Hæ.
Ég var ekki viss hvort rétt væri að þvæla þessu inn á "íslandsmetaþráðinn".
Of met eru sett "Frá Indexi" þ.e. Hvursu langt menn eru frá sínu Indexi . Hve langt Benni Eiríks. var frá sinu en ef eg man rétt var hann að fara 9,35 sek á 9,05 Indexi. Þannig að hann er ,30 sek frá indexi og er það að ég held besta sem nokkur hefur farið uppbakkað...
Þetta var í fyrra og ég var því miður ekki þeirrar gleði aðnjótandi að vera þessa keppni til enda, en ef ég man rétt, vann hann keppnina og "stal" íslandsmetinu..... Eftir keppnina hringdi Ingó fyrrverandi í léttu sjokki og spurði "Getur þetta verið ???"
Halló..... Getur þetta verið???? Að sjálfsögðu.
Hér fyrir nokkrum árum þegar Einar Birgis. með svipað þungann bíl ( plús/mínus kartöflupoki ) vel á fimmta hundrað cid . Fór 10,63 Sem væri stórgott enn í dag ef Krissi Hafliða gæti hangið heima hjá sér) þá féllum við allir í stafi (A;B C; eða eitthvað) Og öll beib norðan Blönduóss "lost fluids" af hrifningu, og ekki skrítið..
Svo kemur Benni Eiríks með svo gott sem götu bíl og "litla" (já 383 er víst lítið í dag) smallblokk 1x 4bbl. og andvara af gleðigasi, Fer 9,35 sek og menn horfðu til himins og spurðu "Eru pulsurnar enn heitar?"
Árangur Benna Eiríks er FRÁBÆR og er vel að því kominn að vera methafi í OF. Skammist ykkar bara.....
Og fyrst maður er að dreifa "skammistykkum" Þá má fyrrverandi stjórn skammast sín fyrir að hafa ekki komið því inn í "íslandsmetalistann" að Þórður Tómasson átti metið í 2 ÁR á Camarónum, án þess að þess væri neinstaðar getið. Þrátt fyrir að ég kæmi nokkrum sinnum með kvartanir þar um..(gæti haft áhrif að fráfarandi formaður átti metið á undan Þórði.??? Hmmmm)
Og þetta með að Þórður eigi metið í OF. Hann bakkaði ekki upp 6,998 tímann. Og þó hann væri með OF/3 merki á vængnum var hann ekki að keppa og var ekki sett á hann Index. Ekki það að neinn efist um að hann hafi farið þennann tíma, en það er þetta uppbökkunar ákæði sem þarf að uppfylla..
Mér best vitanlega þarf að bakka öll met upp hjá NHRA.. Og líka hraðamet á "Bonneville" etc.
Hér fyrir nokkrum árum var heimsfrægur Akureyringur Bragi Finnboga sem var að keppa í sandi og fór ferðir ca. 5,57 5,51 5,62 Og svo 4,11 5,53 osfr......Og varð uppi mikið þras um trúverðugleika 4,11 tímans....
Það vantaði þá inn þetta um að "bakka upp met" Hafa ber í huga að þetta var í árdaga spyrnusports á klakanum og við þurftum aðeins að þróa okkur.... Ekki varð minna frægt þegar Sverrir nokkur kenndur við tattú. fór 3,61 í sandi á króknum en náði ekki að bakka það upp (hann tók eina fyrstu ferðina í brautinni og svo ekkert fyrren í keppninni en þá var brautin orðin drullupyttur og lítið grip.)
Nóg af bombum í bili......
Valur Vífilss. sprengjuvarpari