Mér skilst að það sé til svona vél í Framtak, en ég er hræddur um að hún sé fyrir stærri gerðir véla ss í skipum eða þá sérhæfð fyrir túrbínur. Stál og stansar eiga ballanseringarvél en ég held að þeir eigi ekki mótvægin frekar en aðrir, (bobbana) sem þarf að setja á sveifarásinn til að líkja eftir þyngd stangar, stipils, bolta hringja og legu.
Það er í raun alveg furðulegt ef enginn getur veitt þessa þjónustu á íslandi.