Þakka góða sýningu og fyrir að hafa fengið tækifæri til að hitta nokkra gamla skápa (Valur, hvar varstu eiginlega?)
Mig langar að koma hér á framfæri við ykkur hugmynd að svolítið öðruvísi sýningu en hafa verið haldnar undanfarin ár.
Mikið er til af sýningarhæfum bílum og vélum sem ættu heima á mjög stórri sýningu. 200 bíla sýning er alveg gerlegt - ætti amk. að geta verið skemmtilegt markmið.
Á slíkri sýningu gætu menn gert miklu meira en að stilla upp bónuðum bílum. Með nægu plássi ætti að vera hægt að setja margt annað en bílana sjálfa. Mér finnst tæknihliðin á þessu ekki koma nógu vel fram; hve miklum peningum og vinnu margir hafa eytt í þetta án þess að það sé almennt þekkt eða metið.
Ég kom á nokkuð margar svona sýningar á búskaparárum mínum í Illinois og tel alveg tímabært að skoða það að halda svona sýningu hér og jafnvel hafa myndarlegt "swap meet" með.
GKJ