Kvartmílan > Almennt Spjall
Stöndum saman gegn hraðakstri á götum landsins!
Nóni:
Kæru félagar, það var haft samband við mig um að koma á framfæri að fólk ætlaði að taka sig saman á sunnudagskvöldið kl: 19:20.
Það er kominn tími til að yfirvöld og tryggingafélög átti sig á mikilvægi byggingu kappakstursbrautar fyrir hraðafíkla og við þurfum að halda því á lofti hér í þessari umræðu. Við erum talsmenn þess, við ætlum að byggja þessa braut og markmið okkar góða klúbbs er að færa hraðaksturinn inn á lokuð svæði, það vantar svona braut. Vekjum athygli á málinu og sameinumst með öðrum bílaklúbbum um að þetta fái brautargengi. Líklega verða fjölmiðlar á staðnum og sennilega verða tekin viðtöl og fleira.
Hér er planið....
http://www.fornbill.is/athofn.html
Kv. Nóni
Olli:
Er ekki málið strákar og stelpur á öllum aldri, að við sýnum þessu samstöðu og drögum "kaggana" út og fylgjum halarófunni eftir. !!!
Þetta er orðið löngu tímabært að gera eitthvað sem vekur athygli almennings sem og yfirvalda! Og það segir sig sjálft að ef góð mæting er frá þessum tveim bílaklúbbum, að þá getur þetta verið töluverður fjöldi bíla og mikið fréttaefni!!!
Stöndum saman og mætum öll!
Og að lokum held ég að sé við hæfi að votta aðstandendum stúlkunnar sem lést í þessu hörmulega slysi, samúð, megi guð og gæfa fylgja þeim á þessum erfiðu tímum.
Damage:
ég las það að krafturinn og stjarnan væru með líka
Dezzice:
Eins og staðan er í dag eru eftirtaldir klúbbar með í þessu verkefni:
L2C
Kvartmíluklúbburinn
BMWKraftur
Sniglarnir
Stjarnan
Fornbílaklúbburinn
Blýfótur
Team GDZ
Við vonumst til að sjá sem flesta á sunnudaginn :D
Moli:
þetta er svakalegur hópur sem er kominn, virkilega gott framtak hjá ykkur! ég ætla að stefna að að láta sjá mig :wink:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version