Author Topic: Honda Civic 1.5 1997  (Read 1784 times)

Offline Dezzice

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 14
    • View Profile
    • http://www.Live2Cruize.com
Honda Civic 1.5 1997
« on: October 26, 2005, 03:56:14 »
Jæja þá er gullmolinn minn til sölu :?  Óska eftir tilboðum í hann

Þetta er Honda Civic 1.5
Kemur á götuna í apríl 1997
Silfurlituð
Sjálfskipt
Ekinn um 128 þús
15" VTi felgur á sumardekkjum
Viper þjófavörn með fjarstarti, rúðubrotsskynjara, hreyfiskynjara etc.
Spoiler
Bíllinn er samlitur (kom með svörtum listum 1997)
Ekkert áhvílandi
Næsta skoðun 2006

Ég keypti þennan bíl nýjan frá umboði í apríl 1997 og hef átt hann síðan.
Hann hefur alltaf verið þjónustaður hjá Friðriki Ólafs og fylgir ábyrgðar og smurbók með honum.
Bíllinn hefur aldrei verið kústaður og búið að dekra við hann frá því ég fékk hann.
Innréttingin og sætin í bílnum eru gjörsamlega eins og ný, það sér varla á þessu.  Teppinn eru alveg stráheil og það fylgja tau Honda mottur með honum en bílstjóramottan er orðin svolítið slitin.
Held það sé mjög sjaldgjæft að finna svona bíl með aðeins einum eiganda og sem er jafn heill að innan og þessi.

Vil taka það fram að ég þarf ekki að losna við bílinn og ég er ekki að fara að selja hann fyrir eitthvað rugl undirverð, frekar get ég alveg eins setið með hann hérna út á plani ;)  En ég er aftur á móti tilbúin að hlusta á öll raunsæ tilboð, þannig ekki hika við að hafa samband, fá að skoða bílinn eða gera tilboð.

Ég svara fyrirspurnum á maili villy@centrum.is eða bjallið í Palla í síma 896-6097 :D

Nokkrar myndir:






Villý
Subaru Impreza GT MY99 - Cusco Style
Honda Accord 2.4 Executive 2003 - Milano Red
Nissan 200SX 1991 - Flying Style
Nissan 200SX 1989

www.Live2Cruize.com