Kvartmílan > Almennt Spjall
Helgi--Auðunn og fleiri "MC" menn!!!
427W:
Málið er að ég og 2 aðrir keppendur ætluðum að nota þessi Mt Indi profile dekk en það var hægt að hanka okkur á þessari reglu um að nylon dekk ættu að vera 6 strigalaga sem ekki var hægt að fá, ég benti á að þessi regla væri röng eða prentvilla . Eftir það var reglunni breytt um að það mætti nota nylon dekk með munstri eins og Ingólfur sagði her að ofan .
En sléttir götuslikkar voru ekki leyfðir Smári
1965 Chevy II:
Sælir,
Miðað við reglurnar sem Hálfdán segir að séu þær einu réttu og séu í gildi (sjá link hjá Agga) þá eru einu kröfurnar þær að það séu ekki hærri dekk en 28" og að þau séu D.O.T merkt sem ET street ofl. eru.
Ef það er ekki rétt þá eru þær reglur heldur ekki gildar frekar en þær á forsíðunni.
Dr.aggi:
Við vitum að reglurnar á forsíðunni eru réttar og uppfærðar eftir aðalfundinn 2002 sem var haldinn í byrjun árs 2003 í febrúar minnir mig.
Það sem ég er að reyna að átta mig á er að ef einhverjar breytingar hafa verið gerðar eftir það og þá hvernig og þá af kvaða tilefni.
Svarið virðist vera komið við því frá Ingo allavega kvað dekkin varðar.
Kv.
Aggi
shadowman:
Piltar,Piltar
Farið nú að taka Ridalin skamntinn ykkar . Framarlega í þessum þræði var talað um að ræða við þessa rúnt stráka (Helga,Auðun,og fl) En nú er umræðan kominn aftur í sama gírinn og ak-inn strákarnir gleymndir eins og oft gerist þá er kapp best með forsjá og gírum okkur niður . Radial dekk er góður veggur fyrir power, enn slæmur fyrir okkar viðkvæmu braut . Púst kerfi er líka góður veggur fyrir monster mótora og mjög afl mikla mótora og stoppar þessa öflugu bíla sem gætu eins farið í SE . En þá kemur okkar fræga þjóðerniskend upp HEIMS YFIRRÁÐ EÐA DAUÐI og með öllum ráðum og dáðum skal ég vinna .Sem er mjög jákvæt ef þú ert í Mortal combat . En piltar þetta er Hobby er og ekkert annað .Fyrir nokkrum árum varð fjaðrafokk upp frá út af þessum dekkjum sem varð til þess að þetta allt fór afstað.Ástæðan er vegna að menn eru að reyna að fara hraðar enn vilja ekki skipta um flokk . Kannski halda þeir að ef þeir skipta um flokk að þá verði bíllinn fyrst ekki hæfur á götuna en ekki vegna breytingan sem hann gerði að honum .MC maðurinn er búinn að setja í bílinn 3'' púst manual ventla body og revers götuslikkar ,8'' converter,og búinn að stróka upp um 150cuin og eru að rúlla í lágum 11 háum 10 sek Búnir að setja í veltigrind og körfustól + 5 punkta belti . Þetta er allveg pottþéttur MC bíll er það ekki ???????? :roll: . SE Nei þetta er ekki SE bíll ALDREI BÍLLINN MINN ER MC HANN ER RÚNT TÆKIÐ sem kemur kannski uppeftir á vagni eða í kranabíl . Piltar ,Piltar , Piltar lítið aðeins á hvað er að gerast . Raggi hefur ekki tíma fyrir alla fyrir sumarið svo við verðum að hægja á okkur .
Shadowman
Ingó:
--- Quote from: "Dr.aggi" ---Við vitum að reglurnar á forsíðunni eru réttar og uppfærðar eftir aðalfundinn 2002 sem var haldinn í byrjun árs 2003 í febrúar minnir mig.
Það sem ég er að reyna að átta mig á er að ef einhverjar breytingar hafa verið gerðar eftir það og þá hvernig og þá af kvaða tilefni.
Svarið virðist vera komið við því frá Ingo allavega kvað dekkin varðar.
Kv.
Aggi
--- End quote ---
Sæll Agnar.
Eftir því sem ég best man þá er þetta það eina sem varð breyting á í þessi þrjú ár sem ég var í stjórn það var þetta túlkunar atriði með dekkin í MC.
Kv Ingó.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version