Author Topic: Ótrúleg framkoma LÍA  (Read 25270 times)

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« on: April 27, 2006, 21:49:35 »
Sælir,
LÍA menn siguðu lögreglunni á kvartmílumenn sem voru að vinna að myndatöku fyrir Kastjós þátt. kvorki var keppni eða æfing í gangi heldur var sett upp spyrna fyrir myndatökur og hraðanum haldið niðri.  Jú jú LÍA taldi lögreglunni trú um að KK væri með ólöglega keppni og stöðvaði allan akstur um brautina.  

Maður frá LÍA sagði öryggisatriði væru í molum hjá okkur. Þó svo við værum með öryggisbíl á staðnum, mann í eldvarnargalla, slökkvitæki, og margskonar neyðarbúnað á staðnum. Allir notuðu hjálma.

Það er með ólikindum hvernig þessir LÍA menn vaða yfir KK með loddarahætti og ósannindum.  Þeir koma fram í RUV og segja að ekki sé til lokað svæði sem hægt sé að spyrna á og það sé furðulegt að ekki sé til svæði á Íslandi til þess.

 'Olafur í L'IA veit betur hann veit af Kvartmíluklúbbnum sem er 30ára gamall og hefur haldið keppnir á lokuðu vernduðu svæði óslitið öll árin 30 undir leiðsögn og öryggiseftirliti reyndra manna. Samt velur hann að fara með ósannindi fyrir framan alþjóð og mynnist ekki á KK.

Þessir sömu menn nota allt til að stinga hníf í bakið á KK vegna þess að KK hefur ekkert með L'IA að gera og vill ekki koma nálægt sukkinu og peningasvínaríinu sem hefur loðað við þá.

Við félagar í KK biðjum L'IA að láta okkur í friði. Þið hafið ekkert jákvætt fram að færa eins og dæmin sanna.

Gretar F.
Gretar Franksson.

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #1 on: April 27, 2006, 22:08:26 »
Sammála Grétar
 
  Það er með ólíkindum að maður í þeirri stöðu sem Óli Gúmm er, skuli ljúga því að þjóðinni að hvergi sé aðstaða til akstursæfinga á venjulegum bílum.
 Vitandi það að hann sjálfur þarf að kvitta fyrir hverri einustu kvöldæfingu og keppnum sem KK skipuleggur.
 
    Ólafur Guðmundsson laug í Kastljósþættinum um daginn og Rafn Guðjónson sannaði það sjálfur er hann gekk erinda drottnara síns í kvöld.
 
 Ólafi Guðmundssyni ætti að víkja úr stjórn FÍB þar sem hann greinilega ber ekki hag hins almenna bíleiganda í brjósti, heldur eingöngu úrbræddu peningavélarinnar LÍA

Offline ingo big

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 173
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #2 on: April 27, 2006, 22:10:09 »
uss það má ekki lengur freta í vitlausa átt og óli verður brjál og sendir rabba  með löggur í eftir dragi sem að voru ekki alveg vissa í hvorn fótin þær ættu að stíga :lol:


en já glæsilegt kveld í alla staði og Leifur keep it upp :twisted:
Ingó

Ingþór J Eyþórsson

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #3 on: April 27, 2006, 23:06:28 »
Verður ekki þáttur í kastljósinu um þetta??

Er ekki hægt að leika sama leik og einfaldlega segja að LÍA vilji fá spyrnurnar út á götuna með því að láta fólk vita að það sé ekki til braut á íslandi til að spyrna löglega?

Hvernig væri að reka lygaþvæluna aftur þvert ofan í hann í kastljósi og þannig koma á framfæri hversu óhæfir starfsmenn(Ólafur) LIA eru?

Er ekki hægt að þrýsta á að LIA að hætt þessu einræði gegnum FÍB,fá undirskriptalista?


Maðurinn er FÁVITI
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #4 on: April 27, 2006, 23:11:27 »
Er ekki Óli í stjórn FÍB líka?
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #5 on: April 27, 2006, 23:12:49 »
ef kastljós sýnir þessa ræðu sem lía gutti og lögreglan og almenningur héldu þá bæði selur hún fréttina og vekur fólkið til lífs að það sé til ungir sem gamlir menn sem vilja fá svæði til að leika sér og þjálfa sig á.

staffið var vel merkt þó vantaði aðeins öryggis hjálma á það og hanska til að standast alla venjulega öryggisstaðala á lokuðum svæði.

sjúkrabíl er á sama tíma hvort sem það er útí miðju hrauni s.s. kvartmílubraut eða á venjulegu götu á staðinn þó eflaust betra öryggi uppá braut þar sem minni umferð og mannskapur ready i stað þess að keyra á eða framhjá.

cute að þetta endaði svona :D

núna vanta þennan óla og stjórnamann með kjaft í sjónvarpssal ;)
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #6 on: April 27, 2006, 23:49:02 »
Já nú er bara að fylgjast með og vona að framhaldið gefi einhvað gott fyrir klúbbinn.

 :?
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #7 on: April 28, 2006, 00:08:35 »
Sælir félagar

Að við fáum umfjöllun um okkar starf í Kastljósi  verður til þess að það sem er búið að koma fram í fjölmiðlum í þessari viku um hraðakstur í Reykjavík er ekki allskostar rétt. Og gaman yrði að sjá annað viðtal við Ólaf Guðmunds þar sem yrði saumað þétt að honum í sambandi við ummæli hans að engin braut eða aðstaða sé til.En okkar heitasta ósk er að fá að vera í friði fyrir þessum aðilum því að Kvartmíluklúbburinn stendur margfalt betur án þeirra en með þeim.Eins og fram hefur komið áður þá er markmið KK "hraðakstur af götum borgarinnar inn á lokað löglegt svæði" en ekki að halda úrbræddri peningavél Lía gangandi.
__________________
Kristján Finnbjörnsson

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #8 on: April 28, 2006, 00:15:09 »
Fann þetta á L2C........hehe þeir eru ekkert svo hressir með Óla Gúmm þar á bæ.





Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Sara

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
    • http://www.hi5.com/i?l=M6T0ONG
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #9 on: April 28, 2006, 01:34:02 »
Sælir,
ég vona að einhverjir muni þetta betur en ég en þetta er maðurinn(Ólafur) sem sundraði torfærunni á sínum tíma, og var fyrsti maður til að kasta skít i öll félögin sem mótmæltu dísel hækkuninni og nú er komið að okkur að verða fyrir þessum sérkennilega tortímanda, sem virðist hafa það eitt að markmiði að allt sem hann snerti verði að skít!
Félagar KK,L2C og allir almennir áhugamenn um bíla, sameinumst um það að koma þessum manni út úr bíla pólitíkinni, helst til Súdan!



MÍN SKOÐUN ER MÍN EIGIN OG SNERTIR STJÓRN KK EKKERT.
Sara M. Björnsdóttir #999

Offline kjallin

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 23
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #10 on: April 28, 2006, 03:11:14 »
Quote from: "Nóni"
Fann þetta á L2C........hehe þeir eru ekkert svo hressir með Óla Gúmm þar á bæ.





Kv. Nóni


Það er líka ágætt að benda á þetta hérna.

http://lia.is/spjall/viewtopic.php?p=428
Maggi
Subaru Impreza WRX STi ´05
Yamaha R6 ´06

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #11 on: April 28, 2006, 09:20:41 »
Quote from: "kjallin"
Quote from: "Nóni"
Fann þetta á L2C........hehe þeir eru ekkert svo hressir með Óla Gúmm þar á bæ.





Kv. Nóni


Það er líka ágætt að benda á þetta hérna.

http://lia.is/spjall/viewtopic.php?p=428

OK nú er ég með smá spurningu,hvað ef það hefði orðið slys á þessari ekki æfingu/Keppni,þið segið að hraðanum hafi verið haldið niðri en samt voru menn að setja tíma uppá 12,eitthvað,hver borgar ef menn slasa sig,velta bílnum sínum á 180 útí hraun?Ekki borgar tryggingafélagið á bílnum það þar sem þetta myndi teljast til ofsaaksturs,ekki get ég séð að þessi viðburður hafi verið tryggður sérstaklega og ekki sé ég að KK hefði rifið upp veskið!Slasaður maður á spítala kostar 1-2 milljónir á sólarhring!
Það er ekki hægt að keyra uppá braut með ljósin og tímatökubúnað án þess að fá leyfi frá sýslumanni og borga tryggingar nema hafa 70 kílómetra hámarkshraða,ekki það að ég ætli að vera að verja aðgerðir LÍA en hlutirnir verða að vera á hreinu gagnvart ökumönnum og yfirvöldum!

HK RACING
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #12 on: April 28, 2006, 09:56:53 »
Himmi minn.
 
 það er eins með allt mótorsport á íslandi að það er alltaf hætta á að þú skemmir tækið þitt. Fram að þessu hefur það verið á eigin ábyrgð.

  Fræddu okkur aðeins um keppnishald LÍA.

  Hvað er langt í sjúkrabíl ef rallígarpur veltur á sérleið á 180?
  Hvað líður langur tími þar til einhver fattar að bíllinn hafi oltið?
  Hversu mikið af hrauni og tilheyrandi umhverfi er búið að slétta út meðfram sérleiðum?
  Hver borgar bílinn þinn þegar þú veltir rallíbíl?
  Hvað fékk Gunni Múr frá LÍA fyrir bakið sitt?
  Hvað fengu fyrirsæturnar?
 
 Hvernig á að vera hægt að leyfa mönnum að nota öflug tæki sem þessi á lokuðu keppnissvæði þegar enginn ber ábyrgð nema mótshaldarar og tryggingafélög?

 Lokað svæði=eigin ábyrgð. Þannig finnst mér það eiga að vera
 
  og svo til að tyggja á þvi aftur þá var þetta hvorki æfing né keppni í gær, heldur uppstilling fyrir myndavélar Kastljóss

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #13 on: April 28, 2006, 11:14:58 »
Við hjónin sátum orðlaus eftir að hafa séð þetta viðtal því við áttum ekki von á þessu, ég þekki Óla ágætlega eftir að hafa verið í sportinu hér á árum áður og konan mín var í keppnisstjórn KK og vann um tíma hjá LÍA.
Þetta viðtal var bara sorglegt fyrir Óla, þar sem leiðir til að koma ökumönnum með hraðaksturslöngun inn á öruggt svæði eru ekki hafðar að leiðarljós heldur einhver innanfélagspólítík er látin ráða.
Það á ekki að láta einhver leiðindarmál spilla þessu máli því ef það er hægt að koma þessum ökumönnum á brautina og hugsanlega að koma í veg fyrir slys á götum borgarinnar er tilganginum náð og það á að hafa algjöran forgang.
Þið sem misstuð af Kastljósþættinum getið farið inn á ruv.is, valið kastljós, valið þriðjudaginn 25. og "horfa" og þar er hægt að velja bara viðtalið við Óla LÍA, hlustið sérstaklega í endann á viðtalinu hvað hann segir þar.
Gunnar Ævarsson

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #14 on: April 28, 2006, 11:43:58 »
Já hann svona ýjar að því að allir akstursíþróttamenn sem eru ekki í LÍA þeir stundi hættulegan hraðakstur á götunum, og að meðlimir LÍA séu alsaklausir.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #15 on: April 28, 2006, 12:21:02 »
Ólafur Guðmundsson heldur áfram lygum sínum í Fréttablaðinu..
 
 Ólafur Guðmundsson, sem stjórnarmaður FÍB, LÍA og Umferðarráðs veit það fullvel að Hafnarfjarðarbær hefur úthlutað Kvartmíluklúbbnum landi fyrir  æfingabraut í Kapelluhrauni.

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #16 on: April 28, 2006, 13:26:28 »
Ég vildi að ég hefði getað verið þarna en þurfti að hafa búðina opna aðeins lengur....

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona kemur upp með Óla og fjarri lagi að vera það síðasta meðan LÍA lifir.

En ég hef ekki áhyggjur, við munum standa uppi sem "sigurvegarar" vegna þess að við gerum þetta fyrir sportið, LÍA gerir þetta fyrir peninga og "völd".

Nú er fyrir okkur félagana að standa saman og gera allt sem í okkar valdi stendur og fá alla sem vettlingi geta valdið til að knésetja þetta apparat og fá að halda okkar sporti fyrir okkur óáreittir.

AMEN.

EKM
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #17 on: April 28, 2006, 14:25:40 »
Quote from: "maggifinn"
Himmi minn.
 
 það er eins með allt mótorsport á íslandi að það er alltaf hætta á að þú skemmir tækið þitt. Fram að þessu hefur það verið á eigin ábyrgð.

  Fræddu okkur aðeins um keppnishald LÍA.

  Hvað er langt í sjúkrabíl ef rallígarpur veltur á sérleið á 180?
  Hvað líður langur tími þar til einhver fattar að bíllinn hafi oltið?
  Hversu mikið af hrauni og tilheyrandi umhverfi er búið að slétta út meðfram sérleiðum?
  Hver borgar bílinn þinn þegar þú veltir rallíbíl?
  Hvað fékk Gunni Múr frá LÍA fyrir bakið sitt?
  Hvað fengu fyrirsæturnar?
 
 Hvernig á að vera hægt að leyfa mönnum að nota öflug tæki sem þessi á lokuðu keppnissvæði þegar enginn ber ábyrgð nema mótshaldarar og tryggingafélög?

 Lokað svæði=eigin ábyrgð. Þannig finnst mér það eiga að vera
 
  og svo til að tyggja á þvi aftur þá var þetta hvorki æfing né keppni í gær, heldur uppstilling fyrir myndavélar Kastljóss
Í rallý er eftirfari sem ekur þegar allir bílar eru búnir að keyra,í þeim bíl sem er yfirleitt björgunarsveitarbíll er læknir,í ÖLLUM rallíbílum eru 48 MM veltibúr ALLIR eru með hjálma og eru í eldtefjandi keppnisgöllum og eru allir bílar skoðaðir fyrir hverja keppni,að reyna að bera saman fullbúinn rallýbíl og til dæmis Imprezu sem fer á 12,5 sekúndum út brautina bara með venjulegt belti og hlandkopp á hausnum er að mínu mati barnaskapur!Þó þetta hafi bara verið uppstilling fyrir kastljós er ekki þarmeð sagt að menn megi aka á 180 kílómetra hraða á brautinni þar sem það er ólöglegt að aka á meiri hraða en það nema um tryggða og samþykkta keppni eða æfingu sé að ræða,og varðandi að menn séu á eigin ábyrgð þarna uppfrá hvað með starfsfólk og áhorfendur,skylda er að hafa tryggingu gagnvart þriðja aðila sem bætir það tjón sem þeir geta orðið fyrir!

HK RACING
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline cr vtec

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 1
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #18 on: April 28, 2006, 16:38:04 »
lia eru lika bara favitar

Offline strumpur1001

  • In the pit
  • **
  • Posts: 55
    • View Profile
Ótrúleg framkoma LÍA
« Reply #19 on: April 28, 2006, 16:50:01 »
nú er ég ekki fróðastur um þetta enn ef ekki hægt að stofna sérsamband innan í.s.í. eða vera með þessar keppnir án afskipta l.í.a. ?