Kvartmílan > Almennt Spjall

Helgi--Auðunn og fleiri "MC" menn!!!

<< < (13/20) > >>

1965 Chevy II:
Já það er mynstur í þeim,þú setur ekki nítró á í bifreiðaskoðun :lol:

Björgvin Ólafsson:

--- Quote from: "cv 327" ---Tók ekki eftir innleggi Björgvins. Ég held að mengunarmælingin loki á nítróið en blásarinn væri trúlega löglegur ef hann skyggir ekki á útsýnið.
Kv. Gunnar B.
--- End quote ---


Áttu von á því að þeir vilji gasa´nn hjá þér í mengunarmælingu?

Það er ekkert sem bannar nítró í götubíl varðandi almenna bifreiðaskoðun

kv
Björgvin

Einar K. Möller:

--- Quote from: "ÁmK Racing" ---Met þáttakan í Mc var 2001 Grétar og þá voru götuslikkar inni til reynslu manstu.Það voru mest 16 bílar minnir mig.Kv Árni M Kjartansson
--- End quote ---


Þetta er rétt hjá þér Árni, þetta er árið þegar ég var keppnisstjóri... 63 tæki mættu í eina keppnina og 19 þeirra voru MC bílar, fyrsta skiptið í sögu klúbbsins (samkvæmt heimildum eldri borgara KK) sem það hefur verið hægt að keyra 16 Car Qualify.

1965 Chevy II:

--- Quote from: "baldur" ---Mér sýnis munurinn vera aðallega sá að MC leyfir ekki svert púst, og ekkert tunnel ram eða race convertera. Báðir flokkar eru með svipaðar reglur varðandi fjöðrun.
--- End quote ---

Sæll Baldur,
það er mikill munur á þessum tveim flokkum líka í fjöðrun t.d má í SE skipta út standard fjörðum fyrir einblöðung og nota keppnisdempara og ladder link fjöðrun og svo má nota crank trigger ofl. ofl.

Dr.aggi:
Sælir félagar.
Ég fékk hringingu frá Hálfdáni sem tjáði mér að reglurnar á forsíðunni séu ekki réttar því þær hafi ekki verið uppfærðar eftir síðustu löglegu breytingu á aðalfundi.
en mér skilst að þessar MC reglur séu réttar. http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=7111
Við sem í stjórn erum verðum að fara yfir heimasíðuna okkar og uppfæra hana.

Ef að aðeins keppendur í kverjum flokki fyrir sig mættu hafa atkvæðisrétt um reglubreytingar í þeim flokkum þá væru reglubreytingar á ansi fáum höndum í dag því höfðatala keppenda hefur ekki verið há, Gísli Sveins væri til dæmis í kjörstöðu varðandi reglubreytingar í SE.
þetta sýnir ykkur vonandi framm á það að þessi hugmyndafræði gengur ekki allavega ekki til þess að auka keppenda fjöldann, virkar kanski til að þessir þrír brosi breiðar.

Hverjir eru keppendur og hverjir ekki.
Hverjir munu verða keppendur og hverjir gætu mögulega hugsanlega einhverntímann orðið keppendur.
Að mínu mati eru allir félagsmenn hugsanlega tilvonandi keppendur, af hverju væru þeir annars í KK í dag.

Til dæmis Chevellan mín er nothæf í MC-SE-GF-OF  :idea:


Kv.
Agnar H

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version