Author Topic: Eclipse uppboð!! (byrjar í 10þús)  (Read 1989 times)

Offline DanniR

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 15
    • View Profile
Eclipse uppboð!! (byrjar í 10þús)
« on: December 07, 2005, 03:05:20 »
Þarf bara að losna við þennan bíl og nenni ekki að fara með hann á partasölu! Um er að ræða Eclipse GS sem átti að fara í uppgerð, en eftir að innréttingin var rifin og ég sá botninn þá komst ég að því að það er EKKI þess virði. Það er nánast ný hægri afturhlið og botninn er hálfur bara ein stór tjónakrumpa! Keypti hann á 80þús á sínum tíma og ætlaði að nota mótorinn í Colt ef þannig færi að hann væri ekki uppgerðarefni. En núna er ég alveg hættur að spá í Colt þannig þessi er bara þarna að taka pláss inní skúr.

Byrjunarboð er 10þús og ef engin eftirspurn er af honum þá bara fokk it... þá fer hann á 10þús.

BTW það er engin innrétting, ekki luktirnar að framan, né miðjan í afturljósunum með mmc merkinu og húddið og flipup ljósin eru held ég ónýt.

Mótorinn var í lagi þegar ég fékk hann, en hann drap á sér eftir að hafa verið í gangi fyrir utan í svona 10 mín og það var ekki nóg rafmagn á geyminum til að snúa startaranum og ég hafði ekki áhuga á að gefa honum start. Veit ss. ekkert hvort mótorinn er í lagi eða ekki, þannig einhver heppinn gæti verið að fara að fá gangfæran 2.0 dohc mmc mótor á aðeins 10þús kall, með cruise control sem virkar og rafkerfi og öllu! Nema gírkassa, hann fer KANNSKI ekki með.

Allavega sá sem er fyrstu að bjóða sem hæstu upphæð eða bara er fyrstu til að koma til að taka hann fær hann! Vill ekki sjá þetta inní skúr lengur.

867-5202
Kveðja, Danni.

'99 BMW E39 540iA - V8 kettlingur