Author Topic: celica v8  (Read 3036 times)

Anonymous

  • Guest
celica v8
« on: December 04, 2005, 21:14:00 »
Hæ virkaði celican með 351clevelandinn vel?kom hann eitthvað út á mílu?var rauður allt í lagi litur er nú blár með gulum eldi alger hryllingur,ætli þessi bíll sé til sölu?er hann vel smíðaður?,bara spá og spekúlera.

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
celica v8
« Reply #1 on: December 04, 2005, 21:28:07 »
Þetta virkaði ágætlega á sínum tíma það var nú bara svona skíttmelló cleveland og nítró í þessu.Þetta fór held ég 11.99 á 125 hp gasi.Hann Sigtryggur hennar Kvartmílu Kötu ók þessum vagni fyrir Edda K.Sigtryggur veit allt um þetta, það er best að hann komment á þetta.Kv Árni Kjartans
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Anonymous

  • Guest
Sigtryggur minn ertu þarna úti?
« Reply #2 on: December 04, 2005, 21:52:23 »
Takk fyrir það Árni,leyfðu okkur nú að sjá bílinn þinn á brautinni næsta sumar þvílíkur snilldarbíll.

Offline Sigtryggur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 402
    • View Profile
celica v8
« Reply #3 on: December 06, 2005, 01:09:33 »
Sælir piltar!
Jú ég ók þessum vagni fyrir Edda K sumarið´96 með ágætum árangri.
Hann gerði allt sem hann átti að gera,trakkaði vel,fór þráðbeint,bremsaði vel og fór allveg sæmilega hratt.
Vélin var jú 351 Cleveland sem var rifin upp úr ´73 Torino og var allvel tilkeyrð.Eddi setti í hana volgan knastás setti á hana 4bbl álmillihedd(vélin var origin.2bbl)ogþar ofan á 750cfm Edelbrock blöndung.Þetta var lágþjöppumótor og ekkert rosalega "performance".Aftan á vélinni var síðan c-4 fullmanual skifting og enn aftar var"9"hásing með 4.11 hlutfalli , læsingu og "28"slikkum.Til að hressa vininn aðeins við settum við á hann 125 hesta nitro,prufuðum að kæla bensínið í moroso klakadúnki,"2"spacer undir blöndung,megrunarkúr á mig ofl.Þetta skilaði bílnum í c.a.11,80(minnið farið að bresta). Fyrir síðustu keppnina það sumarið settum við í bílinn nýuppg.samskonar vél með 150 hesta nitro og fór hann þá 11,67 á að mig minnir 114 mílum gæti verið 118.Aðeins voru farin 4-6 run á bílnum svona.Eddi K seldi svo bílinn sem endaði loks hjá Sefáni heitnum Ásgeirsyni sem lést síðasta vetur í bílveltu á fjöllum.Stebbi breytti mótornum eitthvað meira og stækkaði nitroið ogmætti síðan í eina sandspyrnu upp við Kleyfarvatn þar sem hann gerði ágæta hluti.
Sonur Stebba á bílinn í dag og var hann síðast þegar ég vissi rétt hjá Partalandi uppi á Höfða.
Vona að þetta svari spurningunum.
Sigtryggur Harðarson
´66 Fairlane GT
  428 CJ
  13.613/100.67 mph
´01 Sporttrack
http://www.cardomain.com/ride/2385963

Anonymous

  • Guest
celica v8
« Reply #4 on: December 06, 2005, 16:47:09 »
Takk fyrir góð svör Sigtryggur. 8)