Author Topic: Hvernig Vél og skiptingu á ég að setja í jeppann??  (Read 2427 times)

Offline ElliDúdú

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 35
    • View Profile
Hvernig Vél og skiptingu á ég að setja í jeppann??
« on: April 13, 2006, 05:38:24 »
Heldþettasébestistaðurinn til að fá sem bestarleiðbeiningar um val ávél.
(sorry bilaður biltakki)
er með 1700kg jeppa (bronco II) sem ég vil setjaöðruvísi vélí. Vilhelst ekki þessar stóru þungu V8. Vil tog. Vil bensín. Held ég vilji klósett(blöndung) bara uppá að hafa þetta einfalt í viðgerð. vil geta sett öfluga, létta, endingarsterka hagstæðaskiptingu við(eins og mér er sagt að t.d. 700 skiptingin sé, erþað ekki rétt, ekkert að þeirri skiptingu?).
 Ég ætla að hafa þennan bíl á 33" og 35 svo fyrir snjótímann. Ætlað nota orginalmillikassann og hásingarnar,þangað til eitthvað brestur af átökum, þá skiptist það út fyrir eitthvða sterkara.

Ég erkominn með hugmynd að setupi fyrir þetta;
3,8L buick V6 með 700 skiptingu aftan við. þar á ég að vera kominn með slaglanga vél sem er engin sleggja og sæmilega "snörp", með kveikjuna framan á, ekki vél með nein þekkt vandamál. engin óhófleg eyðsla þegar ég vil t.d. ekki vera á jökli heldur kíkja hringinn í kringum ísland eða eitthvað þannig þið fattið.

ATH ekki stinga uppá þessu venjulegu V8; 302, 289, 351, 305,350,360.
Já og ekki stinga uppá díselnum, vil hann ekki núna.
En að öðru leiti, endilegaausið úr viskubrunnunum yfir mig.

Ps ég er ekki að nauðga Fordinum með því að setja annaðofaní en ford, grillmerkið er nefnilega farið af :þ Er annars stoltur fordmaður.
Elfar D. Kristjánsson
Bronco II ´84 -Til sölu.
Daihatsu Feroza - Til sölu.
M.Benz 250 ´80 ssk
Santa Fe V6
UAZ ´78

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Hvernig Vél og skiptingu á ég að setja í jeppann??
« Reply #1 on: April 13, 2006, 10:30:18 »
Ef þú værir að beina þessari spurningu til mín myndi ég hiklaust hunsa upptalninguna hjá þér og segja þér að fá þér big block Ford og vera snöggur að því.

Þá ertu kominn með þetta fína leiktæki og getur fengið þér einhvern annan bíl til að keyra hringinn í kringum landið?!

kv
Björgvin

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Hvernig Vél og skiptingu á ég að setja í jeppann??
« Reply #2 on: April 13, 2006, 11:44:31 »
Heldur þú þig ekki bara við Ford og setur í hann 4,0 V6

Þær eru til í nánast öllum bílum frá Ford, og kosta akkurat ekki neitt í USA.
Agnar Áskelsson
6969468

Offline broncoisl

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 130
    • View Profile
Hvernig Vél og skiptingu á ég að setja í jeppann??
« Reply #3 on: April 13, 2006, 14:05:27 »
Einfaldast væri líklega að setja 4.0, t.d. úr explorer sem hægt er að fá fyrir klink. En þá er líka spurning að fá sér bara explorer og hækka hann aðeins.

En ef þú ætlar að hafa eitthvað gaman af þessu þá er það bara V8 og því stærri því meira gaman :lol: .
Björn Guðmundsson
_______________________
Mercury Comet 1974 - 351W
Krúser 351

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Hvernig Vél og skiptingu á ég að setja í jeppann??
« Reply #4 on: April 14, 2006, 00:30:31 »
4.3 v6 chevy, rooosa fínt , og eina leiðin til að láta F.O.R.D-inn öskra  :D
Einar Kristjánsson

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Hvernig Vél og skiptingu á ég að setja í jeppann??
« Reply #5 on: April 14, 2006, 23:43:02 »
Ég mæli með 4.0 l ford vél úr Explorer hún er eyðslugrönn og virkar bara alveg ágætlega.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged