Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Frá byrjun til enda *ATH* lengd & magn af mydum
Damage:
jæja þá er komið að því að setja alla söguna saman :D
áður en ég keypti hann leit bíllinn út svona grænn og fínn
mig langaði alltaf í svona bíl þegar ég var minni en það fjaraði út vegna þess að ég hélt að það væru engir svona bílar hérna á íslandi þangað til 23 Desember 2005 þá kallaði pabbi í mig þegar hann var að skoða uppboð hjá TM og sagði "sjáðu mr2" og ég bað hann um að bjóða í hann.
þá leit hann út eins og kaka :D
jæja svo kom hann heim til mín 28 Desember og þegar hann er á pallinum sjáum við pabbi þetta fallega merki á sílsaristunum sem stendur á Turbo og þá varð ég mikið spenntari, svo var allt rifið í tætlur og farið með bílinn niður í vinnu til pabba þar sem hann var réttur og allt mátað á.
*afgangurinn kemur seinna er í annari tölvu*
og svo var hann svona í einhverja mánuði á meðan við biðum eftir framrúðunni til að halda áfram
jæja þá var rúðan komin og haldið var áfram og bíllinn dreginn aftur niður í vinnu til pabba og þar var allt rétt sem átti eftir að rétta.
þá var bara slípað niður lakkið svo að það var hægt að grunna bílinn
þá var slípaður grunnurinn (ekki það skemmtilegasta sem að maður gerir)
svo var bíllinn málaður og komið með hann heim á flutningabíl og þar var allur pappi rifinn úr honum
og svo var hennt á hann skottlokinu
svo var öllu raðað á kvikyndið sem var hægt
næst voru það rúðurnar en þeim var fyrst hennt í Hauk og Steina í Icefilmum og þær voru filmaðar verulega vel og vandlega.
næst kom mælaborðið. það var rifið úr vegna skemmda sem er búið að gera við núna :D
skemmdin er þarna við gleraugun mín :D
jæja svo var bara afgangnum raðað á ásamt því að setja í mælaborðið
verið að máta stuðarann á
ég fékk vitlausan lit á mælaborðið en það reddaðist. efsta klæðningin sýnir réttan lit
mælaborðið komið í
jæja áfram að raða saman
og svona er nú staðan í dag.
planið er svo að koma þessu á númer, taka æfingaakstur á þetta og mála felgurnar dökk gráar og svo er það bara prófið 12 Desember :D
Trans Am '85:
Glæsilega gert hjá ykkur feðgunum, er að fíla nýja litinn sem þú settir á hann mjög vel. Vildi óska að ég hefði verið með æfingaaksturinn hjá mér á svona bíl :D
Síðan er bara að vona að þú farir þér ekki of geyst þegar þú kemst á göturnar á þessu og hann endi ekki eins og hann var áður en þú fékst hann :wink:
En virkilega flott gert hjá þér og til hamingju með að vera búinn að klára hann.
Damage:
--- Quote from: "Trans Am '85" ---Glæsilega gert hjá ykkur feðgunum, er að fíla nýja litinn sem þú settir á hann mjög vel. Vildi óska að ég hefði verið með æfingaaksturinn hjá mér á svona bíl :D
Síðan er bara að vona að þú farir þér ekki of geyst þegar þú kemst á göturnar á þessu og hann endi ekki eins og hann var áður en þú fékst hann :wink:
En virkilega flott gert hjá þér og til hamingju með að vera búinn að klára hann.
--- End quote ---
thx
en ég ætla að halda honum á götunni eins lengi og ég á hann :D
firebird400:
Þetta er flott,
Til hamingju með alveg sér á partinn flottann bíl, ekki mikið þessum bílum á götunni er það.
Hvenær kemur svo prófið
Damage:
--- Quote from: "firebird400" ---Þetta er flott,
Til hamingju með alveg sér á partinn flottann bíl, ekki mikið þessum bílum á götunni er það.
Hvenær kemur svo prófið
--- End quote ---
þessi er eini heili svona. á að vera einn ónýtur N/A bíll uppi á geymslusvæði.
og prófið kemur 12 des :cry:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version