Kvartmílan > Aðstoð
taka upp 350
gaulzi:
Ég er að fara að taka upp gamlan 350 chevy mótor og langaði að athuga hvort menn gætu ekki bent mér á eitthvað almennilegt setup. Það sem ég get verslað hér á klakanum mun ég versla hér, en annað mun ég panta að utan.
Markmiðið er að komast hátt í 300 hrossin og jafnvel eitthvað yfir.
Væri ekki verra ef menn hefðu verð-viðmið með. :)
Kveðja, Gulli
Gizmo:
Ef þú ert með original vél með lélegum heddum, úrbrædda og dasaða þá myndi ég allavega skoða að kaupa þetta tilbúið að utan frekar en að gera þetta upp hérna heima þegar NÝ 330 hp vél kostar frá 2400 $ á Summit.
firebird400:
--- Quote from: "Gizmo" ---Ef þú ert með original vél með lélegum heddum, úrbrædda og dasaða þá myndi ég allavega skoða að kaupa þetta tilbúið að utan frekar en að gera þetta upp hérna heima þegar NÝ 330 hp vél kostar frá 2400 $ á Summit.
--- End quote ---
Nákvæmlega 8)
www.summitracing.com
1965 Chevy II:
Þetta veltur allt á því hvernig vélin er á sig komin ef það þarf að bora blokkina renna sveifarásinn ofl þá er það svo fjandi dýrt en samt 2400$ mótor hjá summit fer vel yfir 300þús kr hingað kominn svo það má nú eyða aðeins í þetta.
Þú getur væntanlega sloppið með borðaða blokk,rendann sveifarás og nýjar ventlastýringar fyrir um 100þús kr.
Hérna er svo komplett rebuild kit á $250 bara svona sem dæmi:
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/1969-1985-SBC-Chevy-GMC-350-Master-Engine-Rebuild-Kit_W0QQitemZ8054928811QQcategoryZ33620QQssPageNameZWDVWQQrdZ1QQcmdZViewItem
Fyrst rífurðu vélina og ath hvað þarf að gera og pantar svo legur og stimpla í viðeigandi stærð.
10.5-1 þjappa smá port matching,gott álmillihedd þá ættirðu að vera kominn í 300hp.
gaulzi:
er ekki málið að fá sér þrykkta stimpla?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version