Eigum við ekki að minnsta kosti að klappa fyrir formanninum og þakka honum vel unnin störf? Eða eigum við kannski að klappa hann upp og hvetja hann til að sitja áfram og fá til liðs við sig nýja kappa og kraftmiklar kvensur til að starfa með. Mikið starf er fyrir höndum hjá okkar góða klúbbi.
Ég segi húrra fyrir Ingólfi og megi hann taka ákvörðun um að vera formaður áfram. Ég segi, nefnið þið betri gaur í þetta starf, held að það verði ekki auðvelt því að það þarf að vera bæði kurteis og frekur, með mikla stjórnunarhælfileika og eiga auðvelt með að vinna með fólki, helst vel tengdan inn í ríku kallana og annað í þeim dúr.
Hvað segið þið um þetta félagar?
Kv. Nóni