Þannig er mál með vexti að ég var að taka upp 350 vél sem var í Trans aminum mínum og hef eiginlega lent á vegg með að koma henni í gang.
Virðist allt ætla að stranda á kveikjunni. Búinn að vera með ýmsar bækur fyrir framan mig og reyna að stilla hana sjálfur en aldrei fer bíllinn í gang.
Er kominn núna á það stig að gefast bara upp og henda honum á verkstæði.
Vitið þið um einhver verkstæði hérna sem gætu gert þetta fyrir mig, eða jafnvel ef einhver góðviljaður bílamaður hérna gæti komið og kíkt á þetta hjá mér.
Myndi auðvitað þá borga fyrir ómakið að sjálfsögðu. Annars væru líka bara allar upplýsingar vel þegnar...