Kvartmílan > Almennt Spjall

www.bilavefur.net opnar ----> Uppfært 12. Nóvember

<< < (5/6) > >>

Moli:
kláraði að uppfæra þær myndir sem ég átti til, en það voru rúmlega 300 sem fóru inn í kvöld, samtals eru þetta um 3200 myndir sem komnar eru á síðuna... og ég er hvergi nær hættur!  8)

1966 Charger:
Moli,

Þetta er alveg ljómandi.  Virkilega gaman að sjá þessar elstu myndir.  Kannast við nokkrar úr safninu mínu þarna.

Fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á sögu amerískra tryllitækja ("vöðvabílar" er bara orðskrípi sem enginn með IQ hærra en hjólkoppur ætti að nota) má benda á að á síðu 2, röð 21 í GM albúminu hans Mola eru nokkrar myndir af blárri Rally Novu teknar niðri á Spólbryggju á Akureyri.  Þetta er sama Novan og Einsi B hefur ekið í rólegheitum niður kvartmíluna undanfarin ár.  Hún er líka annarsstaðar í GM albúminu þá alblá með hvítum röndum á húddinu. Ef sú mynd væri af scratch ´n sniff gerðinni þá væri stæk vínlykt að henni enda var þessi kaggi þá mesta sukkkerran í höfuðstað norðurlands.

Moli:

--- Quote from: "66 Charger" ---Moli,

Þetta er alveg ljómandi.  Virkilega gaman að sjá þessar elstu myndir.  Kannast við nokkrar úr safninu mínu þarna.

Fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á sögu amerískra tryllitækja ("vöðvabílar" er bara orðskrípi sem enginn með IQ hærra en hjólkoppur ætti að nota) má benda á að á síðu 2, röð 21 í GM albúminu hans Mola eru nokkrar myndir af blárri Rally Novu teknar niðri á Spólbryggju á Akureyri.  Þetta er sama Novan og Einsi B hefur ekið í rólegheitum niður kvartmíluna undanfarin ár.  Hún er líka annarsstaðar í GM albúminu þá alblá með hvítum röndum á húddinu. Ef sú mynd væri af scratch ´n sniff gerðinni þá væri stæk vínlykt að henni enda var þessi kaggi þá mesta sukkkerran í höfuðstað norðurlands.
--- End quote ---


sæll Raggi, ég reikna þá fastlega með að þú hafir margar sukksögurnar að segja okkur blóðþyrstum fermingarbörnum sem ekki voru orðin hugmynd í höfði skapara okkar á þessum árum? áttu ekki eina slíka?  8)

1966 Charger:
Sæll Moli

Það er nú sunnudagur þannig að við skulum hafa söguna sukklausa...........

Eitt sinn mætti niður á spólbryggju frakkaklæddur náungi (nú þjóðkunnur) á Bronco föður síns, beinuðum með sexu.  Honum fannst fútt í að spóla þarna og hafði það fyrir sið að skella jeppanum í lága drifið og láta hann malla uns rauk verulega úr bryggjunni og dekkjunum.  Broncoinn var sennilega með handgasi, frekar en að náunginn hafi sett planka á bensíngjöfina, en a.m.k. þá datt honum nokkuð í hug:  Hann festi Broncoinn við bryggjupolla með spotta.  Setti í lága drifið og allt í botn.  Þegar reykur fer að stíga undan jeppanum, skaut okkar maður sér út úr bílnum TIL AÐ LJÓSMYNDA actionina.  Hann stóð þarna glottandi fyrir utan mannlausan jeppann þegar sexan fór skyndilega að hökta.  Við það kom slinkur á spottann sem gaf sig og Broncoinn lagði af stað norður bryggjuna og stefndi fram af henni hinum megin og til hafs.  Reykurinn undan skósólum driversins var ekkert síðri en það sem kom undan Bronconum, þegar hann sá jeppann skeiða af stað eftir bryggjunni með spottaræksnið flaksandi aftur úr sér.  Móður og másandi rétt meikaði hann að stökkva inn í bílinn og koma í veg fyrir að jeppinn yrði uppfylling á botni Eyjafjarðar.

----
Mér finnst þessar fínu myndir á vefnum þínum fá fyrst  verulegt gildi þegar hægt er jafnframt að upplýsa ævi og örlög þessara tryllitækja á sömu vefsíðu.  Spjallborðið þitt býður upp á þetta en væri kannski hægt að númera hverja mynd þannig að tengingar myndar og sagnfræðilegra upplýsinga um v.k. bíl verði áreiðanlegri en núna? Þannig gætu margir sem muna eftir einstökum bílum skrifað um það sem þeir muna, og þannig verður smám saman til heildstæð mynd af sögu hvers bíls, svona nokkurskonar Tryllitækjasaga Íslands.

Moli:

--- Quote from: "66 Charger" ---Sæll Moli

Það er nú sunnudagur þannig að við skulum hafa söguna sukklausa...........

Eitt sinn mætti niður á spólbryggju frakkaklæddur náungi (nú þjóðkunnur) á Bronco föður síns, beinuðum með sexu.  Honum fannst fútt í að spóla þarna og hafði það fyrir sið að skella jeppanum í lága drifið og láta hann malla uns rauk verulega úr bryggjunni og dekkjunum.  Broncoinn var sennilega með handgasi, frekar en að náunginn hafi sett planka á bensíngjöfina, en a.m.k. þá datt honum nokkuð í hug:  Hann festi Broncoinn við bryggjupolla með spotta.  Setti í lága drifið og allt í botn.  Þegar reykur fer að stíga undan jeppanum, skaut okkar maður sér út úr bílnum TIL AÐ LJÓSMYNDA actionina.  Hann stóð þarna glottandi fyrir utan mannlausan jeppann þegar sexan fór skyndilega að hökta.  Við það kom slinkur á spottann sem gaf sig og Broncoinn lagði af stað norður bryggjuna og stefndi fram af henni hinum megin og til hafs.  Reykurinn undan skósólum driversins var ekkert síðri en það sem kom undan Bronconum, þegar hann sá jeppann skeiða af stað eftir bryggjunni með spottaræksnið flaksandi aftur úr sér.  Móður og másandi rétt meikaði hann að stökkva inn í bílinn og koma í veg fyrir að jeppinn yrði uppfylling á botni Eyjafjarðar.
--- End quote ---


Þessi er nú með þeim betri...


--- Quote from: "66 Charger" ---
Mér finnst þessar fínu myndir á vefnum þínum fá fyrst  verulegt gildi þegar hægt er jafnframt að upplýsa ævi og örlög þessara tryllitækja á sömu vefsíðu.  Spjallborðið þitt býður upp á þetta en væri kannski hægt að númera hverja mynd þannig að tengingar myndar og sagnfræðilegra upplýsinga um v.k. bíl verði áreiðanlegri en núna? Þannig gætu margir sem muna eftir einstökum bílum skrifað um það sem þeir muna, og þannig verður smám saman til heildstæð mynd af sögu hvers bíls, svona nokkurskonar Tryllitækjasaga Íslands.
--- End quote ---


sæll Raggi, ég veit ekki hvort þú vissir af því en hugmyndin með þessu myndaalbúmi sem ég setti upp var m.a. sú að notendur gætu sett inn comment/innlegg um ástand, sögu, staðsetningu, örlög oþh. hvers bíl fyrir sig fyrir neðan hverja mynd. (sjá litla skýringarmynd að neðan) Ég hafði hugsað, að þannig gæti verið hægt að safna saman fróðlegum upplýsingum varðandi þessa bíla og mynda nokkurskonar gagnagrunn um þá. Að sjálfsögðu er líka hægt að nota spjallborðið til frekari umræðna um þessa bíla, en það gæti verið vandasamt og frekar mikið mál að tengja hverja mynd fyrir sig með númeri beint inn á spjallborðið þar sem myndirnar eru ja... nokkuð margar!  :wink:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version