Kvartmílan > Almennt Spjall
DIY portun
Ozeki:
Hef verið að rápa Buick vefi, fann þessa síðu um portun, hafa menn verið að gera eitthvað svona sjálfir við upptektir ?
firebird400:
Þekki einn í garðinum sem eyddi óhemjutíma í að porta hjá sér heddin.
Hann varð ekkert voðalega sáttur og sagðist bara ætla að kaupa sér álhedd næst.
Enda held ég að það sé eina vitið
Heddportun:
Þú getur allveg lagað helstu framleiðslugalla og tekið aðeins úr portunum, og pólerað en ef þú ætlar að fá svaka aflaukningu þá er betra að senda heddin út þar sem fagmenn porta heddin,setja þau í flowbench og láta svo smíða knastás út frá flæðinu á heddunum til að nýta aukið flæði og ná max afli út út heddunum
Ja Ál hedd eru málið annað er vitleysa
Kiddi:
Ég verð að vera ósammála.... Járnhedd eru alls ekki slæm (langt frá því), þau eru ekki eins viðkvæm við forsprengingu, miklu minni hitaþensla, ágætt að vinna þau og þau þola minni veggþykkt.
Þú þarft að vita hvað þú ert að gera þegar þú ert að porta hedd.. Jú jú flæðitölur eru ágætar en þær segja eiginlega bara hálfa söguna.. Þetta er spurning um að missa ekki niður hraðan á loftinu (Ve) og að koma í veg fyrir hvirfilmyndun.
Ég er sjálfur búinn að porta járnhedd sem ég á og ætla mér að prófa á næsta eða þar næsta season-i...
cv 327:
Ég er sammála Kidda. Fór td. í Vélaland um daginn og sá þar tvö full 800 ltr. plastkör af ónýtum álheddum.
Ef myndirnar skila sér þá getið séð hvernig potthedd geta litið út eftir portun og póleringu. (ímyndið ykkur hvernig það sé að hella vatni þarna í gegn)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version