Kvartmílan > Aðstoð
Stilling á kveikju í nýuppgerðri vél
(1/1)
Trans Am '85:
Þannig er mál með vexti að ég var að taka upp 350 vél sem var í Trans aminum mínum og hef eiginlega lent á vegg með að koma henni í gang. :(
Virðist allt ætla að stranda á kveikjunni. Búinn að vera með ýmsar bækur fyrir framan mig og reyna að stilla hana sjálfur en aldrei fer bíllinn í gang.
Er kominn núna á það stig að gefast bara upp og henda honum á verkstæði.
Vitið þið um einhver verkstæði hérna sem gætu gert þetta fyrir mig, eða jafnvel ef einhver góðviljaður bílamaður hérna gæti komið og kíkt á þetta hjá mér.
Myndi auðvitað þá borga fyrir ómakið að sjálfsögðu. Annars væru líka bara allar upplýsingar vel þegnar...
1965 Chevy II:
Nafn og sími hjálpar mönnum að ná sambandi við þig :wink:
Trans Am '85:
Hehe, já það er víst rétt hjá þér. Nafnið er Bjössi og náið í mig í síma 6613384 :wink:
Jón Þór Bjarnason:
Ég mæli með MÓTORSTILLINGU þeir eru snillingar í þessu.
Navigation
[0] Message Index
Go to full version