Kvartmílan > Aðstoð
Að panta á netinu!
Ziggi:
Ég er að reyna að finna flækjur sem passa hjá mér en hef ekki fundið neinar, Ég pantaði hjá Bílabúð Benna fyrst frá Headman og svo frá flow-tech en hvorugar pössuðu, ég fékk að skila þeim og allt í góðu með það en ég var að spá í hvernig það væri þegar maður pantar á netinu og hlutirnir passa ekki er þá hægt að skila þeim? Í báðum tilfellum sögðu framleiðendurnir að flækjurnar pössuðu í bílinn en þetta er 1988 Chevy Caprice Classic Brougham LS - 305 sbc - th700r4
Racer:
hvernig er það ertu viss um að það sé 305 í en ekki 307.. veit samt að það var boðið einnig uppá 305 og svo er spurning hvort þú fékkst réttar afgreiddar.
gstuning:
Þú vilt ekki standa í tollinum með útfluting á einhverju sem þar að senda út,
þeir væru vísir til að rukka þig af báðum flækjunum og gera þér illkleyft að ná fyrri gjöldum til baka..
Annars er málið að kaupa eitthvað sem aðrir hafa prufað og passar.
Gizmo:
Er ekki bara einfaldast að fá almennilegar greinar á hann ? Þetta er CAprice, ekki CAmaro :roll:
Ziggi:
Ég er ekki að leita af +20 hestöfl hér og þar :wink: hehe, mér finnst bara orginal greinar forljótar þessvegna ætlaði ég að setja í hann flækjur því mér finnst þær flottar!
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version