Author Topic: Að panta á netinu!  (Read 2437 times)

Offline Ziggi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 197
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2072031
Að panta á netinu!
« on: January 22, 2006, 23:08:56 »
Ég er að reyna að finna flækjur sem passa hjá mér en hef ekki fundið neinar,  Ég pantaði hjá Bílabúð Benna fyrst frá Headman og svo frá flow-tech en hvorugar pössuðu, ég fékk að skila þeim og allt í góðu með það en ég var að spá í hvernig það væri þegar maður pantar á netinu og hlutirnir passa ekki er þá hægt að skila þeim? Í báðum tilfellum sögðu framleiðendurnir að flækjurnar pössuðu í bílinn en þetta er 1988 Chevy Caprice Classic Brougham LS - 305 sbc - th700r4

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Að panta á netinu!
« Reply #1 on: January 23, 2006, 11:14:26 »
hvernig er það ertu viss um að það sé 305 í en ekki 307.. veit samt að það var boðið einnig uppá 305 og svo er spurning hvort þú fékkst réttar afgreiddar.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline gstuning

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 356
    • View Profile
Að panta á netinu!
« Reply #2 on: January 23, 2006, 11:42:59 »
Þú vilt ekki standa í tollinum með útfluting á einhverju sem þar að senda út,

þeir væru vísir til að rukka þig af báðum flækjunum og gera þér illkleyft að ná fyrri gjöldum til baka..

Annars er málið að kaupa eitthvað sem aðrir hafa prufað og passar.
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson -Dyno Dynamics-
Dyno Time 34h |

Gizmo

  • Guest
Að panta á netinu!
« Reply #3 on: January 23, 2006, 19:47:09 »
Er ekki bara einfaldast að fá almennilegar greinar á hann ?  Þetta er CAprice, ekki CAmaro   :roll:

Offline Ziggi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 197
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2072031
Að panta á netinu!
« Reply #4 on: January 23, 2006, 21:30:21 »
Ég er ekki að leita af +20 hestöfl hér og þar :wink:  hehe, mér finnst bara orginal greinar forljótar þessvegna ætlaði ég að setja í hann flækjur því mér finnst þær flottar!

Offline Kristján F

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 788
    • View Profile
Að panta á netinu!
« Reply #5 on: January 23, 2006, 21:55:41 »
Sæll
 
farðu inn á Summit og leitaðu þar eftir make model og þá koma flækjur sem passa í bílinn þinn á verði frá 87 $ og uppúr. Varðandi að skila til baka hlutum sem þú pantar frá Summit þá er það ekkert mál það þarf að fylla út ákveðið form til þeirra og senda þeim þú sendir hlutinn út til þeirra og þeir greiða þér andvirði hlutarins baka inn á kortið þitt. Kveðja Kristján
__________________
Kristján Finnbjörnsson

Gizmo

  • Guest
Að panta á netinu!
« Reply #6 on: January 23, 2006, 22:17:26 »
Quote from: "Ziggi"
mér finnst bara orginal greinar forljótar þessvegna ætlaði ég að setja í hann flækjur því mér finnst þær flottar!


Ööööö.....ég skil.  Taktu þó með í reikninginn að þessar forljótu greinar hafa verið í bílnum í hartnær 20 ár án vandkvæða, þú getur ekki búist við því af flækjum.  Td þarftu að jetta blöndunginn upp ef þú vilt að þetta geri eitthvað gagn og einnig máttu búast við því að startarinn mótmæli hitanum frá flækjunum, svo er nær öruggt að hann muni pústa út með flækjunum innan skamms.  

Hafðu greinarnar áfram og láttu smíða almennilegt tvöfalt kerfi undir hann frekar.  Það er MIKLU flottara !

Offline Lillicarlo

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 119
    • View Profile
Að panta á netinu!
« Reply #7 on: January 26, 2006, 01:20:06 »
er með flækjur sem voru í monte carlo að vísu 83 tær passa mjög líklega þú getur fengið þær fyrir sangjarnt verð það þyrfti kannski að mála þær?
Heðar Sigurðsson