Þessi er 4WD og brennir 100% etanóli og skilar 400 hestöflum og 500 Nm á milli 2000 og 5000 rpm. Gaman að sjá hvort þeir framleiða eitthvað þessu líkt. Ég veit allavega að þeir eru að fara að framleiða 4WD bíla á næstu árum og að núna framleiða þeir etanól bíla í massavís fyrir Svíana, þ.e. 9-5 bíl með 2.0 lítra vélar sem toga 280 Nm og eru 180 hö. Svo eru þeir að setja 9-5 Aero bílinn í 310 hö og 400 Nm á etanlóli. Allt er þetta hægt með fullkomnu vélstjórnunarkerfi sem SAAB hefur hannað og er í þeirra bílum og heitir Trionic. Þessir bílar geta líka allir keyrt á bensíni.
Etanól er eins og flestir vita framleitt úr lífmassa og er því sáralítil gróðurhúsamengun þegar því er brennt.
Skemmtilegar upplýsingar um Aero X hér........
http://www.trollhattansaab.net/Kv. Nóni......ekki með tóman SAABkofa.