Kvartmílan > Almennt Spjall

Hvaða flokka viljið þið hafa í sumar?

<< < (3/5) > >>

Racer:
eigum við ekki að segja bara: MC-SE-GF-OF-11.90-12.90-13.90

menn geta þá keppt í nokkrum flokkum þess vegna t.d. ef menn tapa í uppáhalds þá geta þeir kannski unnið í öðrum en ég verð að segja að efast að margir myndu nenna að mæta útaf því það er of langt á milli keyrslu s.s. dagurinn lengist og menn nenna ekkert að mæta af ýmsum ástæðum.

annars kvarta ekki ofurbílamenn þá enda fá þeir hvíldatíma sinn  :lol:

ég væri allanvega til að prófa að vera með í tveim flokkum s.s. gömlu og tíma þó ég efast að það gengur upp að eyða í að taka þátt í tveim.

Kiddi:
SE, GT, GF og OF....... mér er slétt sama um rest.

Nóni:
Vil bara gera grein fyrir mínu atkvæði, sem stjórnarmaður vil ég keyra flokka með föstum kennitíma (sekúnduflokka) og væri mikið til í að keppa í þeim líka. Þetta er mikið einfaldara fyrir alla og er ekki sanngjarnt að dauðadæma þá strax. Menn þurfa ekkert að breyta bílunum sínum til að vera með.
Sýnist 6 keppendur vera búnir að gera grein fyrir atkvæði sínu af þeim 30 atkvæðum sem fallið hafa. Ég hvet alla sem ætla að keppa að taka þátt í könnuninni svo að við fáum sem besta mynd af því sem hér er spurt um.
Endilega gera grein fyrir atkvæðinu svo að ekki sé hælgt að væna menn um svindl.

Ef menn vilja keyra bland af gömlu og sekúnduflokkum þá verðum við að keyra annaðhvort 14.90 eða sérstakan undirmálsflokk þ.e.a.s. n/a eindrifs.

Kv. Nóni

Benni:
Fá bara gömlu flokkana inn, enda eru þeir, þeir einu sem menn geta gengið að og flestir búnir að eyða miklum tíma og peningum til að geta keppt í. Svo má náttl. keyra eitthvað af sec flokkum, fyrir þá sem vilja keyra hálfa ferð og slá af við endamark.
 Svo finnst mér að það ætti að keyra eftir gamla keppnisfyrirkomulaginu, ekki þetta second change kerfi sem hvorki áhorfendur, keppendur né keppnishaldarar skilja.
 Einnig ef að 2 bílar mæta í flokk þá sé keppni, ekki refsa þeim fyrir að hinir mæta ekki.......Silvia Nótt hvað ?.............. :)

       Kveðja Benni

johann sæmundsson:
Of-Gf-Se-Mc-Gt-13,90-14,90. Spurning með lágmarksfjölda í 13 og 14,90
þeir þá keyrðir saman, fjöldinn ræður hvort þú lendir í 13 eða14,90.

Keyra gamla fyrirkomulagið, ekki second chance.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version