Kvartmílan > Almennt Spjall
Reglunefnd
C-code:
Takk Valur og Shadowman og aðrir fyrir að halda þessari umræðu gangandi, en þarf henni ekki að fara að ljúka? Fyrirmyndirnar eru til bæði í Evrópu og í USA.
Ég hef ekki kynnt mér reglurnar í smáatriðum í hverjum flokki fyrir sig og ætla ekki að hætta mér út í þá umræðu hér. Ég held hins vegar að MC flokkurinn hafi í raun verið eyðilagður með tilteknum breytingum sem á honum voru gerðar. Flestir sem ég tala við virðast sammála um það. Besta hugmyndin sem ég hef heyrt að lausn á þeim málum eru dekkin. Það eru þau sem takmarka það hversu mikið vit er í þvi að eyða á framendann ef það skilar sér ekki alla leið í malbik. Þetta þýðir einfaldlega "open field" í MC, engar takmarkanir aðrar en þessar: GÖTUDEKK og púst alla leið aftur úr OG að bílarnir VERÐA að standast skoðun á KEPPNISDEGI.
Aðrir fara svo í SE flokkinn og upp úr.
Bracket racing er al-lúðalegasta keppnisform sem ég hef á ævi minni kynnst. Dæmi: Til hvers á Valur að koma með nýja, tubbaða ´69 Chargerinn með 622 HEMI vélinni, sem kostaði, 32,500 dollara (vélin) og stilla upp við hliðina á ´99 Honda Accord ... og tapa svo á einhverju indexi, sem hann fór yfir, af því að hann gleymdi að stíga á bremsurnar þegar hann var búinn með fyrstu 60 fetin.
Bracket keppnir eru auðvitað lausn á ákveðnu praktísku vandamáli sem alltaf kemur upp í kvartmílukeppnum: Hvað á að gera við þá sem annaðhvort geta ekki neitt, kunna ekki neitt, vilja ekki vera með nema vera vissir um að vinna, nema allt sé? Jú, svarið er þessi sambland af góðaksturskeppni og einhverju öðru sem ég kann ekki að nefna.
Vandinn er sá sami og fyrir 27 árum þegar búið var að trekkja þetta sport upp í dagblöðum í heilt ár, sem það sem koma skyldi í akstursíþróttum. Þarna stóðum við semsagt í rykinu og náðum þessum árangri, að selja alla þessa miða. 2000 manns til viðbótar tróðust yfir hraunið. It´s hard to get a second chance to make a first impression.
Peningaverðlaun eru hluti af svarinu. Til þess að fá þau, verða að koma til miklu öflugri stuðningsaðilar en fengist hafa til þessa. En klúbburinn í heild verður að vera ásáttur um það sem gert er, but séð frá því hvaða aðilar taka það að sér að gera reglurnar það sem ég sagði í byrjun;
almennar, sanngjarnar og það opnar að menn sjái glóru í þvi að undirbúa sig og græja fyrir keppni.
stigurh:
Ég er búin að fá nóg af því að það er rifjað upp þetta tímabil á íslandi sem var EKKI brakket racing. Það voru tveir til þrír keppendur og hættið að minnast á það. Ég heyri menn í mekka tala um "ten second brakket" o.s.f.
og þá eru þeir að tala um bíla á ákveðnu tímabili. Sekunduflokkarnir eru "brakket" eða það sem við hér í fólksfæðinni komumst næst því að keyra þá flokka sem eru vinsælastir meðal pöpulsins í mekka. En nokkrir menn þurfa alltaf að draga þennan draug íslenskrar kvartmílu upp úr forneskjunni og segja
" Bracket racing er al-lúðalegasta keppnisform sem ég hef á ævi minni kynnst. Dæmi: Til hvers á Valur að koma með nýja, tubbaða ´69 Chargerinn með 622 HEMI vélinni, sem kostaði, 32,500 dollara (vélin) og stilla upp við hliðina á ´99 Honda Accord ... og tapa svo á einhverju indexi, sem hann fór yfir, af því að hann gleymdi að stíga á bremsurnar þegar hann var búinn með fyrstu 60 fetin. "
Þar á meðal eru meðlimir í minni eigin fjölskyldu svo að ég er búin að fá nóg af þessu "rabbit in the hat" trikki
Ég þakka fyrir málefnalegt innlegg að öðru leyti.
ON TOPIC PLEASE
stigurh
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version