Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Big Dogs Cutlass-inn
cv 327:
Það er rétt að myndin sem ég setti inn, er af styrkingu fyrir Oldsvél, þær eru svo magrar greyin. :( .
Þar sem Lettinn er sterkbyggðari, er þessi styrking sem þú ert að setja Einar, sjálfsagt nógu öflug. :wink: Hvað ertu að reikna með að hún skili í hö og togi?
Bíð spenntur eftir að sjá græjuna út á braut í sumar :)
Baráttukveðja. Gunnar B.
Einar K. Möller:
Ég þori ekki að segja einhverjar tölur útí loftið með hp og tog, veit að á dyno var hún 880hp @ 7500 eins og hún var, fróðir menn sögðu að ég myndi pikka upp allaveganna 75+ hp á þeim breytingum sem ég er að gera núna, svo verður bara allt að koma í ljós :shock:
Bannaður:
--- Quote from: "baldur" ---Vissuð þið að það eru bara nánast allar bílvélar framleiddar í skáeygða landinu með svona girdle frá verksmiðju, þannig að þetta hlýtur að vera góð hugmynd.
--- End quote ---
td Nissan
Biggzon:
hmm kannast ég eikka við þessa nissan blokk hérna fyrir ofan. vg30de(tt) :wink:
1966 Charger:
Sælir strákar
Það líka sitthvað girdle og gridle. Mér lýst betur á þessi korselet sem boltast ofan á höfuðlegubakkana og líka við blokkina annarsstaðar, t.d. á stödda í olíupönnufestingargötin samanborið við þau sem tengja bara bakkana þótt ég geti ekki vitnað í nein test sem sýna styrktarmun á þeim. Ég er búinn að sjá greinileg merki um flakk á höfuðlegubökkunum í Mopar strokernum í þau tvö skipti sem ég hef opnað hana; líka eftir að ég skipti úr boltum í stödda. Ég er að vona að þetta flakk verði úr sögunni í næstu útfærslu með 30 punkta silkisvörtu korselettinu hennar Moparmömmu.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version