Author Topic: OF met, "bakkup" // Benni Eiríks, ofl.  (Read 3456 times)

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
OF met, "bakkup" // Benni Eiríks, ofl.
« on: March 30, 2006, 13:21:17 »
Hæ.

   Ég var ekki viss hvort rétt væri að þvæla þessu inn á "íslandsmetaþráðinn".

     Of met eru sett "Frá Indexi" þ.e.  Hvursu langt menn eru frá sínu Indexi .     Hve langt Benni Eiríks. var frá sinu en ef eg man rétt var hann að fara 9,35 sek á 9,05 Indexi.  Þannig að hann er ,30 sek frá indexi og er það að ég held besta sem nokkur hefur farið uppbakkað...

    Þetta var í fyrra og ég var því miður ekki þeirrar gleði aðnjótandi að vera þessa keppni til enda, en ef ég man rétt, vann hann keppnina og "stal" íslandsmetinu.....   Eftir keppnina hringdi Ingó fyrrverandi í léttu sjokki og spurði "Getur þetta verið ???"      
               Halló.....  Getur þetta verið????   Að sjálfsögðu.

  Hér fyrir nokkrum árum þegar Einar Birgis. með svipað þungann bíl ( plús/mínus kartöflupoki )  vel á fimmta hundrað cid .  Fór 10,63 Sem væri stórgott enn í dag ef Krissi Hafliða gæti hangið heima hjá sér)   þá féllum við allir í stafi (A;B C; eða eitthvað)  Og öll beib norðan Blönduóss "lost fluids" af hrifningu, og ekki skrítið..
     Svo kemur Benni Eiríks með svo gott sem götu bíl og "litla"  (já 383 er víst lítið í dag) smallblokk 1x 4bbl. og andvara af gleðigasi,  Fer 9,35 sek og menn horfðu til himins og spurðu "Eru pulsurnar enn heitar?"  
 
    Árangur Benna Eiríks er FRÁBÆR og er vel að því kominn að vera methafi í OF.   Skammist ykkar bara.....

   Og fyrst maður er að dreifa "skammistykkum"  Þá má fyrrverandi stjórn skammast sín fyrir að hafa ekki komið því inn í "íslandsmetalistann" að Þórður Tómasson átti metið í 2 ÁR á Camarónum, án þess að þess væri neinstaðar getið. Þrátt fyrir að ég kæmi nokkrum sinnum með kvartanir þar um..(gæti haft áhrif að fráfarandi  formaður átti metið á undan Þórði.??? Hmmmm)  
     
    Og þetta með að Þórður eigi metið í OF.  Hann bakkaði ekki upp 6,998 tímann. Og þó hann væri með OF/3 merki á vængnum var hann ekki að keppa og var ekki sett á hann Index.  Ekki það að neinn efist um að hann hafi farið þennann tíma, en það er þetta uppbökkunar ákæði sem þarf að uppfylla..
     Mér best vitanlega þarf að bakka öll met upp hjá NHRA..   Og líka hraðamet á "Bonneville" etc.      
  Hér fyrir nokkrum árum var heimsfrægur Akureyringur Bragi Finnboga sem var að keppa í sandi og fór ferðir ca. 5,57   5,51  5,62  Og svo 4,11  5,53 osfr......Og varð uppi mikið þras um trúverðugleika 4,11 tímans....
   Það vantaði þá inn þetta um að "bakka upp met"  Hafa ber í huga að þetta var í árdaga spyrnusports á klakanum og við þurftum aðeins að þróa okkur....       Ekki varð minna frægt þegar Sverrir nokkur kenndur við tattú. fór 3,61 í sandi á króknum en náði ekki að bakka það upp (hann tók eina fyrstu ferðina í brautinni og svo ekkert fyrren í keppninni en þá var brautin orðin drullupyttur og lítið grip.)

       Nóg af bombum í bili......

Valur Vífilss. sprengjuvarpari
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Einar Birgisson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.422
    • View Profile
Valur
« Reply #1 on: March 30, 2006, 14:09:56 »
Hvaða 10,85 með 500+ cid og gas ???

434 no nos dælu gas SE 10,63@131 mph 1600+kg.
555 nos race gas GF 9,14@151 mph 1500+kg.
Einar Þór Birgisson

Drag racers go straight to the finishline. The others guys drive in circles looking for it.

Mín skrif hér eru mínar persónulegu skoðanir. Ég áskil mér rétt til að skipta fyrirvaralaust um skoðun.

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
OF met, "bakkup" // Benni Eiríks, ofl.
« Reply #2 on: March 30, 2006, 14:41:41 »
Varðandi Index Benna Eiríks þá er það vitlaust... 2960 pund, 383cid.... 7.72 inná línurit... gefur Index tímann 8.60 ca.

Eitthvað hlýtur að hafa farið úrskeiðis í stærðfræðinni þegar þetta var reiknað uppá brautm, enda Benni settur á 9.05 Index.

En kudos til Benna fyrir frábær tilþrif... hann hefði vel átt þetta skilið hefði þetta stemmt.

EKM
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
OF met, "bakkup" // Benni Eiríks, ofl.
« Reply #3 on: March 30, 2006, 18:47:14 »
Sæll Valur
gott að sjá þig rita góðar greinar hér,bara gaman. Enn þú ert nú frekar ónákvæmur með sumar tölur Einar 10.8?? Sverrir á Króknum 4.6?? ég var einmitt að keppa þá. Sverrir fór 3.61 sek Var það ekki Valur sem þú meintir. Ein sek til eða frá skiptir jú......

Svo er það þetta með kennitíman hans Benna, þar var notað uppkast af línuriti sem einhver hafði breitt með einu pennastriki svona horn í horn það kom svo vel út svona ca 30° þannig útkoman var svona tæpri ca 1 sek frá réttu! eða þannig.
bestu kveðjur
Gretar franksson
Gretar Franksson.

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
sko, nokkrir lifandi..
« Reply #4 on: March 30, 2006, 21:09:35 »
hæ.

jæja jæja.  bara tékka á ykkur.....

  GF.  Þetta "Strik" var í þartilgerðri möppu keppnisstjóra uppá braut og ekki annað strik í boði.  Og allir aðrir voru settir upp samkvæmt sama striki.  Um hallann á umræddu striki veit ég ekki,  strikið og flokkurinn í allri sinni nekt er þitt barn Grétar minn og ég held þetta "pennastrik" líka.
Ekki veit ég um neinn sem hefur getað /þorað að hætta sér í strikin þín.     Og ef þetta "ranga" pennastrik (eru ekki öll strikin gerð með penna?)(þínum penna?) var að þvælast þarna á glámbekk (mappa ) Þá skammastu þín fyrir að hugsa ekki betur um "barnið" þitt.....

  Ekm. það er hægt að koma með annað strik eftirá og reikna "betur".

  E. Birgis.  sorrý með þessi mismæli hjá mér með tímann og nosið, þessu var hent á í kaffitímanum.  mundi bara að þú varst yfir 10 og hálf...(stuttur kaffitími) Og smá nos til eða frá,, ekki ætlarðu að fara "röfla yfir því.... Og þetta með cidin..... ég sagði "á 500 cid"  en hefði átt að segja "á fimmta hundrað rúmþumlunga"
 Og einsog ég sagði sama þyngd,  "Plús / mínus kartöflupoki".  Þetta kom bara mikið betur út svona......
   Og taktu eftir hve"pent" er sagt "andvara af glaðlofti" þó sennilega hefði hann þurft að setja hosuklemmur utanum "baukinn" hefði hann átt að ná meir gasi.

   Ef ég færi 197 kmh og þú 201 kmh þá geri ég fastlega ráð fyrir að í blaðaviðtalinu segðirðu "Tja, Valur er nú ekki með á myndinni, drullast á hundrað og eitthvað, á meðan ég er kominn á þriðja hundrað"

  Þið vitið að þegar GALLUP kellingin spyr ykkur "viltu borga meiri skatta ?"
   Og þú svarar  "nei"
Þá merkir hún við "vill ekki hærri laun"

En er þá einhver niðurstaða.....???
    Á Þórður þá ennþá OF-metið?   Og ef svo er, má það þá koma fram í dagsljósið????

  Valur Vífilss pirrari..
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
OF met, "bakkup" // Benni Eiríks, ofl.
« Reply #5 on: March 30, 2006, 21:12:08 »
Kæra Eva  :wink:

Point taken.. ég er ekki sérfræðingur á OF stiginu en þetta er bara það info sem ég fékk og það litla sem ég veit... bara kom því á framfæri.

EKM
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!