Author Topic: converter og ventla body  (Read 2499 times)

Offline Gruber

  • In the pit
  • **
  • Posts: 56
    • View Profile
converter og ventla body
« on: December 06, 2005, 17:23:02 »
ég var að kaupa c4 ford skiptingu ætla að setja hana í bronco sem ég er með, nú er ég alls enginn snillingur í skiptingum, mér var sagt að henni fylgdi stall converter sem ég veit ekki alveg hvað er, einnig á að vera eitthvað manual boddy í henni, getur einhver útskýrt fyrir mér hvað þetta er og hvernig þetta virkar??
Stefán Þ.
Econoline ´82
Toyota CoRolla 2000

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
converter og ventla body
« Reply #1 on: December 06, 2005, 21:33:37 »
Stall converter er túrbína sem bíður eftir því að skila aflinu út í skipinguna, bíður eftir því að vélin sé kominn upp á hærri snúning en er orginal.

Þetta er kvartmílu stuff, ekki bronco stuff :wink:

Manual boddý er ventla boddý sem ekki ekki skiptir lengur um gíra fyrir þig, þetta er í rauninni orðin beinskipt sjálfskipting, já eða ósjálfskipting :lol:

Þetta er líka kvartmílu stuff. 8)

En það má eflaust lifa við allt svo sem :D
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Einar Camaro

  • In the pit
  • **
  • Posts: 69
    • View Profile
converter..
« Reply #2 on: December 07, 2005, 01:10:02 »
Sælir..

Já, ég held nú reyndar að orginal converter'inn kallist nú hjá kananum "stall converter" ..en keppnisdótið kallist þá "high stall converter"..s.s. grípur inní á hærri snúning.. þori þó ekki að sverja fyrir þetta.

Þannig að það er nú svo sem ekkert víst að þetta sé einhver race converter..auk þess sem það getur verið mjög gott í jeppa að hafa aðeins hærra stall en orginal..þá getur maður látið hann hjakka í festu með því að nota bara gjöfina..


Hinsvegar verra mál með manúal ventlaboddýið..held ég mundi skipta því út :)

Offline Gruber

  • In the pit
  • **
  • Posts: 56
    • View Profile
converter og ventla body
« Reply #3 on: December 07, 2005, 18:59:57 »
takk fyrir að svara strákar, en hjálpið mér aðeins að skilja þetta, hvernig virkar þessi converter/túrbína og hvað er átt við þegar talað er um 2500-3000rpm stall converter? ekki skiptir hann sér þá í 2500-3000rpm? nennir einhver að fræða mig?
og í sambandi við þetta ventla boddí, get ég þá ekki haft í D og keyrt hann þannig? verð ég að skipta sjálfur alltaf frá 1 uppí 2 og svo D ?  :oops:
Stefán Þ.
Econoline ´82
Toyota CoRolla 2000

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
converter og ventla body
« Reply #4 on: December 07, 2005, 23:20:34 »
Með manual boddý þarft þú að skipta sjálfur um gíra, þú setur bara í topp gír með að setja í D.

High stall túrbína/converter gerir það að verkum að þegar þú setur í gír og ætlar að taka af stað þá þarft þú að þenja vélina upp á hærri snúning en þú þyrftir að gera vanalega.



Svona túrbína er í rauninni ekkert annað en sjálfvirk stiglaus kúpling,
sem virkar bara þannig að þegar þú gefur í þá snýrð þú glussadælu
sem þrýstir vökva inn á blöðin inn í túrbínunni.
Ytri hlutinn er fastur við flexplötuna og snýst með vélinni,
Túrbínuhjólið sem er á endanum á inntakskaftinu í skiptinunni fer svo að snúast á sama hraða eða þar um bil vegna olíunnar sem er inn í húsinu.

Ef ég bullaði óvart eða kom þessu einhvað skakkt og eða óskýrt frá mér þá er ég viss um að einhver verður svo vænn að skýra þetta nánar.

Kv. Agnar
Agnar Áskelsson
6969468