Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

...og enn bætist í Mustang safnið!

(1/2) > >>

Moli:
jæja, þá er víst einn annar Mustang kominn í safnið hjá íslenskum eigenda tveggja Shelby bíla, en skv. www.fornbill.is er hann búinn að festa kaup á 1969 Mustang BOSS 429 og langar mig til að óska honum til hamingju með það!


--- Quote from: "www.fornbill.is" --- Mustang safnið stækkar

Félagi okkar Björn Jónsson, sem býr núna í Lúxemborg, hefur undanfarið verið að safna Mustang. Áður vorum við búnir að segja frá kaupum hans á 1968 Shelby Cobra GT 350 og 1968 Shelby Cobra GT 500KR, núna hefur hann bætt við 1969 Mustang Boss 429 sem hann fann í Kaliforníu. Bíllinn er nánast eins og nýkominn úr verksmiðju, allir upprunalegir hlutir í honum og er lítið keyrður. Mun hann flytja bílinn til Lúxemborgar fljótlega, eins og er þá er GT 500 bíllinn hér heima í uppgerð en mun fara síðan aftur út. Óhætt er að segja að enginn Íslendingur eigi veglegra safn Mustang bíla en Björn og óskum við honum til hamingju með þessa viðbót. [20.12]jsl





--- End quote ---

Gummari:
vá alvöru gæi
nú er ég grænn af öfund
maggi nú þarf ad plana heimsókn til Lux  8)

Rampant:
Slef Slef Slef!
Þetta ER drauma bíllinn.
Ég man eftir því þegar verðið fyrir svona bíl var $12.000. Mér þótti það alt of hátt. Ég vildi bara að ég hefði keyft fleyri en einn.  :cry:
Hvað ætli þessi hafi kostað?

Moli:

--- Quote from: "Gummari" ---vá alvöru gæi
nú er ég grænn af öfund
maggi nú þarf ad plana heimsókn til Lux  8)
--- End quote ---


styð það heilshugar!  8)

JHP:
Verst hvað þessi gaur er með ömurlegan smekk á bílum.
Hann gæti verið fínn GM safnari   :mrgreen:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version