Kvartmílan > Aðstoð

bensín eyðsla,,318 dodge

(1/1)

karfi:
sælir ,ég á í vandræðum með dodge van 87árg málið er að vélin gekk hörmulega og kokaði stanlaust við inngjöf og drap oft á..ég stillti kveikjuna og bíllinn skánaði helling en ekki alveg þó

svo er ég með holley 600 blöndung ..málið er að ég hef átt minn skerf af v8 og v12 bílum en dodgeinn er að toppa allt í eyðslu við erum að tala Langt yfir eitthvað sem gæti talist normal

Hvað er það sem gæti stafað?? er það blöndungurinn? ef svo er á einhver hér annan fyrir mig?

og hann kokar núna bara þegar hann er kaldur.

jeppakall:
Ég er líka með svona vél, hann er að eyða svona 30l en það er af því að ég er með ónýtan blandara edelbrock 600, hann kokar líka hjá mér, þetta er bara blöndungurinn ekkert annað sama hvað þú gerir við kveikjuna, var ekki svona þegar ég fékk hann, gerist þegar þetta stendur bara og gerir ekkert. Hann var að eyða 20l fyrst.

Hvað er hún að eyða? 40?

Passaðu þig bara að kaupa ekki blöndung sem er búinn að standa þurr, þá gerir hann sama gagn og þessi sem er í honum núna. Lang öruggast að gera þetta upp sjálfur, kostar um 12þús kall kit í þetta með nálum og öllu stöffinu.

kv, Ásgeir

Dodge:
87 árg? er þá ekki einhver fornmóðins insspítingarbúnaður á þessu?
ef svo er,, hentu honum.

ef það er blöndungur 4. hólfa (af carter gerð) hentu honum.

ef það er 2. holfa, þá mundi ég gera allt sem í mínu valdi stæði til að gera hann upp, ég átti 318 2. holfa árg 87 og þótti það stórgóður búnaður, eiddi engu, góður í gang og snarpur og skemmtilegur í alla staði.

eins væri vit að skoða, miðað við þessa lýsingu, hvort hann fær einhverstaðar falskt loft, og einnig hvernig staðan er á loftskrúfum.

Navigation

[0] Message Index

Go to full version