Kvartmílan > Almennt Spjall

ROADCOURS/HRINGAKSTUR KÖNNUN

<< < (4/6) > >>

Bannaður:
setti tikallinn á það því það er doldið óljóst hvað er verið að ræða um, held að menn sé alveg til í að borga töluvert fyrir keppnir eða akstur á svona braut.

JHP:
Tel 10 kallinn sanngjarnan en mundi brosandi borga 15 ef það væri prísinn

Bebecar:
Mér finnst allt í lagi að borga 15 þús í keppnisgjald, þó það væri hærra en það meira að segja.

Og ef það væri svona svæði heima þá myndi ég ekki hika við að koma mér upp bíl og keppa.

En mér finnst að það mætti koma hérna líka hvað fólk væri tilbúið að borga fyrir "track day" á eigin götubíl.

Ég hugsa að 5 þús væri ósköp mátulegt þar en þá gilda auðvitað aðrar reglur ....

Ingvar Örn Ingvarsson

Porsche-Ísland:
Ég hakaði við 5 kallinn, en þá hugsaði ég það sem dagspassi,

En svona væri hægt að útfæra á nokkra vegu.

firebird400:
Ég veit ekki hvað skal segja ?

5000 er núverandi ársgjald í KK og held ég að það mundi ekki gera góða hluti ef það yrði hækkað, á ekki það sama við um svona braut ?

10000 held ég að sé algjört hámark og þá ef við erum að ræða um ársgjald fyrir KK með aðgang að þessari braut, þó svo að það sé bara eðlilegt að rukka extra fyrir æfingar og keppnir.

15000 er þó ekkert orðinn neinn peningur fyrir góða aðstöðu en það verður að vera orðin einhver menning og fjöldi þáttakanda til að geta réttlætt hærri ársgjald.

Ég sleppti því að velja í þetta sinn

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version