Author Topic: DIY portun  (Read 3281 times)

Offline Ozeki

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
DIY portun
« on: February 16, 2006, 20:19:30 »
Hef verið að rápa Buick vefi, fann þessa síðu um portun, hafa menn verið að gera eitthvað svona sjálfir við upptektir ?

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
DIY portun
« Reply #1 on: February 17, 2006, 18:40:25 »
Þekki einn í garðinum sem eyddi óhemjutíma í að porta hjá sér heddin.

Hann varð ekkert voðalega sáttur og sagðist bara ætla að kaupa sér álhedd næst.

Enda held ég að það sé eina vitið
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
DIY portun
« Reply #2 on: February 17, 2006, 20:04:36 »
Þú getur allveg lagað helstu framleiðslugalla og tekið aðeins úr portunum, og pólerað en ef þú ætlar að fá svaka aflaukningu þá er betra að senda heddin út þar sem fagmenn porta heddin,setja þau í flowbench og láta svo smíða knastás út frá flæðinu á heddunum til að nýta aukið flæði og ná max afli út út heddunum

Ja Ál hedd eru málið annað er vitleysa
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
DIY portun
« Reply #3 on: February 17, 2006, 22:52:11 »
Ég verð að vera ósammála.... Járnhedd eru alls ekki slæm (langt frá því), þau eru ekki eins viðkvæm við forsprengingu, miklu minni hitaþensla, ágætt að vinna þau og þau þola minni veggþykkt.
Þú þarft að vita hvað þú ert að gera þegar þú ert að porta hedd.. Jú jú flæðitölur eru ágætar en þær segja eiginlega bara hálfa söguna.. Þetta er spurning um að missa ekki niður hraðan á loftinu (Ve) og að koma í veg fyrir hvirfilmyndun.

Ég er sjálfur búinn að porta járnhedd sem ég á og ætla mér að prófa á næsta eða þar næsta season-i...
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
DIY portun
« Reply #4 on: February 17, 2006, 23:55:40 »
Ég er sammála Kidda. Fór td. í Vélaland um daginn og sá þar tvö full 800 ltr. plastkör af ónýtum álheddum.

Ef myndirnar skila sér þá getið séð hvernig potthedd geta litið út eftir portun og póleringu. (ímyndið ykkur hvernig það sé að hella vatni þarna í gegn)
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
DIY portun
« Reply #5 on: February 18, 2006, 00:04:56 »
hananú  :shock:  þetta er ekkert smá flott 8)
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
DIY portun
« Reply #6 on: February 18, 2006, 00:09:38 »
Quote from: "Kiddi"
Ég verð að vera ósammála.... Járnhedd eru alls ekki slæm (langt frá því), þau eru ekki eins viðkvæm við forsprengingu, miklu minni hitaþensla, ágætt að vinna þau og þau þola minni veggþykkt.


Pottheddin ganga með heitara brunahólf vegna þess að járnið leiðir ekki varmann eins vel í burtu og álið, og er þannig frekar hætt við forsprengingu síðast þegar ég tékkaði...
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
DIY portun
« Reply #7 on: February 18, 2006, 00:23:56 »
Quote from: "baldur"
Quote from: "Kiddi"
Ég verð að vera ósammála.... Járnhedd eru alls ekki slæm (langt frá því), þau eru ekki eins viðkvæm við forsprengingu, miklu minni hitaþensla, ágætt að vinna þau og þau þola minni veggþykkt.


Pottheddin ganga með heitara brunahólf vegna þess að járnið leiðir ekki varmann eins vel í burtu og álið, og er þannig frekar hætt við forsprengingu síðast þegar ég tékkaði...


Baldur ekki misskilja... Ef þú lendir í alvarlegri forsprengingu með álhedd þá getur þú skemmt þau illa (það brennur á milli - útblástur hlið við hlið á þessum venjulegu v8 vélum og já ég hef séð það oftar enn einu sinni) járnhedd þola það miklu betur, það fer bara pakkning. Það er það sem ég átti við með "viðkvæm við forsprengingu" (ég veit vel að álið flytur varman miklu fyr í burtu - gott dæmi er þegar þú ert að sjóða með þessa tvo málma).

Þú sérð líka að ég skrifaði miklu minni hitaþensla .....
Álhedd við venjulegan hita (þegar mótorinn er orðinn heitur) þenja sig það mikið að það getur tapast allt að 0.3-0.5 í CR.

Ég er alls ekkert á móti álheddum, bara að benda á það að það er líka hægt að nota járnheddin með góðum árangri, bæði hafa þau sína kosti og galla.

Við N/A kallarnir erum búnir að stúdera heddin soldið!
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
DIY portun
« Reply #8 on: February 18, 2006, 01:37:36 »
Það er gott við erum þá á sama máli.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
DIY portun
« Reply #9 on: February 18, 2006, 04:58:59 »
Járnhedd eru alls ekki slæm en álheddin gera mönnum kleift að ná meiru útúr vélunum heldur en með járnheddunum,flest ef ekki öll performance hedd eru gerð úr Áli en ekki Járni

Já Al heddi eru viðhvæmari við verpingu og veikar fyrir öllu hnjaski en þú getur verið með hærri þjöppu sem skilar meira afliog eru mikið léttari en járnhedd

Ef þú stækkar runneranna þá minnkar lofthraðinn en geta jafnframt flætt meiru og sérstaklega á háu snúningunum þar sem mest er þöfin.Þetta er bara trade off dæmi
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason