Kvartmílan > Almennt Spjall
Patrol stolið!!!
jeppakall:
Jeppanum hans Jóns Bjarnasonar var stolið á fimmtudaginn 3.nóvember, fyrir utan hús hans í Reykjanesbæ. Þetta er rauður Nissan PATROL sknr. YU-646 á 38 dekkjum árgerð 1991. Þetta er fullbúinn jeppi með öllum tólum og tækjum. Þeir sem hafa séð bifreiðina vinsamlegast látið lögregluna vita í síma 420-2400
Það hefur ekkert spurst til bílsins síðan á fimmtudaginn, ég vil biðja ykkur um að hafa augun opin og líta inní skúra í iðnaðarhverfum og bara hvar sem er, en hafið í huga að öll sérkenni eins og t.d númer geta verið önnur núna en þau voru.
firebird400:
Maður er að heyra svolítið af því að það sé verið að stela Patrol jeppum.
Er það kannski sama upp á teningnum með þá og þessa gömlu sunny bíla, að það gangi sami lykill að mörgum bílum ?
Vonandi finnst hann !
Gísli Camaro:
afhverju eru NISSAN bílar svona auðstelanlegir. ´nánast alltaf þegar ég heiri að bíl sé stolið þá er það nánast undantekningalaust synny eða patrol. hmmm.
Racer:
--- Quote from: "Gísli Camaro" ---afhverju eru NISSAN bílar svona auðstelanlegir. ´nánast alltaf þegar ég heiri að bíl sé stolið þá er það nánast undantekningalaust synny eða patrol. hmmm.
--- End quote ---
vegna þess nissan lyklar virka á nánast alla sunny-a og nissan jeppa þegar þeir lyklar eru orðnir gamlir.
annars heyrst hefur að gamlir toyota lyklar duga líka en nissan virkar betur.
ekki það að ég sé að búa til þjófa heldur upplýsa menn um að fá sér nýja lása á hurðar.
jeppakall:
það sem gæti orsakað þetta er hversu mikið magn af þessum bílum í umferðinni í dag og auðvelt að koma þessum varahlutum frá sér. og svo hinsvegar, IH er nú hvað þekktast fyrir stjarnfræðilega álagningu á varahluti í bíla sem þeir selja, enda er engin samkeppni á þeim markað hér á landi, það er bara almennt lítið um aftermarket hluti í Nissan allavega hér á landi. Patrolinn vill bila stundum og ÞEGAR hann bilar þá KOSTAR það heilmiklar fjárhæðir að gera við, þessir asnar gætu átt svona bíl og ekki haft efni á að gera við hann þannig að þeir gera þann heimskulega hlut að stela eigum annarra! Og vonandi næst í bossann á þeim og þeir hengdir á besefanum á almannafæri.
Ég er búinn að setja rofa á rafgeyminn í mínum og þann rofa finnur enginn nema ég, sem er besta lausn til að bíllinn þinn hverfi ekki, þeir tóku geislaspilarann jú þessir andskotar en sem betur fer gátu þeir ekki startað bílnum :lol:
kv, Ásgeir
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version