Með manual boddý þarft þú að skipta sjálfur um gíra, þú setur bara í topp gír með að setja í D.
High stall túrbína/converter gerir það að verkum að þegar þú setur í gír og ætlar að taka af stað þá þarft þú að þenja vélina upp á hærri snúning en þú þyrftir að gera vanalega.
Svona túrbína er í rauninni ekkert annað en sjálfvirk stiglaus kúpling,
sem virkar bara þannig að þegar þú gefur í þá snýrð þú glussadælu
sem þrýstir vökva inn á blöðin inn í túrbínunni.
Ytri hlutinn er fastur við flexplötuna og snýst með vélinni,
Túrbínuhjólið sem er á endanum á inntakskaftinu í skiptinunni fer svo að snúast á sama hraða eða þar um bil vegna olíunnar sem er inn í húsinu.
Ef ég bullaði óvart eða kom þessu einhvað skakkt og eða óskýrt frá mér þá er ég viss um að einhver verður svo vænn að skýra þetta nánar.
Kv. Agnar