Kvartmílan > Almennt Spjall
Spennandi...
AlliBird:
--- Quote from: "Kiddi" ---Voðalega eiga Mopar menn erfitt.. Svona var staðan árið '64
1964 GTO
1964 Plymouth Belvedere Max Wedge
--- End quote ---
Dodge:
1. adler.... spakur.... þetta er bara eikkað sem hefur alltaf verið og mun alltaf verða, er sjaldnast illa meint og er grunnur að 90% af samræðum á milli bílakalla.. það eru takmörk fyrir því hvað maður getur sagt oft,, helv flottur hjá þér maður.. 350 í essu? :)
2. 63 og 64 Dodge polara 500, fékkst með hemi,, fisléttur 425hö, 4,1 í hundrað o.s.frv. hvað þarf meira? svo væri nú athyglisvert fyrir marga að lesa sér til um 54 Chrysler 300.
ath hemibíllinn er líka flottari, fann bara enga mynd.
Dodge:
og svo er hann til með blæju..
og svo er hann grunnurinn ad 64 charger conceptinu.. sem er reindar mjög skiftar skoðanir um :)
Kiddi:
Hvað eru þið að reyna... Pontiac framleiddi líka bíla í kringum 60-63 sem voru vel yfir 400 hestöflum með álframendum, álstuðurum, léttari grindum og hvað eina..... Það er ekki það sem skiftir máli........
Það sem skiftir máli er það að Pontiac var fyrsti framleiðandinn sem FJÖLDA-framleiddi öflugan bíl af risunum þremur. Svo fylgdu þeir fast á eftir Ford og Mopar í Muscle Car tímabilið (oft talað um 1964-1973).
GTO var framleiddur árið '64 í 32 þús. eintökum, '65 í 75 þús. og '66 í 100 þús (ekki tekið Tempest og Lemans með).
Þetta voru bílar sem voru allir með mjög öflugar vélar sem voru skráðar oftast minni hö en raunin var, alvöru fjöðrunarkerfi (sem Mopar vissi ekkert hvað var) o.s.frv. Þetta er líka spurning um stæl s.s. hönnun á innréttingu, mælaborði, jafnvel púststútum en síðast en ekki síst markaðsetningu.
JONNI:
Mikið svakalega eru menn eitthvað alvarlegir, eða viðkvæmir, á kannski að fara að rífast um hver er með stærsta skaufann.?!
Þetta er nú ekki eindæmis með pontiac aluminum stuðara og grindur sem var búið að hulsubora í mauk, þetta var bara ráðabrugg hjá knudsen og fleiri góðum eins og smokey yunick..............þú ættir að lesa ævisögu smokey´s þá kemur margt furðulegt í ljós......... :shock: álheaders sem bráðnuðu eftir nokkur rönn, 389 twin turbo mótorar sem köstuðu stöngum inn í næsta fylki og fleira gaman.
Ertu Kiddi að vitna í 389 pontiacana, sem var búið að slaka 421 í????
Flestir af þessum gömlu skrjóðum voru fleiri hestöfl en upp var gefið, bæði út af skatt og tryggingum.
Þú byrjaðir umræðuna á ''jákvæðu'' nótunum.
Ekkert að slá af núna.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version