FIA krefst.
FIA krefst hjálms í 13,99sek!!, veltigrindar í 11,49sek og veltibúrs í 9,99sek.
Þegar ökutæki er hinns vegar komið niður fyrir 8,499sek taka við sérstakar smíðareglur frá SFI Foundation.
Þær reglur hefur Kvartmíluklúbburinn með höndum og er farð eftir þeim.
Ég held að þú ættir að spyrja þína menn um banaslysið á Sauðárkróki og líka um slysið í torfærunni þegar skipting sprakk.
Af hverju var ekki sprengihlífin yfir skiptingunni, var nóg að hún lægi laus í bílnum.
Það væri líka gaman að vita af hverju rall ökumenn stöðvuðu ekki bíla sína við slys sem varð á Reykjanesi?
Gætu hugsast að keppnishaldari í ralli og LÍA hafi "gleymt" að gera leiðabók eins og reglur kveða á um eða jafnvel ekki frætt ökumenn um hvernig þeir ættu að nota hana!?.
Ég held að við ættum ekki að vera að tala um slys í akstursíþróttum hérna.
Þau eru viðkvæm mál fyrir hlutaðeigandi einstaklinga og heyra fortíðinni til.
Ég vona samt að allir hafi lært sitt af slysum gegnum tíðina og vona innilega að þau eigi ekki eftir að verða fleiri hvað svo sem sportið heitir.
Hvað varðar unga ökumenn þá er sennilega ekkert öruggara fyrir þá en að aka eftir beinni og breiðri braut 402metra og hafa síðan 550metra til að stöðva sig.
Það eru ekki margir sem að ná 200km hraða en þó nokkrir.
En ef þú vilt meiri öryggiskröfur þá verður þú að hafa samband við FIA og heimta svoleiðis.
Það er örugglega hægt að finna póstfangið hjá Max Mosley forseta FIA fyrir þig.
Annars er ég nokkuð viss um að Ólafur Guðmundsson man það og getur látið þér það í té.
Meðan KK var en í LÍA þá aflétti LÍA þeirri kvöð af okkur að við þyrftum að vera með sjúkrabíl, á þeirri forsendu að viðbragðstími bílsins væri það góður að hans þyrfti ekki með, aðeins þyrfti að tilkynna það til slökkviliðs Hafnarfjarðar fyrir keppni hvenær hún byrjaði og hvenær hún myndi verða búinn.
Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður við slökkviliðið og lögðu þeir einnig til hvaða búnaður yrði keyptur sem gert var í samvinnu við Guðmund Guðlaugsson (þáverandi) slysavarnarlækni sem það sumar starfaði á brautinni í keppnum.
Þegar Rallycross brautin var síðan smíðuð og tekin í notkunn þurftu þeir að vera með sjúkrabíl, vegna þess fjölda sem var af bílum í braut hverju sinni.
Heimtuðu þá keppnishaldarar að KK þyrfti að gera það sama þó svo að aðstæður væru allt öðruvísi í spyrnukeppni.
Í nokkur ár hefur klúbburinn verið með eigin öryggisbíl sem lærðir og reyndir starfandi sjúkrafluttningamenn hafa haft yfirumsjón með, og er hann búinn öllum þeim tækjum sem talin eru af þessum mönnum nauðsinleg.
Ég ætla ekki að fara að rengja þá því þeir hafa hlotið bestu þjálfun sem völ er á, hver vill síðan vera að rengja menn sem eru þjálfaðir hjá NASA við að taka á móti Geimskutlu.
Nú þó svo að það gleðji mig mikið að sjá að þú hefur komið út úr skápnum og skrifir nú undir fullu nafni, þó að þú sért enn þá eitthvað argur sem ekki er nema von þá ertu þó orðinn maður með mönnum.
Og er það bara hið besta mál og vonandi allir sammála um það.
Líka ert þú búinn að sýna það að þú ásamt þínum félögum í framvarðasveit LÍA viljið hafa götuspyrnur á götunni og aðrar á brautinni.
Þar kemur okkur til með að greina á, sem ekkert er skrítið.
Þar sem ég vil fá þessa 17 ára plús, ökumenn á brautina, en þú villt að mér sýnist hafa þá á þjóðvegum og götum.
Ég horfi þar til framtíðar og hef reynslu fortíðar með mér til að læra af, ekki til að velta mér upp úr bara til að auka á eymd þolenda sem yfirleitt er nóg fyrir.
Hvað varðar að þú varst bannaður á þessu spjalli þá var það ekki mín ákvörðun eða fyrir minn tilverknað svo að um það verður þú að leyta annað.
Ég er meðmæltur mál, rit og almennu tjáningafrelsi, en með því kemur ábyrgð og hana verða allir að axla sem skrifa í einhvern fjölmiðil hvort sem að hann er á netinu eða annarstaðar.
Eins er stjórnendum svona spjallrása lögð sama ábyrgð á hendur og ritstjórum prent og/eða ljósvakamiðla um það að vera ekki að banna mönnum að hafa sínar skoðanir.
Ég vona því að Hilmar verði ekki bannaður á þessu spjalli fyrir sínar skoðanir þó svo að ég og fleiri séum ekki sammála honum.
Hvar væri pólitík ef allir væru sammála???
Hinns vegar að vera að velta sér upp úr ógæfu annara hvort sem það er slys eða eitthvað annað þá má vikomandi í fyrsta lagi skammast sín og byðjast afsökunar og síðan má taka ákvörðun um bann, að vel athuguðu máli.
Ég vona þó að flestir séu mér sammála í þessu.