Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
1970 Barracuda keflavík > Ö-1977
Moli:
Kannast einhver við umrædddan bíl? þetta var ´70 módelið af Barracudu, appelsínugul með 383, var víst með númerið Ö-1977 og eitt sinn í eigu Baldurs nokkurs, (sem á söluturinn Biðskýlið í Njarðvík) var víst í keflavík um ´75 eða þar um bil? á einhver myndir af bílnum eða veit einhver hvað varð um hann?
Sævar Pétursson:
First þegar þessi bíll var í keflavík átti Áskell Agnarsson hann, þetta er pabbi Agnars (Firebird 400). Áskell skipti við Simma vin minn á þessum bíl og Fiat 128. Þetta var mjög mikið tæki og skemmtilegt, ekki Barracuda heldur Cuda hann var með 383 Magnum. Ég er ekki viss hvart hann var AAR, en við héldum það allta hann var með strípurnar og annað AAR look allavega, en ég ætla ekki að staðhæfa það. Simmi seldi Baldri bílinn og svo fór hann úr bænum. Seinna frétti ég að honum hefði verið stútað í Borgarnesi, sel það ekki dýrara en ég keypt. Ég get kannski reddað einhverjum myndum sem þyrfti þá að skanna in, Skal athuga það. Kannske getur Firebird 400 reddað líka
Sævar P,
Moli:
glæsilegt Sævar það væri frábært ef þú gætir skannað hingað inn einhverjar myndir af honum ég lenti á smá spjalli við Baldur fyrir stuttu og sagði hann mér þá frá þessum bíl! :wink:
firebird400:
Einhverstaðar á ég nú myndir af þessum bíl,
Ég legg það kannski á mig einn daginn að fara að grafa eftir þeim en þær eru innan um aðrar í tug kílóa haugum hérna niðri í kjallara.
En mig minnir að Tóti (440 sixpack) hafi sagt mér að hann hafi rifið þennann bíl, einhvað af honum sé núna í bílnum hans, restina hafi hann grafið :?
440sixpack:
Þessi bíll sem um ræðir var sprautaður svartur og lenti á ljósastaur á Akranesi. Ljósastaurinn lenti á farþegahurðinni og gekk inní miðjan bíl. Ég keypti Cuduna í þessu ástandi og reif hana í aðra barracudu sem einnig var svört sem ég átti. Sú barracuda var síðar sprautuð rauð og var á U- númeri og var um tíma á austfjörðunum, svo kanski veit Hebbi meira.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version